Innlent

Kvótakerfið eflir ekki fiskstofna

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir kvótakerfið ekki hafa virkað til að efla fiskstofna þó kerfið virki vel rekstrarlega. Hann vil minnka loðnuveiðar og færa hluta af vísindastarfinu og ábyrgðinni til útgerðanna. Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út að þorskkvótinn verði ekki aukinn á næstunni vegna lélegs ástands stofnsins en mælingar sýna að stofnvísitala þorskins hafi minnkað um sextán prósent frá mælingu sem gerð var í fyrra. Guðmundur Kristjánsson segir kvótakerfið ekki virka sem skildi til að stuðla að vexti fiskstofnana. Resktrarlega sé það hins vegar alveg búið að skila sér Guðmundur segir nauðsynlegt að finna út hvað sé verið að gera rangt sem veldur því að ekki tekst að efla stofninn. Á síðustu árum hafi nánast einungis verið deilt um hverjir hafi rétt á að veiða. Líffræðilegi þátturinn hafi alveg gleymst. Huga verði t.a.m. að því hvort verið sé að nýta stofninn rétt, hvort skipti eigi um veiðarfæri og hvort verið sé að veiða of mikið af loðnu. Eins telur hann breytinga þörf á vísindarannsóknunum og vill hann að ábyrgðin sé að einhverju leyti færð til útgerðanna. Til stóð að sjávarútvegsnefnd Alþingis myndi funda um málið í dag ásamt Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Ekkert varð hins vegar af fundinum þar sem einhverjir nefndarmanna komust ekki vegna annarra nefndarstarfa og óskuðu eftir að fundinum yrði frestað. Sjávarútvegsnefnd mun þess í stað funda á mánudagsmorgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×