Erlent

Bandaríkjastjórn fær 72 klukkustundir til að láta írakskar konur lausar úr fangelsum

Mannræningjar, sem rændu bandarískum friðargæsluliða fyrr í mánuðinum, hafa gefið Bandaríkjastjórn 72 klukkustundir til þess að láta allar Írakskar konur lausar úr fangelsum. Að öðrum kosti verður friðargæsluliðinn tekinn af lífi. Sjónvarpsstöðinni Al Jazeera barst stutt myndskeið þar sem friðargæsluliðinn Jill Carrol sást og meðfylgjandi var yfirlýsingin frá mannræningjunum. Bandarískir embættismenn reyna hvað þeir geta til að ná friðargæsluliðanum úr haldi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×