Innlent

Styrktartónleikar skiluðu sexhundruð og tíu þúsund krónum

Styrktartónleikar fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan skiluðu sexhundruð og tíu þúsund krónum. Tónleikarnir voru haldnir í Austurbæ 29. desember síðastliðinn. Auk þess voru lagðar tvöhundruð og áttatíu þúsund inn á söfnunarreikning Rauða krossins dagana í kringum tónleikana. Upphæðin, sem alls er áttahundruð og níutíu þúsund, verður formlega afhent Kópavogsdeild Rauða kross Íslands á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×