Hyggst koma á gæðavottun á jöfn laun 24. október 2005 03:30 Ari Edwald Árni Magnússon félagsmálaráðherra hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna. Hann segist ekki vita til þess að þessari aðferð sé beitt í nokkru öðru landi en telur að hún geti á jákvæðan hátt stuðlað að því að atvinnurekendur sjái sér beinan hag í því að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í rekstri fyrirtækja sinna. Til þess að vottun náist verða fyrirtæki að opna launabókhald fyrir matsmenn. Standist fyrirtækið matið fær það vottun sem fylgir tiltekið merki sem því er heimilt að nota í tengslum við ímynd sína og í markaðssetningu. "Ég sé fyrir mér að það verði eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki sem vilja skara fram úr að hljóta slíka vottun þar sem það mun auðvelda þeim að ná til sín hæfasta fólkinu og standa sterkar á markaði," segir Árni. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gat ekki sagt um hvort atvinnurekendur muni telja það til gagns að setja upp gæðavottun varðandi þessi mikilvægu málefni. "En það er alveg ljóst að atvinnurekendur hafa skoðað það, og mörg fyrirtæki telja sig hafa hag af því að uppfylla kröfur ýmiss konar vottunarmerkja," segir Ari og bendir á að samtökin leggi á það áherslu að fyrirtæki hafi hag af því að launa á grundvelli frammistöðu og framlags, og að mismunun feli í sér sóun. "Það má vel vera að ganga megi lengra í að beita aðferðum gæðastjórnunar á þessu sviði," segir Ari sem telur að það ætti ekki að vera fyrirstaða að atvinnurekendur þurfi að opna launabókhald sitt. Mörg fyrirtæki taki þátt í kjararannsóknum þar sem þau þurfi nú þegar að láta af hendi upplýsingar úr sínu bókhaldi. Árni Magnússon segist jafnframt telja að færa eigi jafnréttismál frá félagsmálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og aðeins þannig megi tryggja að málaflokkurinn fái nægilega athygli. "Ástæðan fyrir því að jafnréttismál heyra undir félagsmálaráðuneytið er einna helst sú að umræðan hefur til þessa mikið til verið tengd vinnumarkaðnum. Með því að færa jafnréttismál yfir í forsætisráðuneytið yrði umræðan víkkuð út og það staðfest að jafnréttismál tengjast nánast öllum málaflokkum og ráðuneytum. Ég er sannfærður um að það yrði málaflokknum til framdráttar ef hann yrði vistaður í forsætisráðuneytinu. Jafnréttismál eru mannréttindamál og því er eðlilegra að þau heyri undir forsætisráðuneytið," segir Árni. Hann segist munu beita sér fyrir því að þessi breyting verði gerð og hyggst leggja það til í tengslum við endurskipulagningu ráðuneytanna sem framundan er. "Jafnréttismál þurfa aukna daglega athygli. Jafnrétti er eitthvað sem alltaf þarf að hafa í huga, ekki bara þegar vindarnir blása þannig," segir Árni. Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra hyggst koma á gæðavottun um jöfn laun í því skyni að hvetja atvinnurekendur til að útrýma launamun kynjanna. Hann segist ekki vita til þess að þessari aðferð sé beitt í nokkru öðru landi en telur að hún geti á jákvæðan hátt stuðlað að því að atvinnurekendur sjái sér beinan hag í því að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í rekstri fyrirtækja sinna. Til þess að vottun náist verða fyrirtæki að opna launabókhald fyrir matsmenn. Standist fyrirtækið matið fær það vottun sem fylgir tiltekið merki sem því er heimilt að nota í tengslum við ímynd sína og í markaðssetningu. "Ég sé fyrir mér að það verði eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki sem vilja skara fram úr að hljóta slíka vottun þar sem það mun auðvelda þeim að ná til sín hæfasta fólkinu og standa sterkar á markaði," segir Árni. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gat ekki sagt um hvort atvinnurekendur muni telja það til gagns að setja upp gæðavottun varðandi þessi mikilvægu málefni. "En það er alveg ljóst að atvinnurekendur hafa skoðað það, og mörg fyrirtæki telja sig hafa hag af því að uppfylla kröfur ýmiss konar vottunarmerkja," segir Ari og bendir á að samtökin leggi á það áherslu að fyrirtæki hafi hag af því að launa á grundvelli frammistöðu og framlags, og að mismunun feli í sér sóun. "Það má vel vera að ganga megi lengra í að beita aðferðum gæðastjórnunar á þessu sviði," segir Ari sem telur að það ætti ekki að vera fyrirstaða að atvinnurekendur þurfi að opna launabókhald sitt. Mörg fyrirtæki taki þátt í kjararannsóknum þar sem þau þurfi nú þegar að láta af hendi upplýsingar úr sínu bókhaldi. Árni Magnússon segist jafnframt telja að færa eigi jafnréttismál frá félagsmálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og aðeins þannig megi tryggja að málaflokkurinn fái nægilega athygli. "Ástæðan fyrir því að jafnréttismál heyra undir félagsmálaráðuneytið er einna helst sú að umræðan hefur til þessa mikið til verið tengd vinnumarkaðnum. Með því að færa jafnréttismál yfir í forsætisráðuneytið yrði umræðan víkkuð út og það staðfest að jafnréttismál tengjast nánast öllum málaflokkum og ráðuneytum. Ég er sannfærður um að það yrði málaflokknum til framdráttar ef hann yrði vistaður í forsætisráðuneytinu. Jafnréttismál eru mannréttindamál og því er eðlilegra að þau heyri undir forsætisráðuneytið," segir Árni. Hann segist munu beita sér fyrir því að þessi breyting verði gerð og hyggst leggja það til í tengslum við endurskipulagningu ráðuneytanna sem framundan er. "Jafnréttismál þurfa aukna daglega athygli. Jafnrétti er eitthvað sem alltaf þarf að hafa í huga, ekki bara þegar vindarnir blása þannig," segir Árni.
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira