Innlent

Stórskotalið til Kína

Stórskotalið íslenskra viðskiptamanna verður í för með forseta Íslands til Kína í opinberri heimsókn dagana 15. til 22. maí. Yfir 200 manns eru í sendinefndinni. Meðal þeirra sem fara eru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hjá Bakkavör, Jón Ásgeir Jóhannesson Baugi, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við Byko, Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, Hannes Smárason, stjórnarformaður FL-group, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar og Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa. Athygli vekur að Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, er skráð í ferðina á vegum Hótel Plaza en hún er í för með eiginmanni sínum, ekki á vegum Alþingis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×