Fleiri fréttir Skammaði bjargvætti sína Feðgarnir Guðmann Guðmundsson og Eðvarð Guðmannsson komu nágranna sínum til bjargar þar sem hann lá sofandi á eldhúsgólfi í rjúkandi íbúðarhúsi að Suðurtanga 2 á Ísafirði í fyrrinótt. Maðurinn rankaði við sér þegar komið var með hann út en hann kunni þó bjargvættum sínum minnstu þakkir fyrir og sagðist hafa verið í djúpri hugleiðslu. 11.3.2005 00:01 Varúðarráðstafanir í Grímsey Hafís er nærri landi við Vestfirði, úti fyrir öllu Norðurlandi og austur fyrir Langanes. Hreppstjórinn í Grímsey segir þungt hljóð í eyjarskeggjum en í gær sóttu Grímseyingar vír til Dalvíkur og var ætlunin að strengja hann fyrir höfnina til að verja báta og hafnarmannvirki. 11.3.2005 00:01 Lögreglustjóri myrtur í Írak Uppreisnarmenn í Írak myrtu í morgun lögreglustjóra sem var á leið til vinnu sinnar í miðborg Bagdad. Árásarmennirnir klæddu sig í lögreglubúninga og settu upp eftirlitsstöð utan við lögreglustöðina. Þegar lögreglustjórinn kom þangað spurðu þeir hann til nafns og skutu hann síðan höfuðið sem og tvo aðstoðarmenn hans. Að sögn lögreglu var atburðurinn tekinn upp á myndband. 10.3.2005 00:01 Vill leyniþjónustuna líka burt Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja ekki nóg að Sýrlendingar fari með herlið sitt burt frá Líbanon heldur eigi þeir líka að kalla allt leyniþjónustulið sitt heim. George Bush sagði í gær að leyniþjónusta Sýrlendinga hefði mikil áhrif á stjórnkerfið í Líbanon og því yrði að kalla hana burt með herliðinu. 10.3.2005 00:01 Tvísýnt með hryðjuverkafrumvarp Fulltrúadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi umdeilt frumvarp um varnir gegn hryðjuverkum. Frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu í bresku í lávarðadeildinni í dag og er talið að brugðið geti til beggja vona um hvort ríkisstjórn Tonys Blairs fái það samþykkt þar. 10.3.2005 00:01 Kveikti í sér við lögreglustöð Lögreglu í Ontario í Kanada tókst í gær að bjarga manni sem hafði kveikt í sjálfum sér. Maðurinn lagði pallbíl sínum utan við lögreglustöð í borginni og hóf þar mikil læti. Hann öskraði út um glugga bílsins og veifaði þaðan sígarettukveikjara. Síðan greip maðurinn til þess að hella yfir sig allan úr olíubrúsa. 10.3.2005 00:01 Þekkja ekki afleiðingar kynlífs Nærri þriðjungur hjóna á Filippseyjum veit ekki að kynlíf getur leitt til getnaðar. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þetta niðurstöður nýrrar könnunar sem ríkisstjórn landsins lét gera og greint er frá í tímaritinu <em>Time</em>. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Filippseyingum fjölgi einna mest af þjóðum heimsins, eða um 2,4 prósent á ári undanfarin ár. 10.3.2005 00:01 Harma aðför að hlutleysi RÚV Hollvinir Ríkisútvarpsins hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson réð Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps í gær. Þar harma samtökin þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðningin feli í sér. 10.3.2005 00:01 Bondevik gagnrýnir IKEA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýnir IKEA fyrir að gefa út hátt í 2000 leiðbeiningabæklinga í um 200 vöruhúsum sínum víða um heim án þess að nokkur kona sjáist setja saman húsgögn eða vöru frá fyrirtækinu. Bondevik segir það óverjandi og IKEA til skammar að aðeins skuli vera myndir af karlmönnum í bæklingunum. 10.3.2005 00:01 Vinstri - grænir mótmæla ráðningu Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ályktað um ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps og mótmælir ófagmannlegum vinnubrögðum við ráðninguna. 10.3.2005 00:01 Heitar umræður um RÚV á þingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi fyrir stundu þá ákvörðun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu meðal annars að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti. 10.3.2005 00:01 Lýsa vantrausti á útvarpsstjóra Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu samþykkti einróma á fundi sínum í morgun ályktun þar sem lýst er vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Ályktunin er svohljóðandi. 10.3.2005 00:01 Hafi horft á klám með Jackson Gavin Arvizo, drengurinn sem sakar Michael Jackson um kynferðislega áreitni, bar í gær vitni um það að hann hefði sofið í rúmi söngvarans og saman hefðu þeir horft á klám á Netinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan réttarhöldin hófust sem Arvizo, sem er fimmtán ára, hittir Jackson, augliti til auglitis í réttarsalnum. 10.3.2005 00:01 Hættir sem sendiherra í haust Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, mun láta af störfum sem sendiherra í haust. Þorsteinn hefur verið sendiherra í sex ár, fyrst í fjögur ár í Lundúnum en síðustu tvö ár í Kaupmannahöfn. Búast má við að fleiri sendiherrar láti af störfum í haust. Ekki er ljóst hver tekur við af Þorsteini. 10.3.2005 00:01 Skjávarpa stolið úr fyrirtæki Brotist var inn í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og var skjávarpa stolið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er þjófurinn enn ófundinn en málið er í rannsókn. 10.3.2005 00:01 Enn á gjörgæsludeild eftir bílslys Einn er enn á gjörgæsludeild eftir árekstur fólksbíls og jeppa á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjara á sunnudagsmorgun. Hann er í öndunarvél og er haldið sofandi, að sögn vakthafandi læknis. Tíu voru í bílunum og lést einn þeirra. 10.3.2005 00:01 Hart deilt um frumvarp í Bretlandi Hatrömm kosningabarátta er hafin í Bretlandi og endurspeglast hún í gríðarhörðum deilum um frumvarp bresku ríkisstjórnarinnar um varnir gegn hryðjuverkum. 10.3.2005 00:01 Óvinsæll borgarstjóri segir af sér Stjórnandi Hong Kong borgar, Tung Chee-hwa, hefur sagt af sér embætti, að sögn af heilsufarsástæðum. Tung hefur verið frekar óvinsæll í embætti og hafa íbúar borgarinnar mótmælt einræðistilburðum hans og krafist aukins lýðræðis. 10.3.2005 00:01 Rektorskjör við HÍ í dag Rektorskjör fer fram við Háskóla Íslands í dag. Þeir sem eru í framboði eru prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá, 1100 starfsmenn og 8800 stúdentar. 10.3.2005 00:01 Hóta Sýrlendingum aðgerðum Bandaríkjastjórn boðar aðgerðir gegn Sýrlendingum fari þeir ekki bæði með herlið sitt og leyniþjónustu út úr Líbanon fyrir maílok. 10.3.2005 00:01 Auka þrýsting á japönsk stjórnvöld Stuðningsmenn Bobbys Fischers í Japan auka nú þrýsting sinn á japönsk stjórnvöld í viðleitni sinni til að fá Fischer leystan úr fangelsi og sendan til Íslands. 10.3.2005 00:01 Ráðning vegi að sjálfstæði RÚV Félag fréttamanna hefur lýst vantrausti á Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, vegna ákvörðunar hans um að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarpsins. Fréttamenn telja ráðninguna vega að sjálfstæði stofnunarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu útvarpsstjóra harðlega á Alþingi í morgun. 10.3.2005 00:01 Fagnar niðurstöðu könnunar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar niðurstöðu könnunar Gallups um að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi því að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Siv hefur lagt fram frumvarp um að banna reykingar á stöðunum ásamt tveimur öðrum þingkonum. 10.3.2005 00:01 Útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Þar segir jafnframt: 10.3.2005 00:01 Segja Írana hafa fengið skilvindur Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að Abdul Qadeer Khan, sem kallaður hefur faðir atómsprengjunnar í Pakistan, hefði útvegað Írönum skilvindur til þess að auðga úran fyrir kjarnorkusprengjur. Khan hefur áður orðið uppvís að því að láta Írönum, Norður-Kóreumönnum og Líbíumönnum í té leynilegar upplýsingar um kjarnorkumál en Pakistanar hafa ekki gefið hvers konar upplýsingar það hafi verið. 