Stjórn RÚV setur reglur um fréttir 7. apríl 2005 00:01 Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að fimm manna stjórn RÚV, sem kosin er hlutbundinni kosningu á Alþingi, skuli setja reglur um fréttaflutning. "Með þessu er verið að geirnegla inn í lögin pólitíska valdstjórnun Ríkisútvarpsins," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri-grænna. "Samkvæmt frumvarpinu á stjórn ríkisútvarpsins, sem er pólitísk skipuð, að setja fréttastofunni reglur um hvaða vinnubrögð hún eigi að viðhafa. Það yrði stórslys verði þetta frumvarp að lögum, ekki síst í ljósi þess að nú hefur formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tilkynnt að hann muni kalla nýjan fréttastjóra Ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, á teppið hjá sér. Vilja menn virkilega færa þessum aðilum, eins og formanni útvarpsráðs, auknar lagaheimildir til slíks pólitísks lögreglustarfs?" spyr Ögmundur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ákvæðið fyrst og fremst eiga við um ákvæði frumvarpsins um almannaþjónustuhlutverk RÚV þar sem segir að RÚV eigi að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu. "Það er í því samhengi sem þetta ákvæði verður að skiljast. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé alveg á hreinu að stjórn hins nýja Ríkisútvarps verður rekstarstjórn og á ekki að skipta sér af dagskránni. "Ég er að klippa á þessi meintu pólitísku tengsl. Það verður hins vegar að velja inn í stjórn RÚV fólk með rekstrarlega og faglega þekkingu," segir Þorgerður. "Ef vafi leikur á því hvernig túlka megi þetta ákvæði verður þingið að skoða það mjög gaumgæfilega," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að fimm manna stjórn RÚV, sem kosin er hlutbundinni kosningu á Alþingi, skuli setja reglur um fréttaflutning. "Með þessu er verið að geirnegla inn í lögin pólitíska valdstjórnun Ríkisútvarpsins," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri-grænna. "Samkvæmt frumvarpinu á stjórn ríkisútvarpsins, sem er pólitísk skipuð, að setja fréttastofunni reglur um hvaða vinnubrögð hún eigi að viðhafa. Það yrði stórslys verði þetta frumvarp að lögum, ekki síst í ljósi þess að nú hefur formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, tilkynnt að hann muni kalla nýjan fréttastjóra Ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, á teppið hjá sér. Vilja menn virkilega færa þessum aðilum, eins og formanni útvarpsráðs, auknar lagaheimildir til slíks pólitísks lögreglustarfs?" spyr Ögmundur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ákvæðið fyrst og fremst eiga við um ákvæði frumvarpsins um almannaþjónustuhlutverk RÚV þar sem segir að RÚV eigi að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu. "Það er í því samhengi sem þetta ákvæði verður að skiljast. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé alveg á hreinu að stjórn hins nýja Ríkisútvarps verður rekstarstjórn og á ekki að skipta sér af dagskránni. "Ég er að klippa á þessi meintu pólitísku tengsl. Það verður hins vegar að velja inn í stjórn RÚV fólk með rekstrarlega og faglega þekkingu," segir Þorgerður. "Ef vafi leikur á því hvernig túlka megi þetta ákvæði verður þingið að skoða það mjög gaumgæfilega," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira