Erlent

Sprenging banar tveimur í Kaíró

Sprengja sprakk á flóamarkaði í Gamla bænum í Kaíró í dag, sem virðist hafa verið kastað af mönnum sem óku hjá á mótorhjóli. Frönsk kona og bandarískur karl létu lífið af sárum sínum og að minnsta kosti nítján aðrir særðust, að því er yfirvöld greindu frá. Flóamarkaðurinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna í egypsku höfuðborginni. Meðal hinna særðu eru tíu Egyptar, tveir Bandaríkjamenn, tveir Tyrkir, tveir Ítalir, tveir Frakkar og einn Breti, að sögn egypska varaheilbrigðisráðherrans Ahmed Adel. Atvikið virðist vera fyrsta hryðjuverkaárásin sem beint er gegn erlendum ferðamönnum sem framin er í Kaíró í sjö ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×