10.3.2005 00:01 Afríkubúa saknað eftir bátsskaða Óttast er að tæplega hundrað Afríkubúar hafi drukknað í síðustu viku eftir að bátur smyglara, sem hugðust smygla fólki inn í Jemen, sökk á Aden-flóa. Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag. Flestir þeirra sem saknað er eru Sómalir og Eþíópíubúar en fjórir smyglaranna komust af þar sem þeim var bjargað um borð í annan smyglbát. 10.3.2005 00:01 Sagðir á leið yfir landamærin Þúsundir sýrlenskra hermanna eru nú þegar á heimleið frá Líbanon og halda á sýrlensk landsvæði. Þetta segir varnarmálaráðherra Líbanons í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag, en samkvæmt samkomulagi forseta landanna var gert ráð fyrir að hermennirnir myndu í fyrri áfanga brottflutningsins halda til Bekaa-dalsins í austurhluta Líbanons og síðar halda yfir landamærin. 10.3.2005 00:01 Leggur til fast verð fyrir lóðir Á fundi borgarráðs í dag lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri til að 30 einbýlishúsalóðum við Lambasel í Breiðholti yrði úthlutað til einstaklinga eða fjölskyldna í borginni sem vilja byggja sér sjálf þak yfir höfuðið. Fast gjald yrði innheimt fyrir lóðirnar samkvæmt tillögu borgarstjóra, 4,6 milljónir króna fyrir stærri lóðirnar og 3,5 milljónir fyrir þær smærri. 10.3.2005 00:01 Sótti slasaðan sjómann Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í mótorbátinn Hauk EA-76 fyrr í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um eittleytið í dag þar sem óskað var eftir þyrlu til að sækja skipverja á Hauki sem hafði meiðst á fæti, en Haukur var þá staddur 12 sjómílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi. 10.3.2005 00:01 Stafrænt sjónvarp á Akureyri Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill tók í dag formlega í gagnið fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Norðurlandi. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við Akureyri og nágrenni en útsendingar nást jafnt innan sem utan þéttbýlisins en þar eru um 98 prósent heimila á dreifisvæðinu. 10.3.2005 00:01 Margrét Sverrisdóttir ber af Matthías Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sat flokksþing Frjálslyndra um síðustu helgi. Honum líst vel á flokksforystuna og telur að flokkurinn geti komist í oddaaðstöðu eftir næstu kosningar. </font /></b /> 10.3.2005 00:01 Skype gríðarlega vinsælt Meira en 150 þúsund manns hlaða niður símaforritinu Skype á degi hverjum, að sögn sænsks höfundar forritsins. Með Skype geta nettengdir talað ókeypis saman heimshorna á milli. Notendur Skype eru nú um 29 milljónir. 10.3.2005 00:01 Músum loks sýndur sómi Systurnar hagamús og húsamús prýða ný frímerki Íslandspósts sem komu út í gær. Er þessu fagnað í herbúðum Músavinafélagsins en menn þar á bæ telja að loksins sé músinni sýnd sú virðing sem hún á skilið. 10.3.2005 00:01 Haradinaj birt ákæra í Haag Ákæra Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag á hendur Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, var birt í dag. Haradinaj er ákærður fyrir morð, nauðgun og eignatjón í stríði Kosovo-Albana og Serba á árunum 1998-1999. Haradinaj sagði af sér um leið og hann var ákærður, hélt beina leið til Haag og bíður þess nú að réttarhöldin yfir honum hefjist. 10.3.2005 00:01 Sjálfsmorðsárás í jarðarför Óttast er að allt að 30 manns hafi látist í sjálfsmorðárás í jarðarför í mosku í Mósúl í Norður-Írak fyrir stundu. Reuters-fréttastofan hefur eftir vitni að sprengingin hafi verið inni í moskunni og hafa fjölmargir verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar sprengingarinnar. 10.3.2005 00:01 Útvarpsstjóri brást Útvarpsráð fjallaði ekkert um þá fimm umsækjendur um starf fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Útvarpsstjóri setti hvorki fram tilmæli né andmæli gegn þessum vinnubrögðum og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir fulltrúi minnihlutans í útvarpsráði. </font /></b /> 10.3.2005 00:01 Fréttastofa í spennu og óvissu Andrúmsloftið á Ríkisútvarpinu var spennu hlaðið í gær vegna almennrar andstöðu starfsmanna við ráðningu nýs fréttastjóar á útvarpið. Fréttamenn samþykktu vantraust á útvarpsstjóra. "Sorglegt að til þess þyrfti að koma," segir formaður félags þeirra. </font /></b /> 10.3.2005 00:01 Hafa bæði skilað inn framboði Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út klukkan fjögur í dag. Tvö framboð bárust, frá Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur varaformanni. Í tilkynningu kjörstjórnar segir að ákveðið hafi verið að formaður verði kosinn í póstkosningu og að kjörseðlar verði sendir út til flokksmanna 22. apríl. 10.3.2005 00:01 Samtök sjálfstæðra skóla stofnuð Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð í morgun og var Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, kjörin formaður. Aðilar að samtökunum geta þeir skólar orðið sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins, 35 talsins, gerðust aðilar í dag. 10.3.2005 00:01 Pólitískur stimpill er hræðilegur "Það er hræðilegt að það komi pólitískur stimpill á fréttamenn og fréttastofu Útvarps með því að þar skuli settir inn menn eftir pólitík," sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður og stjórnarmaður í Samtökum hollvina RÚV, sem sagði að sér sýndist ekki hafa verið staðið faglega að ráðningu fréttastjóra. 10.3.2005 00:01 Jöfn kjörsókn í rektorskjöri Nú er tæp klukkustund þar til kjörfundi lýkur í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Ekki er þó búist við að úrslit verði ljós fyrr en seint í kvöld. Kjörsókn hefur verið jöfn en þó heldur meiri fyrri hluta dags, að sögn Aðalheiðar Jóhannsdóttur, formanns kjörstjórnar. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá en 66 prósent starfsmanna höfðu kosið klukkan hálffimm og 25 prósent stúdenta. 10.3.2005 00:01 Herþyrla fórst í Tsjetsjeníu Rússnesk herþyrla með tólf manna áhöfn fórst í Tsjetsjeníu í dag, eftir því sem Interfax-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt upplýsingum í innaríkisráðuneyti landsins var hún ekki skotin niður heldur virðist sem bilun í tækjabúnaði hafi valdið slysinu, en uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu hafa skotið niður nokkrar herþyrlur í baráttu sinni við rússneska herinn undanfarin ár. 10.3.2005 00:01 Blair í pólitískum forarpytti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í pólitískum forarpytti og virðist ekki ætla að geta komið umdeildu frumvarpi sínu um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í gegnum breska þingið. Málið þykir sýna svart á hvítu að kosningabaráttan í Bretlandi er nú hafin fyrir alvöru. 10.3.2005 00:01 Smurstimpli stolið Starfsmenn smurstöðvar Esso á Geirsgötu tóku eftir því í gærmorgun að einhver hafði stolið stimpli sem þeir nota til að stimpla smurbækur bifreiðaeigenda. 10.3.2005 00:01 Súnnítar sagðir hafa gert árásina Talið er að allt að 30 manns hafi látið lífið í sjálfsmorðsárás öfgamanna í norðurhluta Íraks nú síðdegis. Árásin var gerð í jarðarför í Mósúl í þann mund sem hópur sjítamúslíma fylgdi félaga sínum til grafar. Talið er víst að öfgahópar súnnímúslíma hafi verið að verki en þeir beina árásum sínum í síauknum mæli að sjítum í viðleitni sinni til að koma af stað átökum á milli trúarhópanna og efna til borgarastyrjaldar í landinu. 10.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Skammaði bjargvætti sína Feðgarnir Guðmann Guðmundsson og Eðvarð Guðmannsson komu nágranna sínum til bjargar þar sem hann lá sofandi á eldhúsgólfi í rjúkandi íbúðarhúsi að Suðurtanga 2 á Ísafirði í fyrrinótt. Maðurinn rankaði við sér þegar komið var með hann út en hann kunni þó bjargvættum sínum minnstu þakkir fyrir og sagðist hafa verið í djúpri hugleiðslu. 11.3.2005 00:01
