Fleiri fréttir

Þriðja tilfellið í Rússlandi

Fuglaflensa hefur greinst á ný í evrópska hluta Rússlands. Yfirvöld hafa staðfest að H5N1 stofn fuglaflensunnar hafi greinst í Tambov, fjögur hundruð kílómetra suðaustur af Moskvu.

Danskir múslimar ævareiðir

Mótmæli danskra múslima vegna birtinga skopmynda af spámanninum Múhammeð, í Jyllandsposten, í lok september hefur nú teygt sig út fyrir dönsk landamæri.

Vill hækka skatt á fjármagnstekjur

Fjármagnstekjuskatt ber að hækka segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir hækkun fjármagnstekjuskatts og lægri skatta á lægstu laun nauðsynleg til að draga úr ójöfnuði og bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega.

Hálka og hálkublettir víða um land

Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi og Þorskafjarðarheiði er ófær. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir eða hálka víða á Norðausturlandi. Á Austurlandi er víða hálkublettir eða snjóþekja. Verið er að hreinsa vegi á Norðvesturlandi.

Frárennslisvatn hreinsað í Fellabæ

Fimm hreinsivirki í Fellabæ, á Hallormsstað og Egilsstöðum taka við öllu frárennsli á svæðinu og skila því sem drykkjarhæfu vatni beint út í bergvatnsána Eyvindará.

Kaczynski næsti forseti landsins

Lech Kaczynski verður næsti forseti Póllands, en þegar 91 prósent atkvæða í forsetakosningum um helgina hafa verið talin hefur hann fengið 55 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk, 45 prósent.

Borgin fær hálfan milljarð

Reykjavíkurborg fær allt að 488 milljónir króna fyrir byggingarétt á lóðum undir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. Tilboð í lóðirnar voru opnuð fyrir helgi.

Gönguhópur í vandræðum

Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð til aðstoðar gönguhópi á leið til Seyðisfjarðar síðdegis í gær. Gönguhópurinn var kominn upp á heiðina fyrir ofan Seyðisfjörð og var á leið ofan Vestdalsheiðina niður í Vestdal.

Loka landamærum ef fuglaflensa berst milli manna

Kínverjar munu loka öllum landamærum að landinu ef upp kemur tilvik af fuglaflensu sem smitast beint á milli manna. Yfirmenn heilbrigðismála segja að björgun mannslífa muni hafa algjöran forgang, jafnvel þó að það muni verða efnahag landsins til mikils trafala.

Enn skelfur jörð

Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók hamfarasvæðin í Suður-Asíu í gærkvöld, rúmum tveimur vikum eftir að stór skjálfti reið þar yfir með þeim afleiðingum að tugir þúsunda létu lífið.

Stefnir á Flórída

Meirihluti íbúa Florida Keys eyjaklasans hefur neitað að yfirgefa heimili sín, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir yfirvalda vegna fellibylsins Wilmu, sem hefur styrkst á ný og nær þar landi upp úr hádeginu í dag.

Konur leggja niður störf í dag

Kvennafrídagurinn er í dag og af því tilefni munu fjölmargar konur leggja niður störf klukkan rétt rúmlega tvö en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum ef litið er til þess að atvinnutekjur þeirra eru um 64 prósent af atvinnutekjum karla. Klukkan þrjú hefst svo kröfuganga frá Skólavörðu­holti og niður að Ingólfstorgi þar sem efnt verður til baráttufundar.

Ráðherra lét leiðrétta launamuninn

Árni Magnússon félagsmálaráðherra lét fara ofan í saumana á launum starfsfólks félagsmálaráðuneytisins til þess að kanna hvort þar fyrirfyndist kynbundinn launamunur. Hann komst að því að svo væri og hrinti í kjölfarið af stað áætlun sem miðast að því að eyða launamun kynjanna, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum.

