Innlent

Endurkröfurnar nema 48 milljónum

MYND/Einar Ólason
Endurkröfur frá tryggingafélögunum á tjónvalda námu á síðasta ári 48 milljónum króna. Tryggingafélögin eiga í mörgum tilfellum endurkröfurétt á tjónvalda ef sannað þykir að slys eða óhapp verði vegna gáleysis eða ásetnings. Í langflestum tilvikum var ástæðan ölvunarakstur, eða 74 prósent, og nam hæsta krafan frá tryggingafélagi á hendur einstaklingi vegna ölvunarakstur tveimur og hálfri milljón króna. Í tuttugu og einu máli námu kröfurnar einni milljón króna eða meira.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×