Innlent

Námsgagnastofnun í þróunarsamvinnu

Tveir starfsmenn á vegum UNESCO vinna nú baki brotnu á skrifstofu Námsgagnastofnunnar við að þýða 15 kennsluforrit yfir á ýmis tungumál til notkunnar fyrir börn í Afríku. Forritin sem um ræðir eru gömul kennsluforrit sem notuð hafa verið hér á landi um árabil en standa að sögn Tryggva Jakobssonar forstjóra Námsgagnastofnunnar fyllilega fyrir sínu kennslufræðilega auk þess sem ekki þarf nýtískulegar og öflugar tölvur til að keyra þau. Námsgagnastofnun gefur vinnu sinna starfsmanna og réttindin á kennsluefninu auk þess sem höfundarrétthafar kennsluefnisins hafa fallist á að fella niður greiðslur sem þeir eiga rétt á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×