Fleiri fréttir Gunnar yfirgefur frjálslynda Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn. 11.5.2005 00:01 Óvíst hvað flugmanninum gekk til Skelfing greip um sig í Washington í Bandaríkjunum síðdegis þegar öllu starfsfólki og gestum bæði í Hvíta húsinu og í þinginu var skipað að yfirgefa húsin hið snarasta. Í ljós kom að lítil einkaflugvél hafði farið inn á flugbannssvæði miðborgarinnar. Enn er ekki vitað hvað flugmanninum gekk til eða hvort hann hreinlega villtist af leið. 11.5.2005 00:01 Sakaði stjórnarflokkana um svik Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. 11.5.2005 00:01 Tólf milljónir manna í þrælkun Í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er því haldið fram að 12,3 milljónir manna séu ánauðugar. Verst er ástandið í Asíu en þrældómur er þó einnig landlægur á Vesturlöndum. 11.5.2005 00:01 Mikið mannfall í Írak í gær Á áttunda tug manna týndi lífi og ríflega hundrað særðust í hryðjuverkaárásum í Írak í gær. Uppreisnarmenn hafa færst mjög í aukana síðan nýja ríkisstjórnin tók við. 11.5.2005 00:01 Skotið á afganska mótmælendur Fjórir Afganar biðu bana og 71 særðist í skothríð lögreglunnar í Jalalabad en þar mótmæltu hundruð stúdenta meintu guðlasti bandarískra leyniþjónustumanna í fangabúðunum í Guantanamo. 11.5.2005 00:01 Handsprengja nærri Bush Óvirk handsprengja fannst nokkra metra frá sviðinu þar sem Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði Georgíumenn í Tíblisi í fyrradag. 11.5.2005 00:01 Flokkarnir fá 295 milljónir Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. 11.5.2005 00:01 Þingmenn ekki óþekktarlýður Halldór Blöndal, forseti Alþingis, stýrði sínum síðasta þingfundi í kvöld. Aðspurður hvernig honum væri innanbrjósts fyrir lokasprettinn í starfinu sagði hann það vera mikinn létti yfir því að vorið væri að koma. Hann stefnir á að fara norður í sveitina strax á föstudag þar sem hann ætlar m.a. að ganga um bakka Laxár. 11.5.2005 00:01 Tilraun til afvegaleiðingar Fjármálaráðherra hafnar því alfarið að ríkissjóður nýti sér upptöku olíugjalds til tekjuöflunar. Hann segir slíkan málflutning vera tilraun til að villa mönnum sýn og afvegaleiða. 11.5.2005 00:01 Svik við þúsundir <font face="Helv">Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar mótmælir harðlega ákvörðun um að fresta afgreiðslu frumvarps um afnám fyrninarfrests í kynferðisafbrotamálum. Hann kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær og vísaði til samkomulags frá því á mánudag þar sem formenn þingflokkanna og forseti alþingis sömdu um þau mál sem skyldi taka af dagskrá.</font> 11.5.2005 00:01 Ný samkeppnislög Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum. Viðskiptaráðherra sagði að stjórnarandstaðan snéri umræðunni á haus. 11.5.2005 00:01 Óþverralögum var ekki breytt Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir slæmt að geta ekki afgreitt lög um meðferð vörsluskatta á því þingi sem nú er lokið. "Flutningsmenn eru úr öllum flokkum. Þetta er blettur á löggjöfinni sem verður að þvo af," sagði Ögmundur í upphafi þingfundar á alþingi í gær. 11.5.2005 00:01 Þingforseti kveður Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær, þegar þingi var slitið, sem forseti Alþingis. Í haust sest Sólveig Pétursdóttir í stól forseta.Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram þingsályktunartillögu um frestun þings, svo sem venja er þegar þinghaldinu lýkur, og lauk atkvæðagreiðslum seint í gærkvöldi. 11.5.2005 00:01 Á þriðja milljarð í fegrunarvörur Fegurðin kostar sitt. Íslendingar vörðu vel á þriðja milljarð króna í fegrunarvörur í fyrra, en það er svipuð upphæð og fór í að reka Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri allt síðasta ár. 11.5.2005 00:01 Tútankamon fjallmyndarlegur Vísindamenn hafa notað nýjustu tækni til að móta andlit egypska faraóans Tútankamons. Svo virðist sem þessi margfrægi konungur hafi verið fjallmyndarlegur, búlduleitur ungur maður. 11.5.2005 00:01 Úrsögn vegna ósættis Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. 11.5.2005 00:01 Sendi út viðkvæmar upplýsingar Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum fyrir að hafa brotið trúnað varðandi viðkvæmar upplýsingar um flokksskrá Samfylkingarinnar 11.5.2005 00:01 Stuðningur mestur á landsbyggðinni Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins er stuðningur við áframhaldandi samstarf R-listans mestur á landsbyggðinni. Stuðningurinn er minnstur meðal stuðningsmanna þeirra flokka sem mynda R-listann á höfuðborgarsvæðinu. 11.5.2005 00:01 Fjölgað um fjóra á Akureyri Þann 1. júlí næstkomandi verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra en 30 lögreglumenn eru nú starfandi á Akureyri. Á sama tíma verða fjórir sérsveitarmenn, sem starfa hjá lögreglunni á Akureyri, leystir undan föstum vöktum og munu þess í stað sinna löggæslu og sérstökum löggæsluverkefnum á Norður- og Austurlandi. 11.5.2005 00:01 Ölvun og lyfjaneysla vega þungt Ástæður endurkröfu tryggingafélaganna á hendur tjónvöldum í umferðinni eru langoftast ölvun tjónvalds, þá ökuréttindaleysi, lyfjaneysla og glæfraakstur. Um 74% krafnanna eru vegna ölvunaraksturs. 11.5.2005 00:01 Sjálfstæðisflokkur fagnar Gunnari Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins fagnar inngöngu Gunnars Örlygssonar þingmanns í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Gunnar sagði sig úr Frjálslynda flokknum í kvöld. 11.5.2005 00:01 Halldór Blöndal hættir sem forseti Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna. 11.5.2005 00:01 Ræddu um vegamál fram á nótt Umræður um vegaáætlun samgönguráðherra stóðu fram á fjórða tímann í nótt. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki, gerði nokkrar veigamiklar breytingatillögur við áætlun flokksbróður síns, Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, og vildi skipta fé milli landshluta öðruvísi, það er að segja að meira fé komi til framkvæmda á suðvesturhorninu. Þingfundur hefst að nýju klukkan hálfellefu með síðustu fyrirspurnum vorsins en eldhúsdagsumræður verða síðan í kvöld. 10.5.2005 00:01 Árásum linnir ekki í Bagdad Sprengja sprakk við herstöð á bökkum Tígrisár í Bagdad nú í morgun. Að sögn lögreglu eru fjölmargir slsaðir, en uppýsingar eru af skornum skammti enn þá. Ljóst er þó að um sjálfsmorðsárás er að ræða. Önnur sprengja sprakk í höfuðborginni fyrr í morgun og þá féllu að minnsta kosti sjö manns í valinn og meira en fjörutíu særðust. 10.5.2005 00:01 Stjórnarfar stöðugast á Íslandi Hvergi í heiminum er stjórnarfarslegur stöðugleiki jafn mikill og á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Alþjóðabankans sem birtist í dag. Fyrir utan Ísland er stöðugleikinn mestur í Lúxemborg og Finnlandi. Stórveldi eins og Frakkland og Bandaríkin eru hins vegar neðarlega á listanum, eða í 79. og 82. sæti. 10.5.2005 00:01 Segir FÍB rangtúlka áskorun Stjórn ferðaklúbbsins 4X4 segir talsmann FÍB rangtúlka og snúa út úr áskorun þeirra sem stóðu að mótmælum gegn háu dísilverði í gær og lýsir furðu sinni á ummælum sem látin hafa verið falla. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að í áskorun sem fjármálaráðherra var afhent í gær sé á engan hátt fjallað um þá kerfisbreytingu að taka upp olíugjald í stað þungaskatts. 10.5.2005 00:01 Þjóðverjar draga notkun kjarnorku Þjóðverjar ætla enn að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni, en á morgun verður annar ofn í kjarnorkuverinu við Baden Wurtemberg tekinn úr notkun. Þetta er í samræmi við stefnu stjórnvalda að draga úr notkun slíkra orkugjafa, en kjarnorkuverið við Baden Wurtemberg er eitt hið elsta í Þýskalandi. 10.5.2005 00:01 Hungursneyð vofir yfir Eþíópíu 300 þúsund börn kunna að látast úr vannæringu í Eþíópíu á þessu ári einu saman ef ekki berast matargjafir og peningar til landsins. Þetta segir yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að hans sögn þurfa nauðsynlega að berast 13 milljónir Bandaríkjadala á næstu tveimur mánuðum til þess að það verði hægt að kaupa mat fyrir 170 þúsund börn sem nú þegar eru í lífshættu vegna hungurs. 10.5.2005 00:01 Semja ekki við hryðjuverkamenn Japanar semja ekki við hryðjuverkamenn. Þetta eru skilaboð japanskra stjórnvalda til herskárra samtaka í Írak sem segjast hafa rænt japönskum verktaka þar í gær. Á heimasíðu samtakanna segir að setið hafi verið fyrir fimm erlendum verktökum og fjórir þeirra hafi verið drepnir. Einn hafi komist lífs af við illan leik og hann sé nú í haldi samtakanna, sem krefjast þess að erlendir herir fari burt frá Írak. 10.5.2005 00:01 Stúlkur af Stuðlum fundnar Tvær stúlkur sem sem struku af meðferðarheimilinu að Stuðlum og leitað hefur verið að fundust í nótt. Að sögn lögreglu fundust þær á hóteli í Reykjavík og var allt í lagi með þær. Þær hafa verið fluttar að Stuðlum aftur. 10.5.2005 00:01 Eltu uppi uppreisnarmenn Lögreglumenn í Sádí-Arabíu særðu í gærkvöldi tvo uppreisnarmenn eftir að til átaka kom í kjölfar þess að mennirnir reyndu að aka fram hjá eftirlitsstöð nærri höfuðborginni Ryadh. Þrír menn voru í bílnum og tveir þeirra voru teknir til fanga en einn slapp. Lögreglu höfðu borist upplýsingar um að í bílnum væru sprengiefni en þegar þeir ætluðu að leita í honum óku mennirnir í burtu. 10.5.2005 00:01 Tekinn af lífi fyrir fíkniefnabrot Tamílskur karlmaður verður tekinn af lífi í Singapúr fyrir að hafa eitt kíló af hassi í fórum sínum. Börn hans, fjórtán ára tvíburar, hafa barist ötullega gegn aftökunni en án árangurs. Maðurinn var handtekinn við landamæri Singapúrs og Malasíu í ágúst 2003 og lýsti forseti Singapúrs því yfir í síðasta mánuði að engin miskunn yrði sýnd. 10.5.2005 00:01 Ölvun helsta ástæða endurkrafna Ölvunarakstur var ástæða endurkröfu þremur af hverjum fjórum málum tryggingafélaga á hendur tjónvöldum í umferðinni á síðasta ári. Tryggingafélögin geta átt endurkröfurétt ef ásetningur eða stórkostlegt gáleysi olli tjóninu. Á síðasta ári bárust endurkröfunefnd 158 mál til úrskurðar og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 140 málum, en þetta eru nokkru fleiri mál en árið á undan. 10.5.2005 00:01 Takmörk hjá Símanum og Vodafone Auglýsingar Og Vodafone og Símans um ótakmarkað niðurhal á internetinu með sérstökum áskriftarleiðum eru orðin tóm og bæði fyrirtæki setja takmörk á það gagnamagn sem hægt er að fá með þeim hætti í mánuði hverjum. 10.5.2005 00:01 Tekinn með nektarmyndir af piltum Lögregla í Taílandi greindi frá því í dag að hún hefði handtekið bandarískan kennara á sextugsaldri eftir að fimm hundruð myndir af nöktum unglingspiltum fundust við leit í íbúð hans í höfuðborginni Bangkok. Lögregla segir manninn hafa kennt og búið í Taílandi í sex ár en í áhlaupi sínu á íbúðina fann hún einnig tvo unglingspilta sem sögðust hafa haft munnmök við kennarann. 10.5.2005 00:01 Bush lofar stjórnvöld í Georgíu George Bush Bandaríkjaforseti tók dansspor af gleði og hældi stjórnvöldum í Georgíu á hvert reipi í opinberri heimsókn sinni þangað. Bush var þó varkár og tók ekki afstöðu í hatrammri deilu georgískra stjórnvalda við rússnesk um framtíð tveggja rússneskra herstöðva í Georgíu. Bush sagði þó að Georgíumenn ættu sér sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum og lét í það skína að Bandaríkjastjórn myndi styðja dyggilega við bakið á þeim. 10.5.2005 00:01 Safna undirskriftum gegn lögum Undirskriftasöfnun gegn fjarskiptalögunum er hafin á Netinu á síðunni hagsmuna.net. Þeir sem að henni standa segja að breytingar sem kveða á um að skráning netumferðar og símanotkun verði lögbundin og opin lögreglu skerði persónufresli allra undir því yfirskyni að hafa hendur í hári fárra. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segja þetta grófa aðför að lýðræðinu í landinu. 10.5.2005 00:01 Hreyfing vinni gegn krabbameini Gildi þess að hreyfa sig reglulega verður víst seint ofmetið. Enn ein rannsóknin hefur nú leitt í ljós að hressilegar og reglulegar líkamsæfingar hægja á og draga úr hættunni á blöðruhálskrabbameini í körlum. Þetta eru niðurstöður úr mjög viðamikilli rannsókn á tæplega 50 þúsund karlmönnum yfir fjórtán ára tímabíl. 10.5.2005 00:01 Farið eftir vinnureglum "Það var farið eftir öllum vinnureglum hér í öllu tilliti," sagði Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir á bráðamóttöku geðdeildar Landspítala háskólasjúkrahúss vegna máls mannsins sem tók tvo bíla ófrjálsri hendi eftir að hafa verið útskrifaður af geðdeild og stofnaði eigin lífi og annarra í hættu. 10.5.2005 00:01 Nær 1600 utan lífeyrissjóðs Nær 1600 ellilífeyrisþegar fá engar greiðslur úr lífeyrissjóði, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun. Einn hópurinn fór á ellilaun áður en lífeyrissjóðirnir tóku til starfa, annar er verktakar og sá þriðji hefur alltaf unnið svart. </font /></b /> 10.5.2005 00:01 Í vandræðum vegna gíslamála Uppreisnarmenn í Írak hafa nú bæði gísla frá Japan og Ástralíu í haldi sínu en það eru þau tvö lönd sem hvað staðfastlegast hafa staðið við bakið á Bandaríkjastjórn í Írak. Ríkisstjórnir beggja landa eiga í töluverðum pólitískum vandræðum heima fyrir vegna þessa. 10.5.2005 00:01 Gætti þess að styggja ekki Rússa George Bush, Bandaríkjaforseti, sýndi af sér kæti og dansaði fyrir gestgjafa sína í opinberri heimsókn til Georgíu. Hann hældi þarlendum stjórnvöldum á hvert reipi en passaði sig þó á því, að reita ekki Rússa til reiði. 10.5.2005 00:01 Ríkið auki skatta með olíugjaldi Ríkið er að auka skattheimtu með nýju olíugjaldi fyrsta júlí, segir Kristján L. Möller alþingismaður. Hann segir virðisaukaskatt og fleira leggjast ofan á eldsneytisverð, gjöld sem ekki renna til vegamála. Kristján segir allan hvata fyrir fólk að fá sér sparneytna og umhverfisvæna dísilbíla horfinn. 10.5.2005 00:01 Lífstíðarfangelsi komi til greina Bjarni Benediktsson alþingismaður, sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. 10.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Gunnar yfirgefur frjálslynda Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn. 11.5.2005 00:01
Óvíst hvað flugmanninum gekk til Skelfing greip um sig í Washington í Bandaríkjunum síðdegis þegar öllu starfsfólki og gestum bæði í Hvíta húsinu og í þinginu var skipað að yfirgefa húsin hið snarasta. Í ljós kom að lítil einkaflugvél hafði farið inn á flugbannssvæði miðborgarinnar. Enn er ekki vitað hvað flugmanninum gekk til eða hvort hann hreinlega villtist af leið. 11.5.2005 00:01
Sakaði stjórnarflokkana um svik Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. 11.5.2005 00:01
Tólf milljónir manna í þrælkun Í nýrri skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar er því haldið fram að 12,3 milljónir manna séu ánauðugar. Verst er ástandið í Asíu en þrældómur er þó einnig landlægur á Vesturlöndum. 11.5.2005 00:01
Mikið mannfall í Írak í gær Á áttunda tug manna týndi lífi og ríflega hundrað særðust í hryðjuverkaárásum í Írak í gær. Uppreisnarmenn hafa færst mjög í aukana síðan nýja ríkisstjórnin tók við. 11.5.2005 00:01
Skotið á afganska mótmælendur Fjórir Afganar biðu bana og 71 særðist í skothríð lögreglunnar í Jalalabad en þar mótmæltu hundruð stúdenta meintu guðlasti bandarískra leyniþjónustumanna í fangabúðunum í Guantanamo. 11.5.2005 00:01
Handsprengja nærri Bush Óvirk handsprengja fannst nokkra metra frá sviðinu þar sem Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði Georgíumenn í Tíblisi í fyrradag. 11.5.2005 00:01
Flokkarnir fá 295 milljónir Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. 11.5.2005 00:01
Þingmenn ekki óþekktarlýður Halldór Blöndal, forseti Alþingis, stýrði sínum síðasta þingfundi í kvöld. Aðspurður hvernig honum væri innanbrjósts fyrir lokasprettinn í starfinu sagði hann það vera mikinn létti yfir því að vorið væri að koma. Hann stefnir á að fara norður í sveitina strax á föstudag þar sem hann ætlar m.a. að ganga um bakka Laxár. 11.5.2005 00:01
Tilraun til afvegaleiðingar Fjármálaráðherra hafnar því alfarið að ríkissjóður nýti sér upptöku olíugjalds til tekjuöflunar. Hann segir slíkan málflutning vera tilraun til að villa mönnum sýn og afvegaleiða. 11.5.2005 00:01
Svik við þúsundir <font face="Helv">Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar mótmælir harðlega ákvörðun um að fresta afgreiðslu frumvarps um afnám fyrninarfrests í kynferðisafbrotamálum. Hann kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær og vísaði til samkomulags frá því á mánudag þar sem formenn þingflokkanna og forseti alþingis sömdu um þau mál sem skyldi taka af dagskrá.</font> 11.5.2005 00:01
Ný samkeppnislög Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum. Viðskiptaráðherra sagði að stjórnarandstaðan snéri umræðunni á haus. 11.5.2005 00:01
Óþverralögum var ekki breytt Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir slæmt að geta ekki afgreitt lög um meðferð vörsluskatta á því þingi sem nú er lokið. "Flutningsmenn eru úr öllum flokkum. Þetta er blettur á löggjöfinni sem verður að þvo af," sagði Ögmundur í upphafi þingfundar á alþingi í gær. 11.5.2005 00:01
Þingforseti kveður Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær, þegar þingi var slitið, sem forseti Alþingis. Í haust sest Sólveig Pétursdóttir í stól forseta.Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lagði í gær fram þingsályktunartillögu um frestun þings, svo sem venja er þegar þinghaldinu lýkur, og lauk atkvæðagreiðslum seint í gærkvöldi. 11.5.2005 00:01
Á þriðja milljarð í fegrunarvörur Fegurðin kostar sitt. Íslendingar vörðu vel á þriðja milljarð króna í fegrunarvörur í fyrra, en það er svipuð upphæð og fór í að reka Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri allt síðasta ár. 11.5.2005 00:01