Tekur gildi um mitt ár 2007

Bann við reykingum á veitingahúsum tekur gildi hér á landi um mitt árið 2007 samkvæmt frumvarpi heilbrigðisráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Engar undantekningar verða á reglunni. Margir veitingahúsaeigendur eru afar ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnar en Írar og Norðmenn voru fyrstir til að leggja blátt bann við reykingum á veitingahúsum.

Kvartað yfir óþrifnaði

"Ástandið er algjörlega óviðunandi því það er svo illa ræstað í skólanum og fólk er nú alveg búið að fá nóg," segir Marinó Björnsson, stundakennari í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Þar í bæ hefur verið kvartað í fjölmörgum skólum vegna slæmrar ræstingar. Marinó segir að miklir samskiptaörðugleikar geri ástandið enn erfiðara en ræstitæknarnir kunna fæstir íslensku eða ensku.

Börn dóu í sprengjuárás

Háttsettur lögregluforingi í borginni Tikrit í Írak beið bana í sprengjuárás í gær ásamt tveimur ungum sonum sínum. Tvær telpur sem sátu í nálægri bifreið létust jafnframt í tilræðinu. Alls fórust tuttugu Írakar í árásum gærdagsins, þar á meðal tveir í Kirkuk þegar bifreið sem hlaðin var sprengiefni var ekið inn í bílalest bandarískra hermanna. Hermennirnir sluppu hins vegar með ­skrám­ur.

Flestum leikskólum lokað

Sökum þess að konur landsins ætla að leggja niður störf klukkan 14.08 í dag verður flestum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu lokað. Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, segir að flestir leikskólastjórar hafi sent skilaboð til foreldra þar sem þeir óska eftir því að foreldrar sæki börnin sín fyrir klukkan 14.00. Hún á því von á að flestir leikskólar Reykjavíkur loki klukkan 14.08.

Sjálfala í allt að sex vikur

Litli drengurinn sem fannst hungraður og illa til reika í íbúð í Leith á dögunum með látinni móður er talinn hafa verið einn á báti í allt að sex vikur, ekki í tvær eins og fyrst var talið. Lögreglurannsókn hefur leitt í ljós að móðir drengsins, sem er þriggja ára, sást síðast á lífi 1. september og því útilokar lögregla ekki að snáðinn hafi síðan þá dregið fram lífið á kexi og safa sem var til íbúðinni. Líðan drengsins er sögð furðu góð miðað við aðstæður.

Gripið til varúðarráðstafana

Yfirdýralæknir hefur ákveðið að grípa til sérstakra varúðarráðstafana varðandi innflutning hunda segir á heimasíðu embættisins. Veira sem veldur inflúensu hjá hestum í Bandaríkjunum hefur breyst og sýkir nú einnig hunda þar í landi. Því sé talið að innflutningur hunda frá Bandaríkjunum gæti falið í sér hættu fyrir íslenska hrossastofninn. Fyrirkomulagi einangrunar verður breytt og sjúkdómavarnir efldar.

Tíu milljónir í sjóðinn

Ríkisstjórnin hyggst í tilefni kvennafrídagsins veita tíu milljónum króna til stofnunar Jafnréttissjóðs. Markmið sjóðsins er að tryggja að hér á landi verði hægt að vinna að vönduðum kynjarannsóknum, en talið er að svokallaðar kynjarannsóknir geti orðið til þess að bæta stöðu kvenna og breyta karlamenningu með það að augnamiði að styrkja framgang jafnréttis kynjanna.

Starfsmannaleigan 2B:

Í fundargerðum Odds Friðgeirssonar, trúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu sem birt er að fullu á rafis.is kemur í ljós að fulltrúi starfsmannaleigunnar 2B hafi ráðlagt verkstjóra Suðurverks að lemja pólska verkamenn, sem 2B fluttu inn til vinnu við Kárahnjúka, ef þeir sýndu mótþróa. Grétar Ólafsson, verkstjóri Suðurverks staðfestir að Eiður Eiríkur Baldvinsson, framkvæmdastjóri 2B hafi sagt honum að lemja mennina og að margir væru vitni að þeim ummælum.

