Fleiri fréttir Donald Rumsfield gaf leyfi Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf leyfi til að brjóta niður fanga á niðurlægjandi hátt í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu, neituðu þeir að tala. Þetta segir blaðið Washington Post í dag. 14.7.2005 00:01 Kjalvegur tilbúinn 2007-2008 Stofnfundur að félagi um uppbyggingu Kjalvegar verður haldinn í haust og hefst þá undirbúningur að framkvæmdum. Vonir standa til að vegurinn verði tilbúinn eftir tvö til þrjú ár. 14.7.2005 00:01 Samdráttur í fiskafla Fiskaflinn í júnímánuði var tæpum 30 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 14.7.2005 00:01 KEA stofnar tvö félög KEA stofnar tvö félög utan um starfsemi félaga í eigu KEA, Hilding og Framtakssjóðinn. 14.7.2005 00:01 Nýtt leiðakerfi strætó Sameiginlegu og samræmdu leiðarkerfi almenningsvagna fyrir allt höfuðborgarsvæðið verður komið á laugardaginn 23. júlí. Þessar breytingar voru kynntar á fundi Strætó BS í morgun 14.7.2005 00:01 Fækkun banaslysa á Reykjanesbraut Ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut síðustu fjórtán mánuði. Á jafnmörgum mánuðum þar á undan létust sjö einstaklingar í sjö slysum. Formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut þakkar fækkun slysa tvöfaldri braut. 14.7.2005 00:01 Cessna í vandræðum á Flúðum Eins hreyfils Cessnu flugvél hlekktist á við lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Annar vængendinn rakst í flugbrautina með þeim afleiðingum að hún endaði flugbrautar á brautarenda. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki. 14.7.2005 00:01 Fæðingar í heimahúsum Fæðingar í heimahúsum voru fjörtíu og fimm á síðasta ári, fjórum fæðingum fleiri en árinu áður. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna heimafæðinga á síðasta ári nam rúmlega 57 þúsund krónum að meðaltali á hverja fæðingu eða rúmum tveimur og hálfri milljón króna. 14.7.2005 00:01 Bastilludagurinn Þjóðhátíðardagur Frakka, Bastilludagurinn, er haldinn hátíðlegur í París í dag. Mikill öryggisviðbúnaður er þó vegna dagsins nú þegar vika er liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á London. 14.7.2005 00:01 Aflasamdráttur Afli íslenskra skipa dróst saman um rúm 25 þúsund tonn í júnímánuði ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Aflaverðmætið dróst einnig saman um 14,7 prósent á sama tímabili. Þegar litið er á botnfiskafla ýmissa tegunda þá dróst þorskaflinn saman um 2.400 tonn ef litið er á júní í ár samanborið við júní 2004. 14.7.2005 00:01 Stela dósum frá börnum Tveir óprúttnir náungar í Sandgerði hafa undanfarið rænt flöskum og dósum úr söfnunargámi íþróttafélagsins Reynis sem stendur fyrir utan félagsheimili þeirra í Sandgerði. Á vef Víkurfrétta kemur fram að sjónarvottar hafi séð tvo menn innan við tvítugt á hvítum bíl taka flöskur og dósir úr gámnum. Daginn eftir sást til mannanna selja dósirnar í Kefalvík. 14.7.2005 00:01 Ístak lægstbjóðandi í Færeyjum "Þarna er um tveggja ára verkefni að ræða ef við hljótum hnossið en það ætti að koma í ljós næstu daga," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístak. 14.7.2005 00:01 Dæmd fyrir fíkniefnabrot Karl og kona á þrítugsaldri voru í héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 18 mánaða og 6 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Karlmaðurinn skal sæta fangelsisvist í þrjá mánuði en fullnustu 15 mánaða verður látin niður falla haldi maðurinn skilorð. Konan var dæmd skilorðsbundið. 