Erlent

Sprenging í Ósló

Sautján ára gamall piltur af sýrlenskum uppruna beið bana þegar sprengja sem hann hafði búið til sprakk í höndunum á honum á heimili hans í Ósló. Nítján ára bróðir hans slasaðist alvarlega. Ekki er talið að bræðurnir hafi haft hryðjuverk í hyggju heldur sagði Óslóarlögreglan á blaðamannafundi í gær að þeir hefðu ásamt félaga sínum áformað að sprengja upp farmiðasjálfsala víðs vegar um borgina og græða þannig fé. Þremenningarnir höfðu oft komið við sögu lögreglunnar vegna ýmissa smáglæpa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×