Aukin framlög tryggi rekstur skóla 21. apríl 2005 00:01 Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla en þær ná til fimm skóla: Landakotsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðarskóla, Tjarnarskóla og Waldorf-skólans. Hækkunin nemur um 25 prósentum, eða rúmum 82 þúsund krónum, sem þýðir að framlagið verður rúmlega 413 þúsund krónur á nemanda á grunnskólaaldri í stað 330 þúsund króna áður. Ákvörðun meirihluta Reykjavíkurborgar er tekin í framhaldi af viðræðum við einkareknu grunnskólanna í vetur. Samkomulag náðist fyrir tveimur árum, sem talið var að dygði til að skólarnir stæðu undir rekstri, en í ljós kom að þær áætlanir stóðust ekki. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að allir einkareknu skólarnir njóti sömu hækkunar og tekjur þeirra á hvern nemanda nemi svipaðri upphæð og meðalkostnaður á nemanda í þeim skólum sem borgin reki. En hvað kostar þetta borgina? Stefán segir upphæðina nema tæpum 40 milljónum króna. Aðspurður hverju þetta breyti fyrir skólana að hans mati segir Stefán að forsvarmenn skólanna hafi fullvissað hann um að þeir eigi mjög góða möguleika á að reka sig samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi. Nú muni hins vegar koma í ljós hvort önnur sveitarfélög séu tilbúin að feta í fótspor Reykjavíkur og hækka líka sitt framlag með nemendum sem stundi nám í skólunum. Þarna séu nemendur frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ og borgin vonist til þess að bæjarfélögin fylgi í kjölfarið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, fagnar þessari stefnubreytingu R-listans. Hún gagnrýnir hins vegar að í stað þess að miða framlögin við hagkvæmasta skóla borgarinnar sé miðað við fimm hagkvæmustu skólana. Hugsunin á bak við þessa ráðstöfun hjá R-listanum sé allt önnur en hjá sjálfstæðismönnum, sem leggi mikla áherslu á valfrelsi í skólamálum og að foreldrar getir valið grunnskóla fyrir börnin sín, hvort heldur sem hann sé rekinn af borginni eða einkaaðila eða öðru sveitarfélagi en viðkomandi búi í. Guðrún segir að til þess að það geti orðið þurfi að finna fé sem eigi að fylgja hverjum nemanda þannig að honum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla hann gengur. Sjálfstæðismenn telji í þessu tilviki að ekki skuli miðað við lægri tölu en meðalframlag á hvern nemanda í borgarreknum skóla. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla en þær ná til fimm skóla: Landakotsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðarskóla, Tjarnarskóla og Waldorf-skólans. Hækkunin nemur um 25 prósentum, eða rúmum 82 þúsund krónum, sem þýðir að framlagið verður rúmlega 413 þúsund krónur á nemanda á grunnskólaaldri í stað 330 þúsund króna áður. Ákvörðun meirihluta Reykjavíkurborgar er tekin í framhaldi af viðræðum við einkareknu grunnskólanna í vetur. Samkomulag náðist fyrir tveimur árum, sem talið var að dygði til að skólarnir stæðu undir rekstri, en í ljós kom að þær áætlanir stóðust ekki. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að allir einkareknu skólarnir njóti sömu hækkunar og tekjur þeirra á hvern nemanda nemi svipaðri upphæð og meðalkostnaður á nemanda í þeim skólum sem borgin reki. En hvað kostar þetta borgina? Stefán segir upphæðina nema tæpum 40 milljónum króna. Aðspurður hverju þetta breyti fyrir skólana að hans mati segir Stefán að forsvarmenn skólanna hafi fullvissað hann um að þeir eigi mjög góða möguleika á að reka sig samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi. Nú muni hins vegar koma í ljós hvort önnur sveitarfélög séu tilbúin að feta í fótspor Reykjavíkur og hækka líka sitt framlag með nemendum sem stundi nám í skólunum. Þarna séu nemendur frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ og borgin vonist til þess að bæjarfélögin fylgi í kjölfarið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, fagnar þessari stefnubreytingu R-listans. Hún gagnrýnir hins vegar að í stað þess að miða framlögin við hagkvæmasta skóla borgarinnar sé miðað við fimm hagkvæmustu skólana. Hugsunin á bak við þessa ráðstöfun hjá R-listanum sé allt önnur en hjá sjálfstæðismönnum, sem leggi mikla áherslu á valfrelsi í skólamálum og að foreldrar getir valið grunnskóla fyrir börnin sín, hvort heldur sem hann sé rekinn af borginni eða einkaaðila eða öðru sveitarfélagi en viðkomandi búi í. Guðrún segir að til þess að það geti orðið þurfi að finna fé sem eigi að fylgja hverjum nemanda þannig að honum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla hann gengur. Sjálfstæðismenn telji í þessu tilviki að ekki skuli miðað við lægri tölu en meðalframlag á hvern nemanda í borgarreknum skóla.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira