Innlent

Íslandsmeistari í kassaklifri

Íslandsmeistarinn í kassaklifri kemur frá Súgandafirði en Íslandsmót í greininni var haldið í KA-heimilinu á Akureyri á dögunum. Kristín Ósk Jónsdóttir keppti í flokki stúlkna 16-18 ára og náði hún að koma undir sig 34 ölkössum á tíu mínútum. Kristín Ósk hefði hugsanlega getað farið lengra því hún fór upp í rjáfur hússins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×