Innlent

Styðja slökkviliðsmennina

Á ársfundi Landssambands slökkviliðsmanna sem haldinn var fyrir skemmstu var samþykkt ályktun til stuðnings slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Í ályktun fundarins segir að þeim aðferðum sem starfsmannahald Varnarliðsins hafi beitt við uppsagnir slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli sé harðlega mótmælt. Líkur séu á því að ógeðfelldum aðferðum hafi verið beitt þegar slökkviliðsmönnum var sagt upp störfum þann 1. mars síðastliðinn. Það sé með öllu ólíðandi að slökkviliðsmenn með mikla þekkingu og reynslu sé sagt upp á meðan starfsmenn án löggildingar haldi vinnunni. Landssambandið lýsir sig reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til að starfsmenn slökkviliðsins geti orðið íslenskir slökkviliðsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×