Erlent

Tugir fórust í Bagdad

Rúmlega 30 manns, hið minnsta, létu lífið í sprengjuárásum í Írak sem stóðu frá morgni til kvölds í gær. 111 til viðbótar særðust. Flestir létust í sjálfsmorðsárásum og öðrum sprengjuárásum í Bagdad, 29 að því er staðfest hefur verið. Þeirra á meðal eru sjö bandarískir hermenn, sex lögreglumenn og þrír íraskir öryggisverðir auk íraskra hermanna og óbreyttra borgara. Tveir bandarískir hermenn létust í sprengingu nærri jórdönsku landamærunum. Sheik Ahmed Abdul Ghafour al-Samarrai, áhrifamikill klerkur súnnímúslima, fordæmdi árásirnar í ræðu sem hann hélt við messu í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×