Innlent

Velta dagvöruverslunar eykst

Samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar var velta í dagvöruverslun 10,2% meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2004, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sala á áfengi í júlí jókst um 6,9% á milli ára og velta lyfjaverslana um 1,8%. Yfir sama tímabil hefur verð dagvöru lækkað um 5,1% á meðan verð á áfengi hefur staðið í stað. Verðhækkanir í lyfjasmásölu síðustu 12 mánuði nema 1,1%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×