Innlent

Bretland álíka öruggt og Ísland

Útlendingastofnun lítur á Bretland sem öruggt hæli fyrir flóttamenn og telur ekkert því til fyrirstöðu að senda hælisleitendur þangað aftur. Rúmeni sem kom hingað í febrúar og óskaði eftir dvalaleyfi af mannúðarástæðum var nýverið sendur aftur til Bretlands. Sálfræðingur mannsins hafði ítrekað skrifað Útlendingastofnun með ósk um að jákvætt yrði tekið á máli mannsins, án árangurs. "Við störfum meðal annars eftir svokallaðri Dublin-reglugerð sem sett var til að samræma aðgerðir Evrópulanda í málum hælisleitenda. Öll aðildarríki reglugerðarinnar hafa skuldbundið sig til að virða þá meginreglu að vísa fólki ekki brott þangað sem líf þeirra eða frelsi kann að vera í hættu. Það var því eðlilegt að stofnunin sendi umræddan hælisleitanda til Bretlands þaðan sem hann kom", segir Ragnheiður Ólöf Böðvarsdóttir forstöðumaður stjórnsýslusviðs hjá Útlendingastofnun. Tæplega 400 manns hafa óskað eftir hæli hérlendis undanfarin sjö ár, 37 hafa fengið dvalarleyfi í lengri eða skemmri tíma af mannúðarástæðum og einn fengið hæli sem flóttamaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×