Tútankamon fjallmyndarlegur Vísindamenn hafa notað nýjustu tækni til að móta andlit egypska faraóans Tútankamons. Svo virðist sem þessi margfrægi konungur hafi verið fjallmyndarlegur, búlduleitur ungur maður. 11.5.2005 00:01
Úrsögn vegna ósættis Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. 11.5.2005 00:01
Sendi út viðkvæmar upplýsingar Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum fyrir að hafa brotið trúnað varðandi viðkvæmar upplýsingar um flokksskrá Samfylkingarinnar 11.5.2005 00:01
Stuðningur mestur á landsbyggðinni Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins er stuðningur við áframhaldandi samstarf R-listans mestur á landsbyggðinni. Stuðningurinn er minnstur meðal stuðningsmanna þeirra flokka sem mynda R-listann á höfuðborgarsvæðinu. 11.5.2005 00:01
Fjölgað um fjóra á Akureyri Þann 1. júlí næstkomandi verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra en 30 lögreglumenn eru nú starfandi á Akureyri. Á sama tíma verða fjórir sérsveitarmenn, sem starfa hjá lögreglunni á Akureyri, leystir undan föstum vöktum og munu þess í stað sinna löggæslu og sérstökum löggæsluverkefnum á Norður- og Austurlandi. 11.5.2005 00:01
Ölvun og lyfjaneysla vega þungt Ástæður endurkröfu tryggingafélaganna á hendur tjónvöldum í umferðinni eru langoftast ölvun tjónvalds, þá ökuréttindaleysi, lyfjaneysla og glæfraakstur. Um 74% krafnanna eru vegna ölvunaraksturs. 11.5.2005 00:01
Sjálfstæðisflokkur fagnar Gunnari Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins fagnar inngöngu Gunnars Örlygssonar þingmanns í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Gunnar sagði sig úr Frjálslynda flokknum í kvöld. 11.5.2005 00:01
Halldór Blöndal hættir sem forseti Halldór Blöndal stjórnaði sínum síðasta fundi sem þingforseti á Alþingi í gærkvöldi, en hann gefur ekki kost á sér aftur í embættið á hausti komanda. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna þakkaði honum samstarfið fyrir hönd þingmanna. 11.5.2005 00:01
Ræddu um vegamál fram á nótt Umræður um vegaáætlun samgönguráðherra stóðu fram á fjórða tímann í nótt. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki, gerði nokkrar veigamiklar breytingatillögur við áætlun flokksbróður síns, Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, og vildi skipta fé milli landshluta öðruvísi, það er að segja að meira fé komi til framkvæmda á suðvesturhorninu. Þingfundur hefst að nýju klukkan hálfellefu með síðustu fyrirspurnum vorsins en eldhúsdagsumræður verða síðan í kvöld. 10.5.2005 00:01
Árásum linnir ekki í Bagdad Sprengja sprakk við herstöð á bökkum Tígrisár í Bagdad nú í morgun. Að sögn lögreglu eru fjölmargir slsaðir, en uppýsingar eru af skornum skammti enn þá. Ljóst er þó að um sjálfsmorðsárás er að ræða. Önnur sprengja sprakk í höfuðborginni fyrr í morgun og þá féllu að minnsta kosti sjö manns í valinn og meira en fjörutíu særðust. 10.5.2005 00:01
Stjórnarfar stöðugast á Íslandi Hvergi í heiminum er stjórnarfarslegur stöðugleiki jafn mikill og á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Alþjóðabankans sem birtist í dag. Fyrir utan Ísland er stöðugleikinn mestur í Lúxemborg og Finnlandi. Stórveldi eins og Frakkland og Bandaríkin eru hins vegar neðarlega á listanum, eða í 79. og 82. sæti. 10.5.2005 00:01