Varúðarráðstafanir í Grímsey Hafís er nærri landi við Vestfirði, úti fyrir öllu Norðurlandi og austur fyrir Langanes. Hreppstjórinn í Grímsey segir þungt hljóð í eyjarskeggjum en í gær sóttu Grímseyingar vír til Dalvíkur og var ætlunin að strengja hann fyrir höfnina til að verja báta og hafnarmannvirki. 11.3.2005 00:01
Lögreglustjóri myrtur í Írak Uppreisnarmenn í Írak myrtu í morgun lögreglustjóra sem var á leið til vinnu sinnar í miðborg Bagdad. Árásarmennirnir klæddu sig í lögreglubúninga og settu upp eftirlitsstöð utan við lögreglustöðina. Þegar lögreglustjórinn kom þangað spurðu þeir hann til nafns og skutu hann síðan höfuðið sem og tvo aðstoðarmenn hans. Að sögn lögreglu var atburðurinn tekinn upp á myndband. 10.3.2005 00:01
Vill leyniþjónustuna líka burt Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja ekki nóg að Sýrlendingar fari með herlið sitt burt frá Líbanon heldur eigi þeir líka að kalla allt leyniþjónustulið sitt heim. George Bush sagði í gær að leyniþjónusta Sýrlendinga hefði mikil áhrif á stjórnkerfið í Líbanon og því yrði að kalla hana burt með herliðinu. 10.3.2005 00:01
Tvísýnt með hryðjuverkafrumvarp Fulltrúadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi umdeilt frumvarp um varnir gegn hryðjuverkum. Frumvarpið verður tekið til annarrar umræðu í bresku í lávarðadeildinni í dag og er talið að brugðið geti til beggja vona um hvort ríkisstjórn Tonys Blairs fái það samþykkt þar. 10.3.2005 00:01
Kveikti í sér við lögreglustöð Lögreglu í Ontario í Kanada tókst í gær að bjarga manni sem hafði kveikt í sjálfum sér. Maðurinn lagði pallbíl sínum utan við lögreglustöð í borginni og hóf þar mikil læti. Hann öskraði út um glugga bílsins og veifaði þaðan sígarettukveikjara. Síðan greip maðurinn til þess að hella yfir sig allan úr olíubrúsa. 10.3.2005 00:01
Þekkja ekki afleiðingar kynlífs Nærri þriðjungur hjóna á Filippseyjum veit ekki að kynlíf getur leitt til getnaðar. Þótt ótrúlegt megi virðast eru þetta niðurstöður nýrrar könnunar sem ríkisstjórn landsins lét gera og greint er frá í tímaritinu <em>Time</em>. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Filippseyingum fjölgi einna mest af þjóðum heimsins, eða um 2,4 prósent á ári undanfarin ár. 10.3.2005 00:01
Harma aðför að hlutleysi RÚV Hollvinir Ríkisútvarpsins hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Markús Örn Antonsson réð Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps í gær. Þar harma samtökin þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðningin feli í sér. 10.3.2005 00:01
Bondevik gagnrýnir IKEA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýnir IKEA fyrir að gefa út hátt í 2000 leiðbeiningabæklinga í um 200 vöruhúsum sínum víða um heim án þess að nokkur kona sjáist setja saman húsgögn eða vöru frá fyrirtækinu. Bondevik segir það óverjandi og IKEA til skammar að aðeins skuli vera myndir af karlmönnum í bæklingunum. 10.3.2005 00:01
Vinstri - grænir mótmæla ráðningu Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ályktað um ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps og mótmælir ófagmannlegum vinnubrögðum við ráðninguna. 10.3.2005 00:01
Heitar umræður um RÚV á þingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi fyrir stundu þá ákvörðun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu meðal annars að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti. 10.3.2005 00:01