14.7.2005 00:01 Sölu hætt á Gerber barnagrautum Sölu og dreifingu á barnagrautum frá bandaríska framleiðandanum Gerber hefur verið hætt hér á landi og skýrir það hvers vegna sú vara fyrirfinnst ekki lengur í hillum verslana. 14.7.2005 00:01 Tveir mánuðir fyrir líkamsárás Maður á tvítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í júní í fyrra sparkað í hurð bifreiðar og rifið ökumanninn út, sparkað í hann og veitt honum þung högg. 14.7.2005 00:01 Atvinnuleysi á Suðurnesjum eykst Atvinnuleysi á Suðurnesjum jókst um 10% á milli mánaða, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á landsbyggðinni samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Alls voru 166 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í júní meðan 182 voru skráðir í þessum mánuði. Þar af voru 54 karlmenn atvinnulausir og 128 konur, en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. 14.7.2005 00:01 Skilar sér í hægari akstri Hert umferðareftirlit á þjóðvegum landsins skilar sér í hægari akstri að sögn lögreglu. 14.7.2005 00:01 Hver lítri margskattlagður "Það versta í þessu er að ríkið notar tækifærið til þess að raka til sín enn meiri fjármunum," segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hefur skorað á stjórnvöld að lækka álögur sínar á bifreiðaeldsneyti nú þegar heimsmarkaðsverð er í hámarki. 14.7.2005 00:01 Foreldrar fylgist með SAMAN samstarfshópur um forvarnir vill hvetja foreldra og forráðamenn til að kynna sér afþreyingar- og skemmtiefni sem börnum þeirra er boðið upp á. Í tilkynningu frá hópnum segir að það geti treyst böndin milli kynslóðanna og gefið tækifæri til umræðna um æskilega og óæskilega hegðun og þær reglur sem foreldrar vilja að börnin fylgi. 14.7.2005 00:01 Harry Potter bókar vel gætt Sjötta bókin um galdrastrákinn Harry Potter er komin til landsins og hefst sala á henni í þremur verslunum klukkan eina mínútu yfir tólf í kvöld. Bækurnar eru geymdar í lokuðum kössum og þess er vel gætt að efni þeirra leki ekki út. 14.7.2005 00:01 Merkel vill ekki Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata og kanslaraefni í komandi kosningum í Þýskalandi, sagði í gær að hún stefni að því að sneiða hjá því að mynda svokallaða "stóra samsteypu" með jafnaðarmönnum eftir kosningarnar. Að hennar sögn væri slíkt stjórnarsamstarf "merki um stöðnun". 14.7.2005 00:01 Þrjú þúsund á sumarhátíð Þrjú þúsund starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkur komu saman í Laugardalnum á sumarhátíð skólans sem haldin var í gær. "Það myndaðist ótrúlega góð karnívalstemning í góða veðrinu," segir Höskuldur Darri Ellertsson, upplýsingafulltrúi Vinnuskólans. 14.7.2005 00:01 Engar aðgerðir ræddar Ekki hefur verið rætt um að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðleika sem ferðaþjónusta sem byggir á bílaútgerð sér fram á í kjölfar verðhækkana á dísilolíu að sögn Bergþórs Ólasonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra. 14.7.2005 00:01 Ipod bjargar Apple Hagnaður Apple tölvufyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi nam um 20 milljörðum króna og er það fimm sinnum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Velgengni fyrirtækisins má að stærstum hluta rekja til Ipod spilarans en fyrirtækið seldi rúmlega 6 milljónir spilara á þriðja ársfjórðungi og nam salan um þriðjungi af heildarsölu fyrirtækisins. 14.7.2005 00:01 Fleiri fæða heima Heimafæðingum hefur fjölgað lítið eitt á síðustu árum. Heimafæðingar á síðasta ári voru 45 talsins og hefur fjölgað um fjórar síðan árið 2003 samkvæmt upplýsingum á vef Tryggingastofnunar ríkisins. 14.7.2005 00:01 Tvö umferðaróhöpp fyrir vestan Bíll fór út af veginum á Dynjandisheiði á fjórða tímanum í dag. Tveir voru í bílnum og eru þeir ómeiddir. Þá valt bíll í Dýrafirði klukkan hálfníu í morgun. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði en meiðsl hans eru talin minniháttar. 14.7.2005 00:01 Komu í veg fyrir árásir Íraskir hermenn komu í veg fyrir þrjár sjálfsmorðsárásir í Bagdad í dag þegar þeir skutu tvo menn til bana og særðu þriðja manninn þegar þeir nálguðust herstöðvar í borginni. Maðurinn sem særðist var fluttur á hersjúkrahús og verður hann yfirheyrður síðar í dag. 14.7.2005 00:01 Meintum dópsala sleppt Ekki var farið fram á frekara gæsluvarðhald yfir manni sem lögregla handtók um mánaðamótin síðustu, en við húsleit hjá honum fundust þrjú kíló af hassi og 400 grömm af amfetamíni, og var hann því látinn laus í gær. 14.7.2005 00:01 Spáð óbreyttri neysluvísitölu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs í ágúst haldist óbreytt frá fyrri mánuði ef ekki koma til enn frekari hækkanir á olíu- og bensínverði. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólga 3,45 prósent og verður þá tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmarkmiði Seðlabanka Íslands. 14.7.2005 00:01 Dæmd fyrir stórfelld fíkniefnabrot 32 ára maður var í gær dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot og fleiri brot. Þá var í sama dómi 26 ára gömul kona dæmd í hálfsársfangelsi. Dómarnir voru upp kveðnir í Héraðsdómi Reykjaness, en þeir eru skilorðsbundnir að hluta. 14.7.2005 00:01 Hlekktist á í lendingu á Flúðum Flugvöllurinn á Flúðum var lokaður fram eftir degi í gær eftir að konu hlekktist þar á í lendingu eins hreyfils Cessna flugvélar í gærmorgun. Vélin endaði utan vallar, en konuna, sem var ein á ferð, sakaði ekki. 14.7.2005 00:01 Reiddist eftir lokun apóteks Frestað var í tvö ár fullnustu tveggja mánaða fangelsisdóms sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær yfir 25 ára gömlum manni sem réðist á starfsmann apóteks. 14.7.2005 00:01 Lést af völdum byssuskots í höfuð Krufning leiddi í gær í ljós að Gísli Þorkelsson, sem myrtur var í Suður-Afríku fyrir rúmum fimm vikum síðan, lést af völdum byssuskots í höfuðið. Lík Gísla fannst 10. júlí falið í tunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sá í fætur þess. 14.7.2005 00:01 Kennsl borin á hryðjuverkamenn Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í sprengjuárásunum í London í síðustu viku var stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Hann var vel liðinn bæði meðal kennara og foreldra og lagði sig allan fram við að gera vel við börnin. Foreldrar eru efins um að lögreglan gruni rétta manninn en lögreglan segist hafa borið kennsl á alla hryðjuverkamennina. 14.7.2005 00:01 Brýtur blað í DNA rannsóknum Richard Kristinsson réttarerfðafræðingur við Denver háskóla í Bandaríkjunum hefur uppgötvað nýja aðferð við rannsókn erfðaefna sem sparar bæði tíma og peninga. Bandarísk stjórnvöld hafa styrkt Richard og leiðbeinanda hans um tæpar 30 milljónir króna. Hann hyggst opna rannsóknarstofu á Íslandi eftir tvö ár. </font /></b /> 14.7.2005 00:01 Leiðtogaslagur á báðum vígstöðvum Það stefnir í leiðtogaslag í R-listanum ef hann hangir saman fram að næstu kosningum. Bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein segjast vilja borgarstjórastólinn. 14.7.2005 00:01 Tuttugu og fimm milljónir á dag Aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið að landi í Reykjavíkurhöfn eins og í gær en þá komu rétt tæp fjögur þúsund farþegar með skemmtiferðarskipunum Sea Princess og Aurora. Ekki eru þá meðtaldar áhafnir skipanna sem flestar ganga úr sér sjóriðuna á íslenskri grundu en um níuhundruð manns eru í áhöfn hvors skips. 14.7.2005 00:01 Risabor snúið við Grípa varð til þess neyðarúrræðis við gangagerð á Kárahnjúkum að snúa einum risaboranna við, þegar hann átti aðeins eftir um kílómetra að Hálslóni. Borinn lenti á óþéttu bergi og vatn tók að streyma inn. 14.7.2005 00:01 Skyndibitastaður og kavíarbar Sea Princess er annað þeirra listiskipa sem lágu fyrir utan Reykjavíkurhöfn í gær og munu Akureyringar njóta nærveru þess í dag. Þessi tignarlega sjón vakti forvitni fjölmargra borgarbúa um þetta tignarlega ferlíki.</font /> 14.7.2005 00:01 Emily gerir óskunda Fellibylurinn Emily gekk á land á eynni Grenada í Karabíska hafinu í gær og olli talsverðu tjóni. 14.7.2005 00:01 Sjóferðamaður svarar David Griffiths er ferðamaður á skemmtiferðarskipinu Aurora. Hann nýtti tækifærið meðan skipið var við höfn til að bregða sér í Bláa lónið. 14.7.2005 00:01 Þögn sló yfir Lundúnir Vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og var þess víða minnst með tveggja mínútna langri þögn í gær. Búið er að bera kennsl á alla tilræðismennina fjóra. 14.7.2005 00:01 Stuðningur við hryðjuverk dvínar Stuðningur við Osama bin Laden og árásir gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra í Írak fer mjög dvínandi í múslimaríkjum heimsins, sérstaklega þeim sem hafa sjálf orðið fyrir árásum hryðjuverkamanna. 14.7.2005 00:01 Kerfisbundnar misþyrmingar Ný rannsókn á vegum Bandaríkjahers leiðir í ljós að hinar illræmdu yfirheyrsluaðferðir sem notaðar voru í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru ekki einangrað tilfelli. 14.7.2005 00:01 Umkringdu barnaskóla Stigamenn stráfelldu 76 manns í þorpi í norðurhluta Keníu í fyrradag. Talið er að ættbálkaerjur séu orsök ódæðanna. 14.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Donald Rumsfield gaf leyfi Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gaf leyfi til að brjóta niður fanga á niðurlægjandi hátt í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu, neituðu þeir að tala. Þetta segir blaðið Washington Post í dag. 14.7.2005 00:01
Kjalvegur tilbúinn 2007-2008 Stofnfundur að félagi um uppbyggingu Kjalvegar verður haldinn í haust og hefst þá undirbúningur að framkvæmdum. Vonir standa til að vegurinn verði tilbúinn eftir tvö til þrjú ár. 14.7.2005 00:01
Samdráttur í fiskafla Fiskaflinn í júnímánuði var tæpum 30 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 14.7.2005 00:01
KEA stofnar tvö félög KEA stofnar tvö félög utan um starfsemi félaga í eigu KEA, Hilding og Framtakssjóðinn. 14.7.2005 00:01
Nýtt leiðakerfi strætó Sameiginlegu og samræmdu leiðarkerfi almenningsvagna fyrir allt höfuðborgarsvæðið verður komið á laugardaginn 23. júlí. Þessar breytingar voru kynntar á fundi Strætó BS í morgun 14.7.2005 00:01
Fækkun banaslysa á Reykjanesbraut Ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut síðustu fjórtán mánuði. Á jafnmörgum mánuðum þar á undan létust sjö einstaklingar í sjö slysum. Formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut þakkar fækkun slysa tvöfaldri braut. 14.7.2005 00:01
Cessna í vandræðum á Flúðum Eins hreyfils Cessnu flugvél hlekktist á við lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Annar vængendinn rakst í flugbrautina með þeim afleiðingum að hún endaði flugbrautar á brautarenda. Flugmaðurinn var einn um borð og sakaði hann ekki. 14.7.2005 00:01
Fæðingar í heimahúsum Fæðingar í heimahúsum voru fjörtíu og fimm á síðasta ári, fjórum fæðingum fleiri en árinu áður. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna heimafæðinga á síðasta ári nam rúmlega 57 þúsund krónum að meðaltali á hverja fæðingu eða rúmum tveimur og hálfri milljón króna. 14.7.2005 00:01
