Innlent

Skoðaðir verði möguleikar á uppbyggingu gufuaflsvirkjana

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að leggjast gegn öllum frekari virkjunarframkvæmdum í Þjórsárverum og að fallið verði frá gerð Norðlingaölduveitu.

Ólafur F. Magnússon borgarstjórnarfulltrúi F-listans lagði fram tillögu þessa efnis í borgarstjórn. Átta fulltrúar R-listans auk Ólafs samþykktu tillöguna en borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Reykjavíkurborg er 45% eignaraðili í Landsvirkjun en ríkið á 50% hlut og sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, að hann gerði ekki ráð fyrir að virkjað verði þar næstu árin. Einnig var því beint til Landsvirkjunar að fyrirtækið skoði möguleika á uppbyggingu gufuaflsvirkjana sem eru umhverfisvænni kostur en vatnsaflasvirkjanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×