Erlent

IKEA sakað um mútuþægni

IKEA í Þýskalandi sætir nú lögreglurannsókn eftir að upp komst að forsvarsmenn fyrirtækisins tóku við tugmilljóna króna mútum frá byggingaverktökum. Þýsk lögregluyfirvöld hafa undanfarna daga og vikur gert fjölda húsleita í fyrirtækinu, meðal annars í höfuðstöðvum þess í Wallau, svo og í Bremen, Hamborg og Düsseldorf. "Við erum mjög hneyksluð. Heiðarleiki samstarfsaðila okkar er einn af hornsteinunum í stefnu okkar og framferðið sem þeim er gefið að sök er algerlega óásættanlegt," sagði Eva Stål, upplýsingafulltrúi í höfuðstöðvum IKEA í Svíþjóð í samtali við dagblaðið Dagens Industri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×