Spæna í gegnum mosagrónar hlíðar 11. maí 2005 00:01 Miklar gróðurskemmdir hafa verið unnar á Reykjanesi með akstri utan vega, að sögn Jónatans Garðarssonar, sem er varamaður í umhverfisnefnd Reykjaness og mikill útivistarmaður. Hann segir að það taki óratíma fyrir náttúruna að afmá þau sár sem þar séu nú. "Á sumardaginn fyrsta voru sex eða sjö ungir menn á torfæruhjólum að leik við Djúpavatnsveg á Reykjanesi," sagði Jónatan. "Sá vegur er að jafnaði lokaður á veturna og ekki opnaður fyrr en líða tekur aðeins á sumarið. Djúpavatnsvegur liggur meðfram norðanverðum Sveifluhálsi, frá Krýsuvíkurvegi við Vatnsskarð í áttina að Djúpavatni og síðan áfram um Vigdísarvelli og kemur niður á Ísólfsskálaveg á sunnanverðu Reykjanesi nærri Latsfjalli." Jónatan sagði að torfæruhjólamenn hefðu greinilega eignað sér þetta svæði án nokkurra leyfa frá fólkvangsnefndinni, sýslumanni eða öðrum sem hefðu lögsögu á Reykjanesi. "Hvor sínu megin við veginn hafa þeir útbúið keyrslubraut þar sem spólað er og spænt linnulaust alla helgidaga, sérstaklega á vorin. Þessi braut virðist ekki nægja því einhverjir hafa tekið upp á því að aka upp í hlíðar Sveifluhálsins," sagði Jónatan. "Þeir sem komast alla leið upp halda síðan áfram eftir hálsinum ýmist í norðaustur út í Vatnsskarð á Krýsuvíkurvegi eða suðvestur eftir hálsinum í áttina að Miðdegishnúki. Við Djúpavatnsveg er hrauntröð sem nefnist Sandfellsklofi og þykir merkilegt náttúrufyrirbæri. Foksandur hefur fyllt um 900 metra af hraunrásinni og þótti lengi falleg yfirferðar. Nú er vægast sagt ömurlegt að sjá hvernig henni hefur verið misþyrmt. Það er greinilegt að brautin er ekki nógu spennandi því sumir torfærumenn láta hafa sig í að aka eftir Sandfellsklofagjánni. Þeir hafa sporað þar allt út með hjólum sínum. Til að komast aftur upp úr gjánni þegar komið er að endilokum foksandsins þurfa þeir að spæna í gegnum mosagróna hlíð og sárið þar er greinilega fremur nýtt." Fréttir Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Miklar gróðurskemmdir hafa verið unnar á Reykjanesi með akstri utan vega, að sögn Jónatans Garðarssonar, sem er varamaður í umhverfisnefnd Reykjaness og mikill útivistarmaður. Hann segir að það taki óratíma fyrir náttúruna að afmá þau sár sem þar séu nú. "Á sumardaginn fyrsta voru sex eða sjö ungir menn á torfæruhjólum að leik við Djúpavatnsveg á Reykjanesi," sagði Jónatan. "Sá vegur er að jafnaði lokaður á veturna og ekki opnaður fyrr en líða tekur aðeins á sumarið. Djúpavatnsvegur liggur meðfram norðanverðum Sveifluhálsi, frá Krýsuvíkurvegi við Vatnsskarð í áttina að Djúpavatni og síðan áfram um Vigdísarvelli og kemur niður á Ísólfsskálaveg á sunnanverðu Reykjanesi nærri Latsfjalli." Jónatan sagði að torfæruhjólamenn hefðu greinilega eignað sér þetta svæði án nokkurra leyfa frá fólkvangsnefndinni, sýslumanni eða öðrum sem hefðu lögsögu á Reykjanesi. "Hvor sínu megin við veginn hafa þeir útbúið keyrslubraut þar sem spólað er og spænt linnulaust alla helgidaga, sérstaklega á vorin. Þessi braut virðist ekki nægja því einhverjir hafa tekið upp á því að aka upp í hlíðar Sveifluhálsins," sagði Jónatan. "Þeir sem komast alla leið upp halda síðan áfram eftir hálsinum ýmist í norðaustur út í Vatnsskarð á Krýsuvíkurvegi eða suðvestur eftir hálsinum í áttina að Miðdegishnúki. Við Djúpavatnsveg er hrauntröð sem nefnist Sandfellsklofi og þykir merkilegt náttúrufyrirbæri. Foksandur hefur fyllt um 900 metra af hraunrásinni og þótti lengi falleg yfirferðar. Nú er vægast sagt ömurlegt að sjá hvernig henni hefur verið misþyrmt. Það er greinilegt að brautin er ekki nógu spennandi því sumir torfærumenn láta hafa sig í að aka eftir Sandfellsklofagjánni. Þeir hafa sporað þar allt út með hjólum sínum. Til að komast aftur upp úr gjánni þegar komið er að endilokum foksandsins þurfa þeir að spæna í gegnum mosagróna hlíð og sárið þar er greinilega fremur nýtt."
Fréttir Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira