Erlent

Komið upp um áform um að ræna syni Blairs

MYND/AP

Bresk lögregla hefur komið upp um ráðabrugg manna um ræna Leo, yngsta syni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Frá þessu greinir götublaðið Sun.

Þar segir að öfgafullir félagar í samtökunum Fathers 4 Justice, sem berjast fyrir auknum réttindum feðra, hafi ætlað að ræna syninum í stuttan tíma til þess að sýna forsætisráðherranum fram á hvernig það væri að fá ekki að hitta börn sín. Félagar í samtökunum hafa áður komist í fréttirnar, meðal annars fyrir að klifra á Buckingham-höll í búningi Leðurblökumannsins og kasta dufti yfir Blair á breska þinginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×