Lýsa vantrausti á útvarpsstjóra Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu samþykkti einróma á fundi sínum í morgun ályktun þar sem lýst er vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Ályktunin er svohljóðandi. 10.3.2005 00:01
Hafi horft á klám með Jackson Gavin Arvizo, drengurinn sem sakar Michael Jackson um kynferðislega áreitni, bar í gær vitni um það að hann hefði sofið í rúmi söngvarans og saman hefðu þeir horft á klám á Netinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan réttarhöldin hófust sem Arvizo, sem er fimmtán ára, hittir Jackson, augliti til auglitis í réttarsalnum. 10.3.2005 00:01
Hættir sem sendiherra í haust Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, mun láta af störfum sem sendiherra í haust. Þorsteinn hefur verið sendiherra í sex ár, fyrst í fjögur ár í Lundúnum en síðustu tvö ár í Kaupmannahöfn. Búast má við að fleiri sendiherrar láti af störfum í haust. Ekki er ljóst hver tekur við af Þorsteini. 10.3.2005 00:01
Skjávarpa stolið úr fyrirtæki Brotist var inn í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og var skjávarpa stolið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er þjófurinn enn ófundinn en málið er í rannsókn. 10.3.2005 00:01
Enn á gjörgæsludeild eftir bílslys Einn er enn á gjörgæsludeild eftir árekstur fólksbíls og jeppa á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjara á sunnudagsmorgun. Hann er í öndunarvél og er haldið sofandi, að sögn vakthafandi læknis. Tíu voru í bílunum og lést einn þeirra. 10.3.2005 00:01
Hart deilt um frumvarp í Bretlandi Hatrömm kosningabarátta er hafin í Bretlandi og endurspeglast hún í gríðarhörðum deilum um frumvarp bresku ríkisstjórnarinnar um varnir gegn hryðjuverkum. 10.3.2005 00:01
Óvinsæll borgarstjóri segir af sér Stjórnandi Hong Kong borgar, Tung Chee-hwa, hefur sagt af sér embætti, að sögn af heilsufarsástæðum. Tung hefur verið frekar óvinsæll í embætti og hafa íbúar borgarinnar mótmælt einræðistilburðum hans og krafist aukins lýðræðis. 10.3.2005 00:01
Rektorskjör við HÍ í dag Rektorskjör fer fram við Háskóla Íslands í dag. Þeir sem eru í framboði eru prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá, 1100 starfsmenn og 8800 stúdentar. 10.3.2005 00:01
Hóta Sýrlendingum aðgerðum Bandaríkjastjórn boðar aðgerðir gegn Sýrlendingum fari þeir ekki bæði með herlið sitt og leyniþjónustu út úr Líbanon fyrir maílok. 10.3.2005 00:01
Auka þrýsting á japönsk stjórnvöld Stuðningsmenn Bobbys Fischers í Japan auka nú þrýsting sinn á japönsk stjórnvöld í viðleitni sinni til að fá Fischer leystan úr fangelsi og sendan til Íslands. 10.3.2005 00:01
Ráðning vegi að sjálfstæði RÚV Félag fréttamanna hefur lýst vantrausti á Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins, vegna ákvörðunar hans um að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarpsins. Fréttamenn telja ráðninguna vega að sjálfstæði stofnunarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu útvarpsstjóra harðlega á Alþingi í morgun. 10.3.2005 00:01
Fagnar niðurstöðu könnunar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar niðurstöðu könnunar Gallups um að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi því að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Siv hefur lagt fram frumvarp um að banna reykingar á stöðunum ásamt tveimur öðrum þingkonum. 10.3.2005 00:01
Útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Þar segir jafnframt: 10.3.2005 00:01
