Innlent

Hjartalyf ÍE vekur athygli

Mynd/Vísir
Grein um áhrif nýs hjartalyfs Íslenskrar erfðagreiningar, sem birtist í tímariti bandarísku læknasamtakanna, hefur vakið mikla athygli. Meðal annars hefur verið fjallað um lyfið í New York Times og hjá Reuters-fréttastofunni. Greinin birtist í læknatímaritinu Journal of the American Medical Association en þar fjalla vísindamenn um niðurstöður lyfjaprófana á hjartalyfinu DG031. Í greininni er lýst jákvæðum áhrifum lyfsins á ýmsa áhættuþætti hjartaáfalls, m.a. bólgum í æðarkerfinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er klínískri lyfjarannsókn á nýju lyfi á grundvelli erfðarannsókna á algengum sjúkdómi. Virkni lyfsins var prófuð á 172 Íslendingum sem hafa fengið hjartaáfall og eru með einn eða fleiri erfðaþætti sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa tengt við hjartaáfall. Hjartaáföll eru algengasta dánarorsökin í heiminum og má gera ráð fyrir að nær helmingur karlmanna og þriðjungur kvenna sem ná fertugsaldri mnuni fá hjartaáfall einhvern tíma á lífsleiðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×