Fleiri fréttir Litla stúlkan eftirsótt Fjöldi fólks í Kenýa hefur lýst yfir áhuga á að ættleiða kornunga stúlku sem skilin var eftir í skógi í útjaðri Naíróbí fyrir skemmstu. Stúlkan hafði verið í plastpoka í skóginum í tvo daga þegar flækingshundur kom að og bjargaði henni á ótrúlegan hátt. 11.5.2005 00:01 Engin gosvirkni á skjálftasvæðinu Engin gosvirkni virðist vera á skjálftasvæðinu suður af landinu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Skjálftahrinan hóst um miðjan dag í gær en frá miðnætti hafa mælst hátt í hundrað skjálftar. 11.5.2005 00:01 Tillögur Gunnars felldar Breytingartillögur Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, við samgönguáætlun samgönguráðherra á árunum 2005 til 2008 voru felldar á Alþingi skömmu fyrir hádegi. Þar er nú verið að ræða samgönguáætlunina. 11.5.2005 00:01 Mikið blóðbað í morgun Minnst sjötíu og einn er látinn eftir röð sjálfsmorðsárása í þremur borgum í Írak í morgun. Ekkert lát er á sprengjuárásum og mannránum í Írak þrátt fyrir að ný lýðræðislega kjörin ríkisstjórn, skipuð heimamönnum, hafi nú tekið til starfa. 11.5.2005 00:01 Atkvæði greidd í dag Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag. 11.5.2005 00:01 Maðurinn fundinn Subaru Legacy bíll, sem lögreglan í Reykjavík auglýsti eftir í gær, er fundinn og ökumaðurinn einnig, heill á húfi. Maðurinn hafði farið að heiman frá sér og var óttast um hann. 11.5.2005 00:01 ESB herðir vinnulöggjöf sína Evrópusambandið hefur ákveðið að herða vinnutímalöggjöf sína þannig að erfiðara verður að fá undanþágu frá þeirri meginreglu að fólk eigi að meðaltali ekki að vinna meira en 48 klukkustundir á viku. 11.5.2005 00:01 Selma farin til Kænugarðs Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið <strong><em>If I had your love</em></strong>. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel. 11.5.2005 00:01 Krafa á ríkið vegna þjóðlendumála Fjöldi hreppa á Suðurlandi krefur ríkið um milljónir króna í kostnað vegna þjóðlendumála. Þrátt fyrir að þeir hafi sýnt fram á tiltekinn kostnað vegna lögfræðiaðstoðar úrskurðaði óbyggðanefnd að sá kostnaður væri mun lægri. 11.5.2005 00:01 12 milljónir búa við þrælahald Ríflega tólf milljónir manna búa við þrælahald víða um veröld, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Af þessum tólf milljónum eru 2,4 milljónir manna sem hafa beinlínis verið seldar í þrældóm á milli landa. 11.5.2005 00:01 Yfir 100 manns með salmonellu Í fyrra greindust rúmlega hundrað Íslendingar með salmonellusýkingu. Flest tilfellin voru af erlendum uppruna. 11.5.2005 00:01 Hjartalyf ÍE vekur athygli Grein um áhrif nýs hjartalyfs Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtist í tímariti bandarísku læknasamtakanna, hefur vakið mikla athygli. Meðal annars hefur verið fjallað um lyfið í <em>New York Times</em> og hjá Reuters-fréttastofunni. 11.5.2005 00:01 Styðja slökkviliðsmennina Á ársfundi Landssambands slökkviliðsmanna sem haldinn var fyrir skemmstu var samþykkt ályktun til stuðnings slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli. 11.5.2005 00:01 Endurkröfurnar nema 48 milljónum Endurkröfur frá tryggingafélögunum á tjónvalda námu á síðasta ári 48 milljónum króna. Tryggingafélögin eiga í mörgum tilfellum endurkröfurétt á tjónvalda ef sannað þykir að slys eða óhapp verði vegna gáleysis eða ásetnings. 11.5.2005 00:01 Mótmæli við Alþingishúsið Ungir jafnaðarmenn og ungliðahreyfingar úr öllum flokkum hafa boðað til mótmæla við Alþingishúsið klukkan 17.45 í dag. Ástæðan er ákvörðun forseta þingsins að hleypa ekki í gegnum þingið frumvarpi um afnám fyrningarfrests í kynferðisafbrotum gegn börnum. 11.5.2005 00:01 14 skip fá að veiða í lögsögunni Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 14 skip frá löndum Evrópusambandsins til að veiða í íslenskri lögsögu. Níu skipanna koma frá Þýskalandi og fimm frá Bretlandi. Veiðar skipanna hefjast 1. júlí en einungis fimm skip mega stunda veiðarnar á sama tíma innan lögsögunnar. 11.5.2005 00:01 Franskir skurðlæknar til Bretlands 350 franskir skurðlæknar hafa tekið upp á því að fara til Bretlands að mótmæla slæmum kjörum sínum í heimalandinu. Ástæðan ku vera táknræn því margir þeirra hafa fengið tilboð um betra kaup og kjör í Bretlandi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir skurðlæknum. 11.5.2005 00:01 Gasbyssubóndi ber af sér sakir Flateyjarbóndinn Hafsteinn Guðmundsson, sem átti gasbyssu sem fannst við meint arnarhreiður í Borgarhólma í Hergilseyjarlöndum nú í apríl, heldur því fram að ernir hafi aldrei orpið í Borgarhólma og að gasbyssuhvellirnir hafi einungis verið til þess að fæla geldfugla frá æðarvarpi í hólmanum. 11.5.2005 00:01 42 milljónir takk Bílasalan Sparibíll býður nú til sölu bíl af gerðinni Rolls Royce Phantom árgerð 2005. Bíllinn sem um ræðir er í Bandaríkjunum og kostar hingað kominn litlar 42 milljónir. 11.5.2005 00:01 Lög um óhefðbundnar lækningar Nýlega voru samþykkt lög á Alþingi um starfsemi græðara í framhaldi af umræðu um stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi. Margir hafa hingað til litið á óhefðbundnar lækningar sem kerlingabækur en nú hefur þessi geiri skýra lagalega stöðu. 11.5.2005 00:01 Hvíta húsið rýmt Verið er að rýma Hvíta húsið og bandarískar orrustuþotur fljúga yfir húsinu þessa stundina. Ekki hafa verið gefnar nánari upplýsingar um aðgerðina en Reuters-fréttastofan segir að ein farþegaþota sé í 1-2 mínútna fjarlægð frá borginni þessa stundina. 11.5.2005 00:01 Námsgagnastofnun í þróunarsamvinnu Tveir starfsmenn á vegum UNESCO vinna nú baki brotnu á skrifstofu Námsgagnastofnunnar við að þýða 15 kennsluforrit yfir á ýmis tungumál til notkunnar fyrir börn í Afríku. 11.5.2005 00:01 Sjúkratryggingakortin rjúka út Rúmlega sex þúsund evrópsk sjúkratryggingakort hafa verið gefin út hjá Tryggingastofnun fyrstu vikuna eftir að útgáfa þeirra hófst. Um 85 prósent fólks sækja um gegnum heimasíðuna. 11.5.2005 00:01 Fyrsta lyfið byggt á erfðarannsókn Þriðja og síðasta stig rannsóknar á nýju hjartalyfi, sem byggt er á grunni erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar verður sett af stað á þessu ári, ef fram heldur sem nú horfir. Þetta er fyrsta lyfið í heiminum sem byggt er á erfðarannsókn á algengum sjúkdómi. </font /></b /> 11.5.2005 00:01 Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar Torfæruhjólamenn eru sagðir hafa unnið mikil skemmdarverk á landi á Reykjanesi með akstri utan vega. Í nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins er kveðið á um að brot af þessu tagi varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. </font /></b /> 11.5.2005 00:01 Hættuástandi aflýst í Washington Búið er að aflýsa hættuástandi við Hvíta húsið í Washington en það var rýmt um fjögurleytið að íslenskum tíma vegna ótta við hugsanlega hryðjuverkaárás. Að sögn Reuters-fréttastofunnar sást flugvél fljúga óvenjulega nærri húsinu og var ekki vitað hverrar tegundar hún var eða á hvaða vegum. Síðar kom í ljós að um var að ræða litla Cessna-vél. 11.5.2005 00:01 Í mál við ríkið vegna eignaupptöku Lögmaður hóps manna sem eiga og reka fasteignasölur undirbýr nú málshöfðun á hendur ríkinu. Þeir telja að í nýjum lögum um fasteigasölur felist brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarrétt og atvinnufrelsi. 11.5.2005 00:01 Tveir létust í kranaslysi Tveir menn fórust hörmulegu í vinnuslysi í Drammen í Noregi í gær. 11.5.2005 00:01 7-9 milljarða kostnaður Áætlað er að það kosti sjö til níu milljarða króna að breyta 950 fjölbýlum aldraðra í einbýli. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem lagt var fram á Alþingi í dag. 11.5.2005 00:01 Vonir við fjárlagagerð Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, segir að það komi sér ekki á óvart að tæplega 1.600 ellilífeyrisþegar fái engar greiðslur úr lífeyrissjóði. Það hafi verið vitað fyrir löngu síðan. 11.5.2005 00:01 Óánægja með ávaxtareglur Íslendingar sem starfa hjá Impregilo á Kárahnjúkum eru óánægðir með að aðeins megi taka með sér tvo ávexti úr mötuneyti. 11.5.2005 00:01 Íslandsmeistari í kassaklifri Íslandsmeistarinn í kassaklifri kemur frá Súgandafirði en Íslandsmót í greininni var haldið í KA-heimilinu á Akureyri á dögunum. Kristín Ósk Jónsdóttir keppti í flokki stúlkna 16-18 ára og náði hún að koma undir sig 34 ölkössum á tíu mínútum. 11.5.2005 00:01 20 milljónir í menningarverkefni Menningarráð Austurlands úthlutaði í dag styrkjum til 50 menningarverkefna á Austurlandi að upphæð rúmlega 20 milljónir króna. Hæsta styrkinn hlaut Vopnafjarðarhreppur, 1,6 milljón króna, fyrir menningarstarfsemi í Miklagarði og Kaupvangi. 11.5.2005 00:01 Segjast eiga land við Skjaldbreið Þingfest var í Héraðsdómi Suðurlands í gær mál Grímsness- og Grafningshrepps á hendur ríkinu vegna eignarréttar á landi í kringum Skjaldbreið, en óbyggðanefnd úrskurðaði að þar væri þjóðlenda. Dóms er að vænta í haust að loknum málflutningi. 11.5.2005 00:01 Varað við snjóflóðum Varað hefur verið við snjóflóðahættu á ákveðnum gönguleiðum í Hvannadalshnjúk. Lögreglu á Höfn í Hornafirði barst ábending í gær um mögulega hættu og að höfðu samráði við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og Veðurstofuna var gefin út viðvörun sem gildir fram yfir helgi. 11.5.2005 00:01 Bretland álíka öruggt og Ísland Útlendingastofnun lítur á Bretland sem öruggt hæli fyrir flóttamenn og telur ekkert því til fyrirstöðu að senda hælisleitendur þangað aftur. 11.5.2005 00:01 Dómar birtast á netinu Í sumar eða undir haust er fyrirhugað að dómstólar landsins hefji allir birtingu dóma á netinu. Hingað til hefur Héraðsdómur Norðurlands eystra einn birt dóma með þeim hætti. 11.5.2005 00:01 Logandi jeppi hrökk í gang Mannlaus jeppabifreið hrökk í gang eftir að eldur kom upp í vélarhúsi hennar nokkru fyrir klukkan tvö í gær og rauk aftur á bak á næsta bíl í bílastæði við Egilsgötu rétt við Snorrabraut í Reykjavík. 11.5.2005 00:01 Stórskotalið til Kína Stórskotalið íslenskra viðskiptamanna verður í för með forseta Íslands til Kína í opinberri heimsókn dagana 15. til 22. maí. Yfir 200 manns eru í sendinefndinni. 11.5.2005 00:01 5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Maðurinn var einnig ákærður fyrir aðild að annarri líkamsárás en var sýknaður af þeirri ákæru. 11.5.2005 00:01 Össur innblásinn Stjórnarandstaðan raðaði sér í efstu sætin í ræðumennsku, að mati fagmanna. Mælsku þingmanna fer þó hnignandi að mati formanns JCI, sem finnst ekki vanþörf á að senda þingheim á ræðunámskeið. </font /></b /> 11.5.2005 00:01 Barði mann með flösku Liðlega tvítugur maður þarf bara að sitja inni í tvo mánuði af fimm fyrir líkamsárásir haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann, samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða manni sem hann barði í höfuðuð með flösku tæpar 160 þúsund krónur. 11.5.2005 00:01 22 ára í mánaðarfangelsi 22 ára gamall maður var í gær dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir líkamsárás 14. desember 2002. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en málið var dómtekið 20. apríl síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Reykjavík gaf út ákæru í málinu í lok janúar. 11.5.2005 00:01 Samþykkja ESB-sáttmála Tvö ríki bættust á dögunum í hóp aðildarríkja Evrópusambandsins sem fullgilt hafa stjórnarskrársáttmála þess. Austurríki varð sjöunda ríkið til að staðfesta sáttmálann, er allir nema einn þingmaður á austurríska þinginu greiddi atkvæði með fullgildingunni. Þá var sáttmálinn einnig samþykktur í atkvæðagreiðslu á þjóðþingi Slóvakíu. 11.5.2005 00:01 Norræn ESB-herdeild stofnuð Varnarmálaráðherrar Finnlands, Noregs og Svíþjóðar hafa ákveðið að koma á fót sameiginlegri norrænni herdeild, sem ætlað er að verða hluti af hraðliði Evrópusambandsins. Herdeildin á að verða klár í slaginn í ársbyrjun 2008, að því er greint er frá í sænska blaðinu Dagens Nyheter. 11.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Litla stúlkan eftirsótt Fjöldi fólks í Kenýa hefur lýst yfir áhuga á að ættleiða kornunga stúlku sem skilin var eftir í skógi í útjaðri Naíróbí fyrir skemmstu. Stúlkan hafði verið í plastpoka í skóginum í tvo daga þegar flækingshundur kom að og bjargaði henni á ótrúlegan hátt. 11.5.2005 00:01
Engin gosvirkni á skjálftasvæðinu Engin gosvirkni virðist vera á skjálftasvæðinu suður af landinu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Skjálftahrinan hóst um miðjan dag í gær en frá miðnætti hafa mælst hátt í hundrað skjálftar. 11.5.2005 00:01
Tillögur Gunnars felldar Breytingartillögur Gunnars Birgissonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, við samgönguáætlun samgönguráðherra á árunum 2005 til 2008 voru felldar á Alþingi skömmu fyrir hádegi. Þar er nú verið að ræða samgönguáætlunina. 11.5.2005 00:01
Mikið blóðbað í morgun Minnst sjötíu og einn er látinn eftir röð sjálfsmorðsárása í þremur borgum í Írak í morgun. Ekkert lát er á sprengjuárásum og mannránum í Írak þrátt fyrir að ný lýðræðislega kjörin ríkisstjórn, skipuð heimamönnum, hafi nú tekið til starfa. 11.5.2005 00:01
Atkvæði greidd í dag Meirihluti Alþingis samþykkti nú fyrir hádegi að þrjú lagafrumvörp viðskiptaráðherra um breytingar á samkeppnislögum gengju til þriðju umræðu með þeim breytingum sem meirihluti nefndarinnar lagði til. Greidd verða atkvæði um lögin eftir hádegi í dag. 11.5.2005 00:01
Maðurinn fundinn Subaru Legacy bíll, sem lögreglan í Reykjavík auglýsti eftir í gær, er fundinn og ökumaðurinn einnig, heill á húfi. Maðurinn hafði farið að heiman frá sér og var óttast um hann. 11.5.2005 00:01
ESB herðir vinnulöggjöf sína Evrópusambandið hefur ákveðið að herða vinnutímalöggjöf sína þannig að erfiðara verður að fá undanþágu frá þeirri meginreglu að fólk eigi að meðaltali ekki að vinna meira en 48 klukkustundir á viku. 11.5.2005 00:01
