Innlent

Rarik, OV og LV stofna smásölufyrirtæki á raforkumarkaði

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur
MYND/Vilhelm Gunnarsson

Rafmagnsveitur ríkisins (RARIK), Orkubú Vestfjarða hf. (OV) og Landsvirkjun (LV) hafa stofnað sameiginlegt sölufyrirtæki á raforkumarkaði. Markmið með slíku fyrirtæki er að marka skýr skil milli einkaleyfis- og samkeppnisrekstrar hjá OV og RARIK en þau fyrirtæki reka einnig dreifiveitur auk raforkuframleiðslu. Hið nýja fyrirtæki mun ráða yfir eigin framleiðslugetu auk þess sem það mun kaupa raforku í heildsölu frá framleiðendum. Það er mat RARIK, OV og LV að með tilkomu fyrirtækisins skapist öflugri valkostur á smásölumarkaði með raforku til hagsbóta fyrir neytendur.

Ætlunin er að þetta sameiginlega orkusölufyrirtæki taki til starfa hið fyrsta og mun þá annast raforkusölu RARIK og OV






Fleiri fréttir

Sjá meira


×