Innlent

Flug með eðlilegum hætti á morgun

Loka þurfti stórum hluta innritunarsals Leifsstöðvar í morgun, í kjölfar vatnsleka í byggingunni. Vatnsrör sprakk á þriðju hæð flugstöðvarinnar og láku á milli 10 og 15 tonn af vatni á milli hæða og niður á jarðhæð. Vegna þessa sló tölvukerfinu á innritunarborðunum út og þurfti að flytja innritunina yfir í norðurhluta byggingarinnar. Í fréttatilkynningu frá flugstöðinni segir að allar tilfærslur hafi gengið vel fyrir sig, engar tafir orðið á flugi og að búið sé að laga lekann og hreinsa allt vatn úr byggingunni. Því verði allt flug með eðlilegum hætti í fyrramálið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×