Innlent

Vonir við fjárlagagerð

Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, segir að það komi sér ekki á óvart að tæplega 1.600 ellilífeyrisþegar fái engar greiðslur úr lífeyrissjóði. Það hafi verið vitað fyrir löngu síðan. "Það sem verra er að skerðingar í almannatryggingakerfinu eru svo brattar að fjöldi fólks sem hefur greiðslur frá lífeyrissjóðum hefur samt sem áður lítið hærri tekjur en þeir sem fá framfærslu sína eingöngu úr almannatryggingakerfinu," segir hann. Þriðjungur aldraðra hefur tekjur innan við 110 þúsund krónur á mánuði og borgar af því 13 prósenta skatt. Þarna er um fátækra gildru að ræða sem erfitt er að komast út úr nema frítekjumörk séu hækkuð eða skattleysismörk fylgi launaþróun í landinu. Benedikt á von á viðræðum við stjórnvöld og vonar að tekið verði tillit til ábendinga eldri borgara við undirbúning fjárlagagerðar 2006. Ríkisstjórnin hafi fallist á að setja starfshóp með eldri borgurum sem geti komið fram með tillögur til úrbóta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×