Erlent

Leyfa líknardráp

Hæstiréttur í Bandaríkjunum staðfesti í gær lög sem leyfa læknum í Oregon ríki að aðstoða dauðvona sjúklingum að deyja. Þar með hafnaði rétturinn tilraunum Bush Bandaríkjaforseta til að refsa læknunum og banna þeim að fremja líknardráp. Sex dómarar af níu staðfestu lögin en meðal þeirra þriggja sem voru í minnihluta var John Roberts, nýskipaður forseti réttarins. Niðurstaðan er sögð áfall fyrir Bandaríkjaforseta






Fleiri fréttir

Sjá meira


×