Innlent

Hvíti dauði ekki í landinu

Rétt tæplega eitt þúsund manns sem hafa sprautað fíkniefnum í æð fóru í meðferð á Vogi á síðustu fimm árum og 770 ópíumfíklar hafa farið í meðferð á síðustu tíu árum. Á síðustu sjö árum hafa um sex stórnotendur heróíns, stundum nefnt hvíti dauði, farið í meðferð árlega. Þeir koma erlendis frá í meðferð. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi greindi frá því á blaðamannafundi að fjörutíu manns væru í viðhaldsmeðferð fyrir heróín- og morfínfíkla hjá meðferðarsjúkrahúsinu sem þýðir að þeir eru á lyfjum. Heilbrigðisráðuneytið greiðir lyfjanotkun tuttugu þeirra. "Ópíumfíknin er eini fíknisjúkdómurinn hefur lyfjafræðilega lausn sem getur verið í því fólgin að láta fólkið hafa ópíumefnin án þess að það fari í vímu og án þess að það sé í fráhvörfum," segir Þórarinn. Fólkið sé byggt upp félagslega og andlega áður en hugað sé að því hvort hætta beri lyfjameðferðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×