Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar 11. maí 2005 00:01 Miklar gróðurskemmdir hafa verið unnar á Reykjanesi með akstri utan vega, að sögn Jónatans Garðarssonar, sem er varamaður í umhverfisnefnd Reykjaness og mikill útivistarmaður. Hann segir að það taki óratíma fyrir náttúruna að afmá þau sár sem þar séu nú. "Á sumardaginn fyrsta voru sex eða sjö ungir menn á torfæruhjólum að leik við Djúpavatnsveg á Reykjanesi," sagði Jónatan. "Sá vegur er að jafnaði lokaður á veturna og ekki opnaður fyrr en líða tekur aðeins á sumarið. Djúpavatnsvegur liggur meðfram norðanverðum Sveifluhálsi, frá Krýsuvíkurvegi við Vatnsskarð í áttina að Djúpavatni og síðan áfram um Vigdísarvelli og kemur niður á Ísólfsskálaveg á sunnanverðu Reykjanesi nærri Latsfjalli." Jónatan sagði að torfæruhjólamenn hefðu greinilega eignað sér þetta svæði án nokkurra leyfa frá fólkvangsnefndinni, sýslumanni eða öðrum sem hefðu lögsögu á Reykjanesi. "Hvor sínu megin við veginn hafa þeir útbúið keyrslubraut þar sem spólað er og spænt linnulaust alla helgidaga, sérstaklega á vorin. Þessi braut virðist ekki nægja því einhverjir hafa tekið upp á því að aka upp í hlíðar Sveifluhálsins," sagði Jónatan. "Þeir sem komast alla leið upp halda síðan áfram eftir hálsinum ýmist í norðaustur út í Vatnsskarð á Krýsuvíkurvegi eða suðvestur eftir hálsinum í áttina að Miðdegishnúki. Við Djúpavatnsveg er hrauntröð sem nefnist Sandfellsklofi og þykir merkilegt náttúrufyrirbæri. Foksandur hefur fyllt um 900 metra af hraunrásinni og þótti lengi falleg yfirferðar. Nú er vægast sagt ömurlegt að sjá hvernig henni hefur verið misþyrmt. Það er greinilegt að brautin er ekki nógu spennandi því sumir torfærumenn láta hafa sig í að aka eftir Sandfellsklofagjánni. Þeir hafa sporað þar allt út með hjólum sínum. Til að komast aftur upp úr gjánni þegar komið er að endilokum foksandsins þurfa þeir að spæna í gegnum mosagróna hlíð og sárið þar er greinilega fremur nýtt." Fréttir Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Miklar gróðurskemmdir hafa verið unnar á Reykjanesi með akstri utan vega, að sögn Jónatans Garðarssonar, sem er varamaður í umhverfisnefnd Reykjaness og mikill útivistarmaður. Hann segir að það taki óratíma fyrir náttúruna að afmá þau sár sem þar séu nú. "Á sumardaginn fyrsta voru sex eða sjö ungir menn á torfæruhjólum að leik við Djúpavatnsveg á Reykjanesi," sagði Jónatan. "Sá vegur er að jafnaði lokaður á veturna og ekki opnaður fyrr en líða tekur aðeins á sumarið. Djúpavatnsvegur liggur meðfram norðanverðum Sveifluhálsi, frá Krýsuvíkurvegi við Vatnsskarð í áttina að Djúpavatni og síðan áfram um Vigdísarvelli og kemur niður á Ísólfsskálaveg á sunnanverðu Reykjanesi nærri Latsfjalli." Jónatan sagði að torfæruhjólamenn hefðu greinilega eignað sér þetta svæði án nokkurra leyfa frá fólkvangsnefndinni, sýslumanni eða öðrum sem hefðu lögsögu á Reykjanesi. "Hvor sínu megin við veginn hafa þeir útbúið keyrslubraut þar sem spólað er og spænt linnulaust alla helgidaga, sérstaklega á vorin. Þessi braut virðist ekki nægja því einhverjir hafa tekið upp á því að aka upp í hlíðar Sveifluhálsins," sagði Jónatan. "Þeir sem komast alla leið upp halda síðan áfram eftir hálsinum ýmist í norðaustur út í Vatnsskarð á Krýsuvíkurvegi eða suðvestur eftir hálsinum í áttina að Miðdegishnúki. Við Djúpavatnsveg er hrauntröð sem nefnist Sandfellsklofi og þykir merkilegt náttúrufyrirbæri. Foksandur hefur fyllt um 900 metra af hraunrásinni og þótti lengi falleg yfirferðar. Nú er vægast sagt ömurlegt að sjá hvernig henni hefur verið misþyrmt. Það er greinilegt að brautin er ekki nógu spennandi því sumir torfærumenn láta hafa sig í að aka eftir Sandfellsklofagjánni. Þeir hafa sporað þar allt út með hjólum sínum. Til að komast aftur upp úr gjánni þegar komið er að endilokum foksandsins þurfa þeir að spæna í gegnum mosagróna hlíð og sárið þar er greinilega fremur nýtt."
Fréttir Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira