Innlent

Framleiðsla aldrei meiri

"Það var sú stækkun á frystihúsinu sem við fórum í á síðasta ári sem eru forsenda þessarar auknu framleiðslu," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar. Fyrirtækið frysti vel yfir fjórtán þúsund tonn af loðnu á liðinni vertíð en það er mesta framleiðsla fyrirtækisins frá upphafi og leitt er líkum að því á heimasíðu félagsins að um met á landsvísu sé að ræða. Björgólfur sagði þó sterka stöðu krónunnar bera skugga á góða vertíð. "Gróflega áætlað þá hefur staða krónunnar kostað mitt fyrirtæki um 800 milljónir króna og munar aldeilis um minna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×