Bastilludagurinn Þjóðhátíðardagur Frakka, Bastilludagurinn, er haldinn hátíðlegur í París í dag. Mikill öryggisviðbúnaður er þó vegna dagsins nú þegar vika er liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á London. 14.7.2005 00:01
Aflasamdráttur Afli íslenskra skipa dróst saman um rúm 25 þúsund tonn í júnímánuði ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Aflaverðmætið dróst einnig saman um 14,7 prósent á sama tímabili. Þegar litið er á botnfiskafla ýmissa tegunda þá dróst þorskaflinn saman um 2.400 tonn ef litið er á júní í ár samanborið við júní 2004. 14.7.2005 00:01
Stela dósum frá börnum Tveir óprúttnir náungar í Sandgerði hafa undanfarið rænt flöskum og dósum úr söfnunargámi íþróttafélagsins Reynis sem stendur fyrir utan félagsheimili þeirra í Sandgerði. Á vef Víkurfrétta kemur fram að sjónarvottar hafi séð tvo menn innan við tvítugt á hvítum bíl taka flöskur og dósir úr gámnum. Daginn eftir sást til mannanna selja dósirnar í Kefalvík. 14.7.2005 00:01
Ístak lægstbjóðandi í Færeyjum "Þarna er um tveggja ára verkefni að ræða ef við hljótum hnossið en það ætti að koma í ljós næstu daga," segir Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístak. 14.7.2005 00:01
Dæmd fyrir fíkniefnabrot Karl og kona á þrítugsaldri voru í héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 18 mánaða og 6 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Karlmaðurinn skal sæta fangelsisvist í þrjá mánuði en fullnustu 15 mánaða verður látin niður falla haldi maðurinn skilorð. Konan var dæmd skilorðsbundið. 14.7.2005 00:01
Sölu hætt á Gerber barnagrautum Sölu og dreifingu á barnagrautum frá bandaríska framleiðandanum Gerber hefur verið hætt hér á landi og skýrir það hvers vegna sú vara fyrirfinnst ekki lengur í hillum verslana. 14.7.2005 00:01
Tveir mánuðir fyrir líkamsárás Maður á tvítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í júní í fyrra sparkað í hurð bifreiðar og rifið ökumanninn út, sparkað í hann og veitt honum þung högg. 14.7.2005 00:01
Atvinnuleysi á Suðurnesjum eykst Atvinnuleysi á Suðurnesjum jókst um 10% á milli mánaða, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á landsbyggðinni samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Alls voru 166 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í júní meðan 182 voru skráðir í þessum mánuði. Þar af voru 54 karlmenn atvinnulausir og 128 konur, en frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. 14.7.2005 00:01
Skilar sér í hægari akstri Hert umferðareftirlit á þjóðvegum landsins skilar sér í hægari akstri að sögn lögreglu. 14.7.2005 00:01
Hver lítri margskattlagður "Það versta í þessu er að ríkið notar tækifærið til þess að raka til sín enn meiri fjármunum," segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hefur skorað á stjórnvöld að lækka álögur sínar á bifreiðaeldsneyti nú þegar heimsmarkaðsverð er í hámarki. 14.7.2005 00:01
Foreldrar fylgist með SAMAN samstarfshópur um forvarnir vill hvetja foreldra og forráðamenn til að kynna sér afþreyingar- og skemmtiefni sem börnum þeirra er boðið upp á. Í tilkynningu frá hópnum segir að það geti treyst böndin milli kynslóðanna og gefið tækifæri til umræðna um æskilega og óæskilega hegðun og þær reglur sem foreldrar vilja að börnin fylgi. 14.7.2005 00:01
Harry Potter bókar vel gætt Sjötta bókin um galdrastrákinn Harry Potter er komin til landsins og hefst sala á henni í þremur verslunum klukkan eina mínútu yfir tólf í kvöld. Bækurnar eru geymdar í lokuðum kössum og þess er vel gætt að efni þeirra leki ekki út. 14.7.2005 00:01
Merkel vill ekki Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata og kanslaraefni í komandi kosningum í Þýskalandi, sagði í gær að hún stefni að því að sneiða hjá því að mynda svokallaða "stóra samsteypu" með jafnaðarmönnum eftir kosningarnar. Að hennar sögn væri slíkt stjórnarsamstarf "merki um stöðnun". 14.7.2005 00:01
Þrjú þúsund á sumarhátíð Þrjú þúsund starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkur komu saman í Laugardalnum á sumarhátíð skólans sem haldin var í gær. "Það myndaðist ótrúlega góð karnívalstemning í góða veðrinu," segir Höskuldur Darri Ellertsson, upplýsingafulltrúi Vinnuskólans. 14.7.2005 00:01
Engar aðgerðir ræddar Ekki hefur verið rætt um að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðleika sem ferðaþjónusta sem byggir á bílaútgerð sér fram á í kjölfar verðhækkana á dísilolíu að sögn Bergþórs Ólasonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra. 14.7.2005 00:01
Ipod bjargar Apple Hagnaður Apple tölvufyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi nam um 20 milljörðum króna og er það fimm sinnum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Velgengni fyrirtækisins má að stærstum hluta rekja til Ipod spilarans en fyrirtækið seldi rúmlega 6 milljónir spilara á þriðja ársfjórðungi og nam salan um þriðjungi af heildarsölu fyrirtækisins. 14.7.2005 00:01
Fleiri fæða heima Heimafæðingum hefur fjölgað lítið eitt á síðustu árum. Heimafæðingar á síðasta ári voru 45 talsins og hefur fjölgað um fjórar síðan árið 2003 samkvæmt upplýsingum á vef Tryggingastofnunar ríkisins. 14.7.2005 00:01
Tvö umferðaróhöpp fyrir vestan Bíll fór út af veginum á Dynjandisheiði á fjórða tímanum í dag. Tveir voru í bílnum og eru þeir ómeiddir. Þá valt bíll í Dýrafirði klukkan hálfníu í morgun. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði en meiðsl hans eru talin minniháttar. 14.7.2005 00:01
Komu í veg fyrir árásir Íraskir hermenn komu í veg fyrir þrjár sjálfsmorðsárásir í Bagdad í dag þegar þeir skutu tvo menn til bana og særðu þriðja manninn þegar þeir nálguðust herstöðvar í borginni. Maðurinn sem særðist var fluttur á hersjúkrahús og verður hann yfirheyrður síðar í dag. 14.7.2005 00:01
Meintum dópsala sleppt Ekki var farið fram á frekara gæsluvarðhald yfir manni sem lögregla handtók um mánaðamótin síðustu, en við húsleit hjá honum fundust þrjú kíló af hassi og 400 grömm af amfetamíni, og var hann því látinn laus í gær. 14.7.2005 00:01
Spáð óbreyttri neysluvísitölu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs í ágúst haldist óbreytt frá fyrri mánuði ef ekki koma til enn frekari hækkanir á olíu- og bensínverði. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólga 3,45 prósent og verður þá tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmarkmiði Seðlabanka Íslands. 14.7.2005 00:01
Dæmd fyrir stórfelld fíkniefnabrot 32 ára maður var í gær dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot og fleiri brot. Þá var í sama dómi 26 ára gömul kona dæmd í hálfsársfangelsi. Dómarnir voru upp kveðnir í Héraðsdómi Reykjaness, en þeir eru skilorðsbundnir að hluta. 14.7.2005 00:01
Hlekktist á í lendingu á Flúðum Flugvöllurinn á Flúðum var lokaður fram eftir degi í gær eftir að konu hlekktist þar á í lendingu eins hreyfils Cessna flugvélar í gærmorgun. Vélin endaði utan vallar, en konuna, sem var ein á ferð, sakaði ekki. 14.7.2005 00:01
