Erlent

Njósnaflugvél frá NATO í Róm

Atlantshafsbandalagið áformar að senda njósnaflugvél til Rómar til þess að gæta öryggis í lofti á meðan á jarðarför páfa fer fram á morgun. Þetta er gert að beiðni ítalskra stjórnvalda en þau vilja gæta fyllsta öryggis þar sem allir helstu leiðtogar heims verða samankomnir við jarðarförina. Njósnaflugvélin getur í 30 þúsund feta hæð fylgst með svæði sem hefur 320 kílómetra radíus. Ítölsk yfirvöld hafa þegar bannað allt flug yfir borginni í fyrramálið þegar jarðarförin fer fram og hafa auk þess komið upp flugskeytum í borginni til þess að verjast hugsanlegum árásum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×