Erlent

Dönsk kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Síðdegis í dag var dönsk kona úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald grunuð um að hafa valdið dauða 8 ára sonar síns.

Í gærkvöld var lögregla og sjúkraflutningamenn kvaddir að húsi í úthverfi Kaupmannahafnar, en tilkynnt hafði verið um barn í andnauð. Drengurinn var úrskurðaður látinn eftir að hann kom á sjúkrahús og í kjölfarið var móðir hans handtekin.

Samkvæmt upplýsingum danskra fjölmiðla var drengurinn með áverka á líkama, höfði, höndum, fótum og kynfærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×