Innlent

Bensínið hækkaði hjá Essó og Olís

Essó og Olís hækkuðu bensínverð seint í gær. Essó hækkaði lítrann af bensíni um 1,9 krónur og er algengasta verð þess 102,5 krónur. Dísellítrann hækkaði Essó um 1,4 krónur og er algengasta verð 49 krónur. Olís hækkaði lítrann í 102,5 allsstaðar utan Akraness þar sem verðið er krónu hærra, samkvæmt vefjum fyrirtækjanna. Nemur hækkunin á Akureyri rúmum fimm krónum. Á þriðjudaginn ákváðu olíufélögin að draga til baka verðhækkanir frá mánudeginum vegna markaðsaðstæðna. Þau hafa nú hækkað verð um helming þess sem þau drógu til baka þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×