Innlent

6.000 umsóknir bárust

Tæplega 6.000 umsóknir höfðu borist um lóð við Lambasel í Reykjavík þegar umsóknarfrestur rann út síðdegis í gær. Tæplega 1.800 umsóknir bárust í gærdag en áður hafði umsóknunum fjölgað frá degi til dags og mest auðvitað síðustu daga. Fréttablaðið ræddi við Vagnbjörgu Magnúsdóttur, deildarfulltrúa á umhverfis- og tæknisviði Reykjavíkurborgar, um hálfþrjú-leytið í gær og höfðu þá 1.400 umsóknir þegar borist. Þegar búið var að loka voru þær orðnar 1.765 þannig að rúmlega 300 umsóknir bárust á síðustu tveimur tímunum. Vagnbjörg sagði að aðsókn hefði aldrei verið svona mikil áður og því hefði verið afar annasamt við móttöku umsókna. Allir starfskraftar nýttir hefðu verið nýttir og m.a. fjórir starfsmenn fengnir að láni úr öðrum störfum. Starfsmenn urðu að hafa vaktaskipti til að geta brugðið sér frá. Starfsmenn verða einnig fengnir að láni til að takist að slá inn öllum upplýsingum um umsækjendur áður en dregið verður úr pottinum hjá sýslumanninum í Reykjavík í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×