Innlent

Eru nagladekk óþörf?

MYND/Róbert
Vinnuhópur, sem á að draga úr vandamálum sem tengjast notkun nagladekkja án þess þó að öryggi vegfarenda sé stefnt í hættu, vill leggja gjald á nagladekk til að draga úr notkun þeirra.

Vinnuhópur, sem á að draga úr vandamálum sem tengjast notkun nagladekkja án þess þó að öryggi vegfarenda sé stefnt í hættu, vill leggja gjald á nagladekk til að draga úr notkun þeirra. Tillagan var lögð fyrir Umhverfisráð í morgun. Jafnframt er lagt til víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Erlendis hefur verið rannsakað í hve miklum mæli nagladekk eru öruggari en önnur dekk og hvaða afleiðingar það hefur að draga úr notkun þeirra eða banna þau alfarið. Meginniðurstöðurnar eru þær að nagladekk hafa fáa kosti umfram aðrar tegundir og að slysatíðni hafi ekki aukist svo nokkru nemi eftir að nagladekk hafa verið bönnuð. Því virðist vera hægt að draga verulega úr notkun nagladekkja án þess að öryggi vegfarenda sé stefnt í hættu. Á síðustu árum í Reykjavík hafa það ekki verið nema nokkrir dagar á hverjum vetri þar sem nagladekkja hefur verið þörf og því er ástæða til að leita annarra leiða segir í skýrslu vinnuhópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×