Segja Írana hafa fengið skilvindur Pakistönsk yfirvöld greindu frá því í dag að Abdul Qadeer Khan, sem kallaður hefur faðir atómsprengjunnar í Pakistan, hefði útvegað Írönum skilvindur til þess að auðga úran fyrir kjarnorkusprengjur. Khan hefur áður orðið uppvís að því að láta Írönum, Norður-Kóreumönnum og Líbíumönnum í té leynilegar upplýsingar um kjarnorkumál en Pakistanar hafa ekki gefið hvers konar upplýsingar það hafi verið. 10.3.2005 00:01
Afríkubúa saknað eftir bátsskaða Óttast er að tæplega hundrað Afríkubúar hafi drukknað í síðustu viku eftir að bátur smyglara, sem hugðust smygla fólki inn í Jemen, sökk á Aden-flóa. Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag. Flestir þeirra sem saknað er eru Sómalir og Eþíópíubúar en fjórir smyglaranna komust af þar sem þeim var bjargað um borð í annan smyglbát. 10.3.2005 00:01
Sagðir á leið yfir landamærin Þúsundir sýrlenskra hermanna eru nú þegar á heimleið frá Líbanon og halda á sýrlensk landsvæði. Þetta segir varnarmálaráðherra Líbanons í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag, en samkvæmt samkomulagi forseta landanna var gert ráð fyrir að hermennirnir myndu í fyrri áfanga brottflutningsins halda til Bekaa-dalsins í austurhluta Líbanons og síðar halda yfir landamærin. 10.3.2005 00:01
Leggur til fast verð fyrir lóðir Á fundi borgarráðs í dag lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri til að 30 einbýlishúsalóðum við Lambasel í Breiðholti yrði úthlutað til einstaklinga eða fjölskyldna í borginni sem vilja byggja sér sjálf þak yfir höfuðið. Fast gjald yrði innheimt fyrir lóðirnar samkvæmt tillögu borgarstjóra, 4,6 milljónir króna fyrir stærri lóðirnar og 3,5 milljónir fyrir þær smærri. 10.3.2005 00:01
Sótti slasaðan sjómann Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í mótorbátinn Hauk EA-76 fyrr í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um eittleytið í dag þar sem óskað var eftir þyrlu til að sækja skipverja á Hauki sem hafði meiðst á fæti, en Haukur var þá staddur 12 sjómílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi. 10.3.2005 00:01
Stafrænt sjónvarp á Akureyri Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill tók í dag formlega í gagnið fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Norðurlandi. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við Akureyri og nágrenni en útsendingar nást jafnt innan sem utan þéttbýlisins en þar eru um 98 prósent heimila á dreifisvæðinu. 10.3.2005 00:01
Margrét Sverrisdóttir ber af Matthías Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sat flokksþing Frjálslyndra um síðustu helgi. Honum líst vel á flokksforystuna og telur að flokkurinn geti komist í oddaaðstöðu eftir næstu kosningar. </font /></b /> 10.3.2005 00:01
Skype gríðarlega vinsælt Meira en 150 þúsund manns hlaða niður símaforritinu Skype á degi hverjum, að sögn sænsks höfundar forritsins. Með Skype geta nettengdir talað ókeypis saman heimshorna á milli. Notendur Skype eru nú um 29 milljónir. 10.3.2005 00:01
Músum loks sýndur sómi Systurnar hagamús og húsamús prýða ný frímerki Íslandspósts sem komu út í gær. Er þessu fagnað í herbúðum Músavinafélagsins en menn þar á bæ telja að loksins sé músinni sýnd sú virðing sem hún á skilið. 10.3.2005 00:01
Haradinaj birt ákæra í Haag Ákæra Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag á hendur Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, var birt í dag. Haradinaj er ákærður fyrir morð, nauðgun og eignatjón í stríði Kosovo-Albana og Serba á árunum 1998-1999. Haradinaj sagði af sér um leið og hann var ákærður, hélt beina leið til Haag og bíður þess nú að réttarhöldin yfir honum hefjist. 10.3.2005 00:01
Sjálfsmorðsárás í jarðarför Óttast er að allt að 30 manns hafi látist í sjálfsmorðárás í jarðarför í mosku í Mósúl í Norður-Írak fyrir stundu. Reuters-fréttastofan hefur eftir vitni að sprengingin hafi verið inni í moskunni og hafa fjölmargir verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar sprengingarinnar. 10.3.2005 00:01