Selma farin til Kænugarðs Selma Björnsdóttir lagði snemma í morgun upp í langferð þar sem áfangastaðurinn er Kænugarður í Úkraínu. Þar mun Selma verða fulltrúi íslensku þjóðarinnar í Eurovision keppninni og flytja lagið <strong><em>If I had your love</em></strong>. Gífurleg spenna er fyrir þessari keppni enda benda flestar spár til þess að laginu muni ganga vel. 11.5.2005 00:01
Krafa á ríkið vegna þjóðlendumála Fjöldi hreppa á Suðurlandi krefur ríkið um milljónir króna í kostnað vegna þjóðlendumála. Þrátt fyrir að þeir hafi sýnt fram á tiltekinn kostnað vegna lögfræðiaðstoðar úrskurðaði óbyggðanefnd að sá kostnaður væri mun lægri. 11.5.2005 00:01
12 milljónir búa við þrælahald Ríflega tólf milljónir manna búa við þrælahald víða um veröld, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Af þessum tólf milljónum eru 2,4 milljónir manna sem hafa beinlínis verið seldar í þrældóm á milli landa. 11.5.2005 00:01
Yfir 100 manns með salmonellu Í fyrra greindust rúmlega hundrað Íslendingar með salmonellusýkingu. Flest tilfellin voru af erlendum uppruna. 11.5.2005 00:01
Hjartalyf ÍE vekur athygli Grein um áhrif nýs hjartalyfs Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtist í tímariti bandarísku læknasamtakanna, hefur vakið mikla athygli. Meðal annars hefur verið fjallað um lyfið í <em>New York Times</em> og hjá Reuters-fréttastofunni. 11.5.2005 00:01
Styðja slökkviliðsmennina Á ársfundi Landssambands slökkviliðsmanna sem haldinn var fyrir skemmstu var samþykkt ályktun til stuðnings slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli. 11.5.2005 00:01
Endurkröfurnar nema 48 milljónum Endurkröfur frá tryggingafélögunum á tjónvalda námu á síðasta ári 48 milljónum króna. Tryggingafélögin eiga í mörgum tilfellum endurkröfurétt á tjónvalda ef sannað þykir að slys eða óhapp verði vegna gáleysis eða ásetnings. 11.5.2005 00:01
Mótmæli við Alþingishúsið Ungir jafnaðarmenn og ungliðahreyfingar úr öllum flokkum hafa boðað til mótmæla við Alþingishúsið klukkan 17.45 í dag. Ástæðan er ákvörðun forseta þingsins að hleypa ekki í gegnum þingið frumvarpi um afnám fyrningarfrests í kynferðisafbrotum gegn börnum. 11.5.2005 00:01
14 skip fá að veiða í lögsögunni Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 14 skip frá löndum Evrópusambandsins til að veiða í íslenskri lögsögu. Níu skipanna koma frá Þýskalandi og fimm frá Bretlandi. Veiðar skipanna hefjast 1. júlí en einungis fimm skip mega stunda veiðarnar á sama tíma innan lögsögunnar. 11.5.2005 00:01
Franskir skurðlæknar til Bretlands 350 franskir skurðlæknar hafa tekið upp á því að fara til Bretlands að mótmæla slæmum kjörum sínum í heimalandinu. Ástæðan ku vera táknræn því margir þeirra hafa fengið tilboð um betra kaup og kjör í Bretlandi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir skurðlæknum. 11.5.2005 00:01
Gasbyssubóndi ber af sér sakir Flateyjarbóndinn Hafsteinn Guðmundsson, sem átti gasbyssu sem fannst við meint arnarhreiður í Borgarhólma í Hergilseyjarlöndum nú í apríl, heldur því fram að ernir hafi aldrei orpið í Borgarhólma og að gasbyssuhvellirnir hafi einungis verið til þess að fæla geldfugla frá æðarvarpi í hólmanum. 11.5.2005 00:01
42 milljónir takk Bílasalan Sparibíll býður nú til sölu bíl af gerðinni Rolls Royce Phantom árgerð 2005. Bíllinn sem um ræðir er í Bandaríkjunum og kostar hingað kominn litlar 42 milljónir. 11.5.2005 00:01
Lög um óhefðbundnar lækningar Nýlega voru samþykkt lög á Alþingi um starfsemi græðara í framhaldi af umræðu um stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi. Margir hafa hingað til litið á óhefðbundnar lækningar sem kerlingabækur en nú hefur þessi geiri skýra lagalega stöðu. 11.5.2005 00:01
Hvíta húsið rýmt Verið er að rýma Hvíta húsið og bandarískar orrustuþotur fljúga yfir húsinu þessa stundina. Ekki hafa verið gefnar nánari upplýsingar um aðgerðina en Reuters-fréttastofan segir að ein farþegaþota sé í 1-2 mínútna fjarlægð frá borginni þessa stundina. 11.5.2005 00:01
Námsgagnastofnun í þróunarsamvinnu Tveir starfsmenn á vegum UNESCO vinna nú baki brotnu á skrifstofu Námsgagnastofnunnar við að þýða 15 kennsluforrit yfir á ýmis tungumál til notkunnar fyrir börn í Afríku. 11.5.2005 00:01
Sjúkratryggingakortin rjúka út Rúmlega sex þúsund evrópsk sjúkratryggingakort hafa verið gefin út hjá Tryggingastofnun fyrstu vikuna eftir að útgáfa þeirra hófst. Um 85 prósent fólks sækja um gegnum heimasíðuna. 11.5.2005 00:01
Fyrsta lyfið byggt á erfðarannsókn Þriðja og síðasta stig rannsóknar á nýju hjartalyfi, sem byggt er á grunni erfðarannsókna Íslenskrar erfðagreiningar verður sett af stað á þessu ári, ef fram heldur sem nú horfir. Þetta er fyrsta lyfið í heiminum sem byggt er á erfðarannsókn á algengum sjúkdómi. </font /></b /> 11.5.2005 00:01
Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar Torfæruhjólamenn eru sagðir hafa unnið mikil skemmdarverk á landi á Reykjanesi með akstri utan vega. Í nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins er kveðið á um að brot af þessu tagi varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. </font /></b /> 11.5.2005 00:01
Hættuástandi aflýst í Washington Búið er að aflýsa hættuástandi við Hvíta húsið í Washington en það var rýmt um fjögurleytið að íslenskum tíma vegna ótta við hugsanlega hryðjuverkaárás. Að sögn Reuters-fréttastofunnar sást flugvél fljúga óvenjulega nærri húsinu og var ekki vitað hverrar tegundar hún var eða á hvaða vegum. Síðar kom í ljós að um var að ræða litla Cessna-vél. 11.5.2005 00:01
Í mál við ríkið vegna eignaupptöku Lögmaður hóps manna sem eiga og reka fasteignasölur undirbýr nú málshöfðun á hendur ríkinu. Þeir telja að í nýjum lögum um fasteigasölur felist brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarrétt og atvinnufrelsi. 11.5.2005 00:01
Tveir létust í kranaslysi Tveir menn fórust hörmulegu í vinnuslysi í Drammen í Noregi í gær. 11.5.2005 00:01
7-9 milljarða kostnaður Áætlað er að það kosti sjö til níu milljarða króna að breyta 950 fjölbýlum aldraðra í einbýli. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem lagt var fram á Alþingi í dag. 11.5.2005 00:01
Vonir við fjárlagagerð Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, segir að það komi sér ekki á óvart að tæplega 1.600 ellilífeyrisþegar fái engar greiðslur úr lífeyrissjóði. Það hafi verið vitað fyrir löngu síðan. 11.5.2005 00:01
Óánægja með ávaxtareglur Íslendingar sem starfa hjá Impregilo á Kárahnjúkum eru óánægðir með að aðeins megi taka með sér tvo ávexti úr mötuneyti. 11.5.2005 00:01
Íslandsmeistari í kassaklifri Íslandsmeistarinn í kassaklifri kemur frá Súgandafirði en Íslandsmót í greininni var haldið í KA-heimilinu á Akureyri á dögunum. Kristín Ósk Jónsdóttir keppti í flokki stúlkna 16-18 ára og náði hún að koma undir sig 34 ölkössum á tíu mínútum. 11.5.2005 00:01
