Innlent

Snjóflóð féllu í Óshlíð

Ófært er um Óshlíð á Vestfjörðum vegna snjóflóðaeftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi og Steingrímsfjarðarheiði vegna veðurs. Ásunnanverðum Vestfjörðum er ekkert ferðaveður, ófært og stórhríð á fjallvegum, þungfært og stórhríð með ströndinni.Á Gemlufallsheiði er ófært og stórhríð. Á milli Ísafjarðar, Flateyrar og Suðureyrar er stórhríð.Þá er þungfært á Vopnafjarðarheiði á Möðrudalsöræfum og mokstur stendur yfir. Hálka og skafrenningur er annars staðar á landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×