Fleiri fréttir

Sodano aftur æðsti maður Páfagarðs

Benedikt sextándi, nýkjörinn páfi, skipaði í kardínálanna Angelo Sodano aftur æðsta yfirmann Vatíkansins, en hann gengdi því starfi einnig þegar Jóhannes Páll annar var við völd í Vatíkaninu. Þá verða flestir æðstu menn Páfagarðs áfram í sínum störfum sem bendir til þess að Benedikt vilji starfa í anda Jóhannesar Páls.

Stjórnmálaþjark í skugga árása

Trúarbragðadeilur fara harðnandi í Írak og árásum hryðjuverkamanna fjölgar sífellt. Á meðan þjarka stjórnmálamenn um embætti og völd en leysa ekki ærinn vanda sem við blasir. Varað er við myndum í þessari frétt.

Skotárás hefur verið upplýst

Skotárás á Akureyri um síðustu helgi hefur verið upplýst að sögn lögreglunnar, sem annars þegir þunnu hljóði um rannsóknina. Tveimur mönnum hefur verið sleppt, sem grunaðir voru um að hafa flutt ungan mann nauðugan upp á Vaðlaheiði, látið hann afklæðast og sært hann með loftbyssu í tengslum við fíkniefnauppgjör. Að minnsta kosti annar hinna grunuðu hefur játað.

Sumar og vetur frusu saman

Sumar og vetur frusu saman, sem samkvæmt þjóðtrúnni boðar gott sumar. Landsmenn víða um land fögnuðu sumarkomunni í betra veðri en þeir eiga að venjast á þessum degi. Í Reykjavík gengu skátar frá Arnarhóli að Hallgrímskirkju þar sem haldin var guðsþjónusta eins og hefð er fyrir. Víða í hverfum höfuðborgarinnar voru síðan hverfahátíðir þar sem ýmislegt var gert sér til gamans og einkum hugað að áhugamálum yngri kynslóðarinnar.

Vonast til að halda embætti

Silvio Berlusconi vonast enn til að halda forsætisráðherraembættinu á Ítalíu en forseti landsins kannar hvort hann nýtur til þess stuðnings. Fleiri vandamál blasa þó við Berlusconi en hugsanlegar þingkosningar.

Samvinna um markaðssetningu

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins skrifuðu í dag undir samning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynna alla viðburði sem tengjast ferðaþjónustu og markaðssetja höfuðborgarsvæðið sem eina heild. Tilgangurin er að skapa heildstæða mynd af svæðinu í huga ferðamanna.

För geimskutlu frestað um viku

Fyrsta flugi geimskutlu frá Columbiu-slysinu árið 2003 hefur verið frestað um viku. Geimskutlan Discovery átti upphaflega að taka á loft 15. maí en því var frestað til 22. Þannig er unnt að binda alla lausa enda og tryggja örugga ferð, segja yfirmenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.

Styrkir til starfa í þágu barna

Þrjú verkefni fengu styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf í gær, en alls bárust 30 umsóknir um styrk.Anna C. Leplar myndmenntakennari og Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur fengu styrk vegna gerðar listaverkabókar fyrir börn.

Gutierrez flúinn til Brasilíu

Brasilísk stjórnvöld hafa skotið skjólshúsi yfir Lucio Gutierrez, fyrrum forseta Ekvador, sem ekvadorska þingið svipti völdum á miðvikudag. Gutierrez, sem um hríð hefur verið sakaður um valdníðslu, dvelur nú í brasilíska sendiráðinu í Quito en verður fluttur til Brasilíu innan skamms.

Tímabær úttekt

"Úttektin sannar að Háskólinn hefur haldið afar vel á spilunum undanfarin ár þrátt fyrir að ýmsir hafi haldið öðru fram," segir Árni Helgason, oddviti Vöku, félags lýðræðisinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands.

Forseti Ítalíu leitar hófanna

Forseti Ítalíu hóf viðræður við formenn ítölsku þingflokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Silvio Berlusconi forsætisráðherra baðst lausnar á miðvikudag, en sagðist hafa í hyggju að mynda aðra ríkisstjórn.

Rice hallmælti Lúkasjenkó

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti sjö andófsmenn frá Hvíta-Rússlandi í Litháen í gær og lofaði þá fyrir baráttu sína gegn "síðasta harðstjóranum í Mið-Evrópu," og vísaði þar til Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins, sem hefur stjórnað með harðri hendi undanfarin ellefu ár.

NATO treystir tengslin við Úkraínu

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantsshafsbandalagsins eru sammála um að efla skuli hernaðar- og pólitíska samvinnu við Úkraínu og gáfu Úkraínumönnum þar með vonir um að geta gengið í bandalagið á næstu árum.

Verður ekki haldið á lífi

Breskir dómstólar hafa staðfest úrskurð um að eins og hálfs árs gömlu alvarlega veiku barni skuli leyft að deyja hætti það að anda. Foreldrar barnsins höfðu áfrýjað fyrri dómi og freistuðu þess að fá honum hnekkt.

benedictxvi@vatican.va

Aðdáendaklúbbur Benedikts XVI páfa var starfræktur þegar hann var kardínáli og hét Joseph Ratzinger og hélt úti heimasíðu honum til heiðurs. Páfagarður hefur nú ákveðið að láta æðsta mann kirkjunnar fá netfang svo guðhræddir menn geta sent páfanum bænir eða létt á hjarta sínu.

Hrottaleg árás fyrir Hæstarétt

Hrottafengin árás handrukkaranna Annþórs Kristjáns Karlssonar og Ólafs Valtýs Rögnvaldssonar verður tekin fyrir í Hæstarétti í dag. Þeir réðust á mann á sjúkrabeði á heimili hans og barði Annþór hann með kylfu.

Samkynhneigðir fá að giftast

Neðri deild spænska þingsins hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samkynhneigðum að ganga í hjónaband og ættleiða börn.

Fundað vegna þorskstofns

Þorskkvótinn verður ekki aukinn á næstunni. Sjávarútvegsráðherra segir ástand stofnsins lélegt. Fulltrúar sjávarútvegsnefndar Alþingis eiga á morgun fund með forstjóra Hafrannsóknarstofnunar vegna málsins.

Skotbardagi í Kristjaníu

Einn maður lést og þrír særðust í skotbardaga á Pusher Street í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Mikil skelfing greip um sig í fríríkinu í kjölfarið.

Sjálfboðaliðar tilbúnir til árása

Ríflega 440 írönsk ungmenni hafa boðið sig fram til að fremja sjálfsmorðssprengjuárásir gegn Bandaríkjamönnum í Írak og Ísraelum í heimalandi þeirra.

Frelsaðar úr klóm ræningja

Filippeyskir hermenn frelsuðu í gær 13 konur úr klóm mannræningja eftir mikinn eltingarleik. Tveir ræningjanna lágu í valnum eftir að til átaka kom og einn hermaður. Íslamskir skæruliðar aðstoðuðu hermennina í leitinni.

Vargöldin heldur áfram

Ekkert lát er á átökum í Írak. Ellefu týndu lífi þegar flugskeytaárás var gerð á þyrlu í gær og reynt var að ráða forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar af dögum.

Sprenging í Sambíu

51 maður fórst í sprengiefnaverksmiðju í Sambíu í fyrradag. 26 er enn saknað og er óttast að þeir séu einnig látnir.

Brisfrumur græddar í konu

Lækning gæti verið í sjónmáli við insúlínháðri sykursýki eftir að læknum í Japan tókst að græða brisfrumur úr konu í dóttur hennar sem þjáðist af sjúkdómnum.

Fagnar reglum um fjármál þingmanna

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að framsóknarmenn vilji setja reglur um fjármál og eignir Alþingismanna. Hún hafi lagt það til í mörg ár.

Ungur ökumaður á ógnarhraða

Ungur ökumaður á bráðabyrgðaskírteini hunsaði lögreglu og stöðvaði ekki aksturinn er lögreglan mældi hann á 176 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni um hálfs sex leytið í gærmorgun.

Vefmyndavél vekur athygli

Persónuvernd hefur veitt leyfi fyrir vefmyndavél í Bolungarvík en henni geta notendur stjórnað og fylgst með lífinu í höfninni og nágrenni hennar.

Gerendur fari út í fíkniefnaneyslu

Ef enginn stöðvar í tæka tíð þá sem leggja aðra í einelti er mikil hætta á að þeir leiðist út í fíkniefnaneyslu og afbrot síðar á ævinni. Nýjar rannsóknir leiða þetta í ljós.

Flokkarnir fá minnst 300 milljónir

Fyrirtæki og einstaklingar nýta sér í auknum mæli skattfrádrátt með framlögum til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka. Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka hafa aukist um 40 prósent á fimm árum.</font /></b />

Neyðarfundur um ástand þorsksins

Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, varð í gær við óskum stjórnarandstæðinga í nefndinni um neyðarfund í dag með forstjóra Hafrannsóknastofnunar.

Mótmælin komu of seint

Mótmæli vegna fyrirhugaðs niðurrifs gamla Mjólkursamlagsins í Borgarnesi koma of seint, segir Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð.

Snarpur jarðskjálfti í Japan

Að minnsta kosti þrettán slösuðust í snörpum jarðskjálfta sem varð nærri borginni Fukuoka í Japan í nótt. Skjálftinn mældist 5,8 á Richter og honum fylgdu tveir smærri skjálftar upp á tæplega fimm.

Ránið í 10-11 upplýst

Lögreglan í Kópavogi hefur upplýst ránið sem tveir menn frömdu í í versluninni 10-11 við Engihjalla fyrir viku. Ræningjarnir, sem eru 19 og 22 ára, hótuðu afgreiðslustúlku þar að stinga hana á hol með skrúfjárni ef hún afhenti þeim ekki allt lausafé, sem hún gerði.

Sameining allra kristinna manna

Fyrsta messa Josephs Ratzingers eftir að hann var kjörinn páfi fór fram í morgun. Þar talaði hann m.a. um að reyna að sameina alla kristna menn veraldar.

Krefjast gæsluvarðhalds

Lögreglan á Akureyri fór í gærkvöldi fram á gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn ásamt öðrum manni þar í bæ í fyrrakvöld vegna rannsóknar á fíkniefnamáli. Hinum manninum var sleppt í gær.

Fjórir féllu í Írak

Tveir bandarískir hermenn féllu í valinn í sjálfsmorðssprengjuárás í suðurhluta Bagdad í nótt. Fjórir Bandaríkjamenn og sjö Írakar særðust í árásinni. Í morgun féllu svo tveir í valinn og fimm særðust þegar bílsprengja sprakk vestur af Bagdad.

Sinueldur fór úr böndunum

Sinueldur fór úr böndunum við bæinn Finnastaði í Eyjafjarðarsveit í gær og kallaði bóndinn á aðstoð slökkviliðsins á Akureyri til að hefta eldinn. Slökkviliðsmenn börðust við eldinn í nokkrar klukkustundir en þegar slökkvistarfi lauk var öll hlíðin fyrir ofan bæinn brunnin.

Rautt regn í Rússlandi

Það er ekki á hverjum degi sem rigning er rauð, en þegar það rignir rauðu á annað borð kemur ekki á óvart að það skuli vera í Rússlandi sem státaði lengi vel af rauðum fána og Rauða hernum.

Al-Zarqawi með kjarnorkusprengju?

Leiðtogi al-Qaida í Írak ræður yfir kjarnorkusprengju. Þessu er haldið fram í dagblaðinu <em>Washington Times</em> í dag og vitnað í ónafngreinda leyniþjónustumenn.

Kosningarútur liðin tíð?

Hjálp! Það eru blaðamenn á eftir mér! Þannig gæti harmakvein breskra stjórnmálamanna hljómað en þeir sjá sér þann kost vænstan að forðast bresku pressuna í miðri kosningabaráttunni.

Dómur fyrir sölu á aflahlutdeild

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann á fimmtugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa selt alla aflahlutdeild frá skipi, án samþykkis Sparisjóðs Keflavíkur, sem átti skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta þess.

Aðild Íslands lausn kreppunnar?

Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar <em>Financial Times</em> telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Skotárás á ungan pilt við Akureyri

Sautján ára piltur varð fyrir skotárás skammt frá Akureyri síðastliðinn laugardag. Talið er að skotið hafi verið á hann um ellefu skotum úr loftbyssu og sex skotum úr annars konar byssu. Tvær byssukúlur voru fjarlægðar úr piltinum með skurðaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Ratzinger millibilspáfi

Andi Jóhannesar Páls páfa II mun svífa yfir vötnum í Vatíkaninu um hríð því að nýi páfinn, Benedikt XVI, er sagður eins konar millibilspáfi sem ætlað er að fylgja stefnu forvera sína eftir. Kjöri Josephs Ratzingers er víða fagnað en ekki alls staðar.

Sjá næstu 50 fréttir