20 milljónir í menningarverkefni Menningarráð Austurlands úthlutaði í dag styrkjum til 50 menningarverkefna á Austurlandi að upphæð rúmlega 20 milljónir króna. Hæsta styrkinn hlaut Vopnafjarðarhreppur, 1,6 milljón króna, fyrir menningarstarfsemi í Miklagarði og Kaupvangi. 11.5.2005 00:01
Segjast eiga land við Skjaldbreið Þingfest var í Héraðsdómi Suðurlands í gær mál Grímsness- og Grafningshrepps á hendur ríkinu vegna eignarréttar á landi í kringum Skjaldbreið, en óbyggðanefnd úrskurðaði að þar væri þjóðlenda. Dóms er að vænta í haust að loknum málflutningi. 11.5.2005 00:01
Varað við snjóflóðum Varað hefur verið við snjóflóðahættu á ákveðnum gönguleiðum í Hvannadalshnjúk. Lögreglu á Höfn í Hornafirði barst ábending í gær um mögulega hættu og að höfðu samráði við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og Veðurstofuna var gefin út viðvörun sem gildir fram yfir helgi. 11.5.2005 00:01
Bretland álíka öruggt og Ísland Útlendingastofnun lítur á Bretland sem öruggt hæli fyrir flóttamenn og telur ekkert því til fyrirstöðu að senda hælisleitendur þangað aftur. 11.5.2005 00:01
Dómar birtast á netinu Í sumar eða undir haust er fyrirhugað að dómstólar landsins hefji allir birtingu dóma á netinu. Hingað til hefur Héraðsdómur Norðurlands eystra einn birt dóma með þeim hætti. 11.5.2005 00:01
Logandi jeppi hrökk í gang Mannlaus jeppabifreið hrökk í gang eftir að eldur kom upp í vélarhúsi hennar nokkru fyrir klukkan tvö í gær og rauk aftur á bak á næsta bíl í bílastæði við Egilsgötu rétt við Snorrabraut í Reykjavík. 11.5.2005 00:01
Stórskotalið til Kína Stórskotalið íslenskra viðskiptamanna verður í för með forseta Íslands til Kína í opinberri heimsókn dagana 15. til 22. maí. Yfir 200 manns eru í sendinefndinni. 11.5.2005 00:01
5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Maðurinn var einnig ákærður fyrir aðild að annarri líkamsárás en var sýknaður af þeirri ákæru. 11.5.2005 00:01
Össur innblásinn Stjórnarandstaðan raðaði sér í efstu sætin í ræðumennsku, að mati fagmanna. Mælsku þingmanna fer þó hnignandi að mati formanns JCI, sem finnst ekki vanþörf á að senda þingheim á ræðunámskeið. </font /></b /> 11.5.2005 00:01
Barði mann með flösku Liðlega tvítugur maður þarf bara að sitja inni í tvo mánuði af fimm fyrir líkamsárásir haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann, samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða manni sem hann barði í höfuðuð með flösku tæpar 160 þúsund krónur. 11.5.2005 00:01
22 ára í mánaðarfangelsi 22 ára gamall maður var í gær dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir líkamsárás 14. desember 2002. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en málið var dómtekið 20. apríl síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Reykjavík gaf út ákæru í málinu í lok janúar. 11.5.2005 00:01
Samþykkja ESB-sáttmála Tvö ríki bættust á dögunum í hóp aðildarríkja Evrópusambandsins sem fullgilt hafa stjórnarskrársáttmála þess. Austurríki varð sjöunda ríkið til að staðfesta sáttmálann, er allir nema einn þingmaður á austurríska þinginu greiddi atkvæði með fullgildingunni. Þá var sáttmálinn einnig samþykktur í atkvæðagreiðslu á þjóðþingi Slóvakíu. 11.5.2005 00:01
Norræn ESB-herdeild stofnuð Varnarmálaráðherrar Finnlands, Noregs og Svíþjóðar hafa ákveðið að koma á fót sameiginlegri norrænni herdeild, sem ætlað er að verða hluti af hraðliði Evrópusambandsins. Herdeildin á að verða klár í slaginn í ársbyrjun 2008, að því er greint er frá í sænska blaðinu Dagens Nyheter. 11.5.2005 00:01