Innlent

Vilja halda rekstrinum á Akureyri

Kaupfélag Eyfirðinga hefur keypt 70 prósenta hlut í Ásprenti-Stíl á Akureyri af Burðarási en Burðarás eignaðist hlutinn við sameiningu við fjárfestingafélagið Kaldbak. Halldór Jóhannsson, fjárfestingastjóri KEA, segir tilganginn að tryggja að starfsemi fyrirtækisins haldist á Akureyri en hann vill ekki gefa upp kaupverðið. Halldór segir mikið umrót hafa verið á prentmarkaði að undanförnu en hann telur að fyrirtækið hafi burði til að vaxa og dafna. Ásprent-Stíll er með fjölþætta starfsemi og rekur meðal annars eina af stærri prentsmiðjum landsins auk auglýsingastofu, skiltagerðar, verslunar með skrifstofuvörur og útgáfustarfsemi. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns, auk fjölda blaðburðarfólks, en áætluð velta félagsins á þessu ári er um 340 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×