Reiddist eftir lokun apóteks Frestað var í tvö ár fullnustu tveggja mánaða fangelsisdóms sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær yfir 25 ára gömlum manni sem réðist á starfsmann apóteks. 14.7.2005 00:01
Lést af völdum byssuskots í höfuð Krufning leiddi í gær í ljós að Gísli Þorkelsson, sem myrtur var í Suður-Afríku fyrir rúmum fimm vikum síðan, lést af völdum byssuskots í höfuðið. Lík Gísla fannst 10. júlí falið í tunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sá í fætur þess. 14.7.2005 00:01
Kennsl borin á hryðjuverkamenn Einn mannanna sem grunaðir eru um að hafa átt þátt í sprengjuárásunum í London í síðustu viku var stuðningsfulltrúi í grunnskóla. Hann var vel liðinn bæði meðal kennara og foreldra og lagði sig allan fram við að gera vel við börnin. Foreldrar eru efins um að lögreglan gruni rétta manninn en lögreglan segist hafa borið kennsl á alla hryðjuverkamennina. 14.7.2005 00:01
Brýtur blað í DNA rannsóknum Richard Kristinsson réttarerfðafræðingur við Denver háskóla í Bandaríkjunum hefur uppgötvað nýja aðferð við rannsókn erfðaefna sem sparar bæði tíma og peninga. Bandarísk stjórnvöld hafa styrkt Richard og leiðbeinanda hans um tæpar 30 milljónir króna. Hann hyggst opna rannsóknarstofu á Íslandi eftir tvö ár. </font /></b /> 14.7.2005 00:01
Leiðtogaslagur á báðum vígstöðvum Það stefnir í leiðtogaslag í R-listanum ef hann hangir saman fram að næstu kosningum. Bæði Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein segjast vilja borgarstjórastólinn. 14.7.2005 00:01
Tuttugu og fimm milljónir á dag Aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið að landi í Reykjavíkurhöfn eins og í gær en þá komu rétt tæp fjögur þúsund farþegar með skemmtiferðarskipunum Sea Princess og Aurora. Ekki eru þá meðtaldar áhafnir skipanna sem flestar ganga úr sér sjóriðuna á íslenskri grundu en um níuhundruð manns eru í áhöfn hvors skips. 14.7.2005 00:01
Risabor snúið við Grípa varð til þess neyðarúrræðis við gangagerð á Kárahnjúkum að snúa einum risaboranna við, þegar hann átti aðeins eftir um kílómetra að Hálslóni. Borinn lenti á óþéttu bergi og vatn tók að streyma inn. 14.7.2005 00:01
Skyndibitastaður og kavíarbar Sea Princess er annað þeirra listiskipa sem lágu fyrir utan Reykjavíkurhöfn í gær og munu Akureyringar njóta nærveru þess í dag. Þessi tignarlega sjón vakti forvitni fjölmargra borgarbúa um þetta tignarlega ferlíki.</font /> 14.7.2005 00:01
Emily gerir óskunda Fellibylurinn Emily gekk á land á eynni Grenada í Karabíska hafinu í gær og olli talsverðu tjóni. 14.7.2005 00:01
Sjóferðamaður svarar David Griffiths er ferðamaður á skemmtiferðarskipinu Aurora. Hann nýtti tækifærið meðan skipið var við höfn til að bregða sér í Bláa lónið. 14.7.2005 00:01
Þögn sló yfir Lundúnir Vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og var þess víða minnst með tveggja mínútna langri þögn í gær. Búið er að bera kennsl á alla tilræðismennina fjóra. 14.7.2005 00:01
Stuðningur við hryðjuverk dvínar Stuðningur við Osama bin Laden og árásir gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra í Írak fer mjög dvínandi í múslimaríkjum heimsins, sérstaklega þeim sem hafa sjálf orðið fyrir árásum hryðjuverkamanna. 14.7.2005 00:01
Kerfisbundnar misþyrmingar Ný rannsókn á vegum Bandaríkjahers leiðir í ljós að hinar illræmdu yfirheyrsluaðferðir sem notaðar voru í Abu Ghraib-fangelsinu í Írak voru ekki einangrað tilfelli. 14.7.2005 00:01
Umkringdu barnaskóla Stigamenn stráfelldu 76 manns í þorpi í norðurhluta Keníu í fyrradag. Talið er að ættbálkaerjur séu orsök ódæðanna. 14.7.2005 00:01