Átök við flóttamannabúðir

Fjórir slösuðust í átökum sem brutust út á milli líbanskra skæruliða og herskárra Palestínumanna við flóttamannabúðir nærri Sídon. Að sögn al-Jaazera sjónvarpsstöðvarinnar eru slíkir bardagar allalgengir en líbönsk yfirvöld hafa litla stjórn á búðum sem þessum.

Stafirnir í stafrófinu búnir

Fellibylurinn Wilma yfirgaf loks Mexíkó í gær og hélt sem leið lá í átt til Flórídaríkis. Aldrei hafa jafn margir fellibyljir geisað á þessum slóðum á einu ári. Wilma hefur gert mikinn óskunda í löndunum við Mexíkóflóa undanfarna daga.

Manni banað með hnífi

Maður var stunginn til bana þegar átök brutust út í ­Birm­ingham í Englandi í fyrrakvöld. Upphaf ólgunnar má rekja til fundar sem boðað hafði verið til vegna árásar á 14 ára gamla stúlku, sem sagt er að hafi verið nauðgað af asískum innflytjendum.

Kominn til Flórída

Fellibylurinn Wilma mjakaði sér frá Mexíkó til Flórídaríkis í Bandaríkjunum í gær. Íbúar á hættusvæðum hafa flestir haft sig á brott. "Bærinn sem við búum í er núna eins og draugabær, það eru allir farnir. Hér er samt núna 28 stiga hiti og sólskin og þægileg hafgola. Eftir nokkrar klukkustundir skellur hins vegar veðrið hérna á. Við erum að fara að forða okkur til Fort Lauderdale," sagði Ingvi Hrafn Jónsson fréttamaður sem staddur var á í Key Largo, syðst í Flórída, síðdegis í gær.

H5N1-stofninn ekki á ferðinni

Öndin sem drapst úr fuglaflensu í Svíþjóð í vikunni var ekki smituð af hinum illvíga H5N1-stofni veikinnar. Alls hefur 61 maður látist úr fuglaflensu af H5N1-stofni í Asíu en fuglaflensan hefur nú greinst í fimm Evrópulöndum: Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Króatíu og nú síðast í Svíþjóð.

Vinstri grænir:

"Meðaltalið sýnir tuttugu prósenta óútskýrðan launamun á körlum og konum sem er hreint ótrúleg staða. Við lítum á þetta sem mannréttindamál en ekki aðeins sem skyldu hvers og eins að biðja um hærri laun. Það er bara ekki það einfalt," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, að loknum landsfundi flokksins í gær.

Páfagaukurinn sýktur af H5N1-flensu

Bretland Bresk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að banamein páfagauks sem geymdur var í einangrunarstöð í Essex í Englandi var fuglaflensa af H5N1-stofni. Komið var með fuglinn til landsins fyrir nokkru frá Súrínam í Suður-Ameríku og var hann settur í sóttkví með 216 fuglum frá Taívan.

Stakk kærastann í fótinn

Kona var handtekin og færð til yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hún lagði til sambýlismanns síns með eggvopni. Hafði sambýlisfólkið verið að rífast heiftarlega og lauk þeim deilum með því að konan lagði til mannsins.

Hyggst koma á gæðavottun á jöfn laun

Árni Magnússon félagsmálaráðherra hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna. Hann segist ekki vita til þess að þessari aðferð sé beitt í nokkru öðru landi en telur að hún geti á jákvæðan hátt stuðlað að því að atvinnurekendur sjái sér beinan hag í því að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í rekstri fyrirtækja sinna.

Strætókort til vinnu og skóla

Gjaldskrárhópur Strætó bs. vinnur að útfærslu vinnustaðakorta, sem fyrirtæki geta keypt fyrir þá starfsmenn sína sem nota þennan samgöngumáta, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra. Þegar hafa verið gefin út skólakort sem gilda í níu og hálfan mánuð. Þau eru handhafakort, sem kosta 25.000 krónur.

Árlegt fjársvelti

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur sent Valgerði Sverrisdóttur, ráðherra byggðamála, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, þingmönnum Norðausturkjördæmis og fjárlaganefnd Alþingis áskorun þess efnis að Þekkingarsetri Þingeyinga á Húsavík verði tryggt nægilegt rekstrarfé.

Kvaðst vera vitorðsmaður

Breska lögreglan handtók um helgina mann sem viðurkenndi í blaðaviðtali að hafa verið í vitorði með mönnunum sem myrtu 52 í sprengjuárásum í Lundúnum 7. júlí. Sunnudagsblaðið News of the World greindi frá því í gær að lögregla í Dewsbury í Vestur-Jórvíkurskíri hefði í fyrradag handtekið Imran Patel eftir ábendingu frá ritstjórn blaðsins, en Patel hafði viðurkennt í samtali við blaðamann að hafa átt að taka þátt í hryðjuverkaárásunum.

Nýr samningur við Fang ehf.

Verkalýðsfélag Akraness skrifar í dag undir nýjan fyrirtækjasamning við eigendur Fangs ehf. að því er segir á heimasíðu félagsins. Formaður þess kynnti samninginn fyrir starfsmönnum í síðustu viku og ríkti almenn sátt um hann.

Þrír dóu þegar brúin hrundi

Steypiregn olli því að brú hrundi í Puglia-héraði á sunnanverðri Ítalíu í gær með þeim afleiðingum að þriggja manna fjölskylda sem var í þann mund að aka yfir brúna beið bana.

Kaczynski var kjörinn forseti

Pólverjar kusu í gær Lech Kazcynski forseta sinn ef marka má útgönguspár. Donald Tusk, keppinautur hans, lýsti sig sigraðan fljótlega eftir að spárnar voru birtar.

Al-Kaída hvetur til mannúðar

Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jaazera birti í gær ávarp Ayman al-Zawahiri, næstráðanda al-Kaída samtakanna, þar sem hann hvatti múslima til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan. Pakistönsk stjórnvöld hafa aðstoðað Bandaríkjamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum og því vekur yfirlýsingin athygli.

Að minnsta kosti tuttugu látnir

Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og fjölmargir særðust í Bagdad í dag þegar þrjár bílsprengjur voru sprengdar við hótel sem erlendir fréttamenn dveljast einkum á.

Reykingabann í Bretlandi?

Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort banna eigi reykingar á öllum opinberum stöðum á Bretlandi.

15 fjölskyldur fá ferða­styrk

Á laugardag var 15 styrkjum úthlutað úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Styrkinn fá langveik börn og fjölskyldur þeirra til að gefa þeim tækifæri til að fara í draumaferðina.­­

117 taldir af eftir flugslys

Nígería Boeing-þota í eigu nígerísks flugfélags fórst í fyrrakvöld með 117 manns skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos. Afar misvísandi fréttir bárust af slysinu framan af gærdeginum. Þotan, sem var af tegundinni Boeing 737 og var í eigu nígeríska flugfélagsins Bellview Airlines, var á leið frá Lagos, stærstu borg landsins, til höfuðborgarinnar Abuja.

Að minnsta kosti sjö látnir

Minnst sjö manns létu lífið þegar fellibylurinn Wilma gekk yfir Júkatan-skaga í Mexíkó um helgina. Bylurinn stefnir nú í átt að suðurhluta Flórída. Enn ein hitabeltislægðin hefur myndast í Karíbahafi.

Vonast eftir fleirum á útifund en fyrir 30 árum

Vonir standa til að jafnmargir, og helst fleiri, mæti á útifundinn á kvennafrídaginn á morgun en fyrir þrjátíu árum. Erlendir fjölmiðlar sýna baráttunni hér á landi áhuga.

Sjá næstu 50 fréttir