Innlent

Engin gosvirkni á skjálftasvæðinu

Engin gosvirkni virðist vera á skjálftasvæðinu suður af landinu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Skjálftahrinan hóst um miðjan dag í gær en frá miðnætti hafa mælst hátt í hundrað skjálftar. Öflugustu skjálftarnir hafa mælst allt að fimm á Richter. Virknin er enn í gangi og á síðustu klukkustund hafa enn mælst skjálftar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×