Innlent

Hátt í 6000 umsóknir bárust

Fullt var út úr dyrum í afgreiðslu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í dag vegna lóðaúthlutunar í Lambaseli, en umsóknarfrestur rann út klukkan 16.15. Alls bárust 5.658 umsóknir, þar af 1.765 í dag. Gert er ráð fyrir því að sýslumaðurinn í Reykjavík dragi úr lóðaumsóknum um miðja næstu viku og fá lóðaumsækjendur ekki að vera viðstaddir útdráttinn. Þegar dregið hefur verið úr umsóknum verður þeim sem hljóta lóðir tilkynnt það bréflega, en listi yfir þá verður einnig settur á vefsíðu framkvæmdasviðs. Dregið er um 30 lóðir, en nöfn 20 annarra verða dregin til vara ef forföll verða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×