Útvarpsstjóri brást Útvarpsráð fjallaði ekkert um þá fimm umsækjendur um starf fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Útvarpsstjóri setti hvorki fram tilmæli né andmæli gegn þessum vinnubrögðum og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir fulltrúi minnihlutans í útvarpsráði. </font /></b /> 10.3.2005 00:01
Fréttastofa í spennu og óvissu Andrúmsloftið á Ríkisútvarpinu var spennu hlaðið í gær vegna almennrar andstöðu starfsmanna við ráðningu nýs fréttastjóar á útvarpið. Fréttamenn samþykktu vantraust á útvarpsstjóra. "Sorglegt að til þess þyrfti að koma," segir formaður félags þeirra. </font /></b /> 10.3.2005 00:01
Hafa bæði skilað inn framboði Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út klukkan fjögur í dag. Tvö framboð bárust, frá Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur varaformanni. Í tilkynningu kjörstjórnar segir að ákveðið hafi verið að formaður verði kosinn í póstkosningu og að kjörseðlar verði sendir út til flokksmanna 22. apríl. 10.3.2005 00:01
Samtök sjálfstæðra skóla stofnuð Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð í morgun og var Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, kjörin formaður. Aðilar að samtökunum geta þeir skólar orðið sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins, 35 talsins, gerðust aðilar í dag. 10.3.2005 00:01
Pólitískur stimpill er hræðilegur "Það er hræðilegt að það komi pólitískur stimpill á fréttamenn og fréttastofu Útvarps með því að þar skuli settir inn menn eftir pólitík," sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður og stjórnarmaður í Samtökum hollvina RÚV, sem sagði að sér sýndist ekki hafa verið staðið faglega að ráðningu fréttastjóra. 10.3.2005 00:01
Jöfn kjörsókn í rektorskjöri Nú er tæp klukkustund þar til kjörfundi lýkur í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Ekki er þó búist við að úrslit verði ljós fyrr en seint í kvöld. Kjörsókn hefur verið jöfn en þó heldur meiri fyrri hluta dags, að sögn Aðalheiðar Jóhannsdóttur, formanns kjörstjórnar. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá en 66 prósent starfsmanna höfðu kosið klukkan hálffimm og 25 prósent stúdenta. 10.3.2005 00:01
Herþyrla fórst í Tsjetsjeníu Rússnesk herþyrla með tólf manna áhöfn fórst í Tsjetsjeníu í dag, eftir því sem Interfax-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt upplýsingum í innaríkisráðuneyti landsins var hún ekki skotin niður heldur virðist sem bilun í tækjabúnaði hafi valdið slysinu, en uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu hafa skotið niður nokkrar herþyrlur í baráttu sinni við rússneska herinn undanfarin ár. 10.3.2005 00:01
Blair í pólitískum forarpytti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í pólitískum forarpytti og virðist ekki ætla að geta komið umdeildu frumvarpi sínu um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í gegnum breska þingið. Málið þykir sýna svart á hvítu að kosningabaráttan í Bretlandi er nú hafin fyrir alvöru. 10.3.2005 00:01
Smurstimpli stolið Starfsmenn smurstöðvar Esso á Geirsgötu tóku eftir því í gærmorgun að einhver hafði stolið stimpli sem þeir nota til að stimpla smurbækur bifreiðaeigenda. 10.3.2005 00:01
Súnnítar sagðir hafa gert árásina Talið er að allt að 30 manns hafi látið lífið í sjálfsmorðsárás öfgamanna í norðurhluta Íraks nú síðdegis. Árásin var gerð í jarðarför í Mósúl í þann mund sem hópur sjítamúslíma fylgdi félaga sínum til grafar. Talið er víst að öfgahópar súnnímúslíma hafi verið að verki en þeir beina árásum sínum í síauknum mæli að sjítum í viðleitni sinni til að koma af stað átökum á milli trúarhópanna og efna til borgarastyrjaldar í landinu. 10.3.2005 00:01