Innlent

Rektorskjör við HÍ í dag

Rektorskjör fer fram við Háskóla Íslands í dag. Þeir sem eru í framboði eru prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá, 1100 starfsmenn og 8800 stúdentar. Atkvæði starfsmanna vega 70 prósent en atkvæði stúdenta 30 prósent. Þrír kjörstaðir eru á háskólasvæðinu og geta kjósendur valið hvar þeir kjósa. Kjörfundur stendur til klukkan sex í kvöld. Hljóti enginn frambjóðenda meirihluta atkvæða verður kosið að nýju eftir viku, fimmtudaginn 17. mars, á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fá í kosningunum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×