Segir FÍB rangtúlka áskorun Stjórn ferðaklúbbsins 4X4 segir talsmann FÍB rangtúlka og snúa út úr áskorun þeirra sem stóðu að mótmælum gegn háu dísilverði í gær og lýsir furðu sinni á ummælum sem látin hafa verið falla. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að í áskorun sem fjármálaráðherra var afhent í gær sé á engan hátt fjallað um þá kerfisbreytingu að taka upp olíugjald í stað þungaskatts. 10.5.2005 00:01
Þjóðverjar draga notkun kjarnorku Þjóðverjar ætla enn að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni, en á morgun verður annar ofn í kjarnorkuverinu við Baden Wurtemberg tekinn úr notkun. Þetta er í samræmi við stefnu stjórnvalda að draga úr notkun slíkra orkugjafa, en kjarnorkuverið við Baden Wurtemberg er eitt hið elsta í Þýskalandi. 10.5.2005 00:01
Hungursneyð vofir yfir Eþíópíu 300 þúsund börn kunna að látast úr vannæringu í Eþíópíu á þessu ári einu saman ef ekki berast matargjafir og peningar til landsins. Þetta segir yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að hans sögn þurfa nauðsynlega að berast 13 milljónir Bandaríkjadala á næstu tveimur mánuðum til þess að það verði hægt að kaupa mat fyrir 170 þúsund börn sem nú þegar eru í lífshættu vegna hungurs. 10.5.2005 00:01
Semja ekki við hryðjuverkamenn Japanar semja ekki við hryðjuverkamenn. Þetta eru skilaboð japanskra stjórnvalda til herskárra samtaka í Írak sem segjast hafa rænt japönskum verktaka þar í gær. Á heimasíðu samtakanna segir að setið hafi verið fyrir fimm erlendum verktökum og fjórir þeirra hafi verið drepnir. Einn hafi komist lífs af við illan leik og hann sé nú í haldi samtakanna, sem krefjast þess að erlendir herir fari burt frá Írak. 10.5.2005 00:01
Stúlkur af Stuðlum fundnar Tvær stúlkur sem sem struku af meðferðarheimilinu að Stuðlum og leitað hefur verið að fundust í nótt. Að sögn lögreglu fundust þær á hóteli í Reykjavík og var allt í lagi með þær. Þær hafa verið fluttar að Stuðlum aftur. 10.5.2005 00:01
Eltu uppi uppreisnarmenn Lögreglumenn í Sádí-Arabíu særðu í gærkvöldi tvo uppreisnarmenn eftir að til átaka kom í kjölfar þess að mennirnir reyndu að aka fram hjá eftirlitsstöð nærri höfuðborginni Ryadh. Þrír menn voru í bílnum og tveir þeirra voru teknir til fanga en einn slapp. Lögreglu höfðu borist upplýsingar um að í bílnum væru sprengiefni en þegar þeir ætluðu að leita í honum óku mennirnir í burtu. 10.5.2005 00:01
Tekinn af lífi fyrir fíkniefnabrot Tamílskur karlmaður verður tekinn af lífi í Singapúr fyrir að hafa eitt kíló af hassi í fórum sínum. Börn hans, fjórtán ára tvíburar, hafa barist ötullega gegn aftökunni en án árangurs. Maðurinn var handtekinn við landamæri Singapúrs og Malasíu í ágúst 2003 og lýsti forseti Singapúrs því yfir í síðasta mánuði að engin miskunn yrði sýnd. 10.5.2005 00:01
Ölvun helsta ástæða endurkrafna Ölvunarakstur var ástæða endurkröfu þremur af hverjum fjórum málum tryggingafélaga á hendur tjónvöldum í umferðinni á síðasta ári. Tryggingafélögin geta átt endurkröfurétt ef ásetningur eða stórkostlegt gáleysi olli tjóninu. Á síðasta ári bárust endurkröfunefnd 158 mál til úrskurðar og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 140 málum, en þetta eru nokkru fleiri mál en árið á undan. 10.5.2005 00:01
Takmörk hjá Símanum og Vodafone Auglýsingar Og Vodafone og Símans um ótakmarkað niðurhal á internetinu með sérstökum áskriftarleiðum eru orðin tóm og bæði fyrirtæki setja takmörk á það gagnamagn sem hægt er að fá með þeim hætti í mánuði hverjum. 10.5.2005 00:01
Tekinn með nektarmyndir af piltum Lögregla í Taílandi greindi frá því í dag að hún hefði handtekið bandarískan kennara á sextugsaldri eftir að fimm hundruð myndir af nöktum unglingspiltum fundust við leit í íbúð hans í höfuðborginni Bangkok. Lögregla segir manninn hafa kennt og búið í Taílandi í sex ár en í áhlaupi sínu á íbúðina fann hún einnig tvo unglingspilta sem sögðust hafa haft munnmök við kennarann. 10.5.2005 00:01
Bush lofar stjórnvöld í Georgíu George Bush Bandaríkjaforseti tók dansspor af gleði og hældi stjórnvöldum í Georgíu á hvert reipi í opinberri heimsókn sinni þangað. Bush var þó varkár og tók ekki afstöðu í hatrammri deilu georgískra stjórnvalda við rússnesk um framtíð tveggja rússneskra herstöðva í Georgíu. Bush sagði þó að Georgíumenn ættu sér sterkan bakhjarl í Bandaríkjunum og lét í það skína að Bandaríkjastjórn myndi styðja dyggilega við bakið á þeim. 10.5.2005 00:01
Safna undirskriftum gegn lögum Undirskriftasöfnun gegn fjarskiptalögunum er hafin á Netinu á síðunni hagsmuna.net. Þeir sem að henni standa segja að breytingar sem kveða á um að skráning netumferðar og símanotkun verði lögbundin og opin lögreglu skerði persónufresli allra undir því yfirskyni að hafa hendur í hári fárra. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segja þetta grófa aðför að lýðræðinu í landinu. 10.5.2005 00:01
Hreyfing vinni gegn krabbameini Gildi þess að hreyfa sig reglulega verður víst seint ofmetið. Enn ein rannsóknin hefur nú leitt í ljós að hressilegar og reglulegar líkamsæfingar hægja á og draga úr hættunni á blöðruhálskrabbameini í körlum. Þetta eru niðurstöður úr mjög viðamikilli rannsókn á tæplega 50 þúsund karlmönnum yfir fjórtán ára tímabíl. 10.5.2005 00:01
Farið eftir vinnureglum "Það var farið eftir öllum vinnureglum hér í öllu tilliti," sagði Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir á bráðamóttöku geðdeildar Landspítala háskólasjúkrahúss vegna máls mannsins sem tók tvo bíla ófrjálsri hendi eftir að hafa verið útskrifaður af geðdeild og stofnaði eigin lífi og annarra í hættu. 10.5.2005 00:01
Nær 1600 utan lífeyrissjóðs Nær 1600 ellilífeyrisþegar fá engar greiðslur úr lífeyrissjóði, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun. Einn hópurinn fór á ellilaun áður en lífeyrissjóðirnir tóku til starfa, annar er verktakar og sá þriðji hefur alltaf unnið svart. </font /></b /> 10.5.2005 00:01
Í vandræðum vegna gíslamála Uppreisnarmenn í Írak hafa nú bæði gísla frá Japan og Ástralíu í haldi sínu en það eru þau tvö lönd sem hvað staðfastlegast hafa staðið við bakið á Bandaríkjastjórn í Írak. Ríkisstjórnir beggja landa eiga í töluverðum pólitískum vandræðum heima fyrir vegna þessa. 10.5.2005 00:01
Gætti þess að styggja ekki Rússa George Bush, Bandaríkjaforseti, sýndi af sér kæti og dansaði fyrir gestgjafa sína í opinberri heimsókn til Georgíu. Hann hældi þarlendum stjórnvöldum á hvert reipi en passaði sig þó á því, að reita ekki Rússa til reiði. 10.5.2005 00:01
Ríkið auki skatta með olíugjaldi Ríkið er að auka skattheimtu með nýju olíugjaldi fyrsta júlí, segir Kristján L. Möller alþingismaður. Hann segir virðisaukaskatt og fleira leggjast ofan á eldsneytisverð, gjöld sem ekki renna til vegamála. Kristján segir allan hvata fyrir fólk að fá sér sparneytna og umhverfisvæna dísilbíla horfinn. 10.5.2005 00:01
Lífstíðarfangelsi komi til greina Bjarni Benediktsson alþingismaður, sem ekki hefur viljað samþykkja frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota óbreytt, segir aðra leið mögulega, það er að breyta refsiramma þannig að alvarlegustu brotin varði lífstíðarfangelsi. 10.5.2005 00:01