Innlent

Flutningabíll fór út af í Kömbunum

Bílstjóri flutningabíls slasaðist nokkuð þegar bíllinn fór út af veginum í Kömbunum síðdegis. Talið er að bilun hafi valdið óhappinu. Bíllinn fór út af ofarlega í Kömbunum, rann um 150 metra niður mosabala, þaðan hann fór yfir Suðurlandsveginn og að lokum um 100 metra niður hlíð þar sem hann að lokum stöðvaðist. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þyki mikil mildi að flutningabíllinn hafi ekki lent á annarri bifreið þegar hann fór yfir Suðurlandsveginn því hann var á talsverðri ferð. Bílstjórinn var fluttur á slysadeild í Reykjavík en talið er að hann hafi beinbrotnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×