Innlent

Rafmagn olli ekki eldi á Króknum

Engar skýringar liggja fyrir um upptök eldsvoðans sem varð ungum manni að bana á Sauðárkróki utan þess að útilokað hefur verið að rafmagn hafi ollið eldinum. Ungur maður sem lögreglan taldi að gæti verð eina vitnið fékk réttarstöðu grunaðs manns. Vitnisburður hans hefur ekki varpað ljósi á atburðinn. Lögreglan segir miður að ekki hafi tekist að hnýta lausa enda. Lögreglan á Sauðárkróki segir málið í höndum ríkissaksóknara sem ákvarði hvort það verði látið niður falla eða rannsakað frekar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×