Innlent

7-9 milljarða kostnaður

Áætlað er að það kosti sjö til níu milljarða króna að breyta 950 fjölbýlum aldraðra í einbýli. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem lagt var fram á Alþingi í dag. Í svari ráðherra kemur fram að undanfarin ár hafi verið lögð áhersla á að koma upp einbýlum fyrir aldraða og að fé sem varið sé til endurbóta á húsnæði á vegum heilbrigðisráðuneytisins, fyrir utan húsnæði tveggja stóru spítalanna, sé um 900 milljónir króna á ári. Það gefi því augaleið að mjög langan tíma taki að ljúka þessum verkefnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×