Fleiri fréttir

Borgin hafnar túlkaþjónustu

Borgaryfirvöld hafa hafnað beiðni Félags heyrnarlausra um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna. Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við niðurstöðuna. Líklega verði farið með málið fyrir dómstóla.

500 hið minnsta látnir

Talið er að að minnsta kosti 500 manns hafi látið lífið í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir miðhluta Írans í nótt. Fjöldi þorpa er rústir einar og um 30 þúsund manns hafa ekki í nokkur hús að venda. 

Harma orð Halldórs

Höfuðborgarsamtökin harma ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á stjórnmálafundi á Akureyri fyrir skömmu. Halldór sagði að flugvöllur yrði að vera í Vatnsmýrinni til frambúðar til að tryggja greiðar samgöngur landsbyggðarbúa við höfuðborgina.

Guðni vill rífa Steingrímsstöð

Landbúnaðarráðherra lýsir því yfir að hann vilji fjarlægja Steingrímsstöð í Efra-Sogi. Það væri lítil fórn fyrir Landsvirkjun. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir ekki víst að það yrði urriðanum til bóta að fjarlægja stöðina.

Ætla með málið til Brussel ef þarf

Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við að borgaryfirvöld skuli hafa hafnað beiðni félagsins um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna.

Hundruð fórust í jarðskjálfta

Ekki færri en 370 manns fórust þegar mannskæður jarðskjálfti reið yfir Íran í gærmorgun. Skjálftinn reið yfir í fjallahéruðum um miðbik landsins snemma morguns meðan flestir voru enn sofandi.

Ákærður fyrir þjóðarmorð

Gonzalo Sanchez de Lozada, fyrrum forseti Bólivíu, og tveir samráðherrar hans hafa verið ákærðir fyrir þjóðarmorð. 56 manns létust þegar herinn var látinn kveða niður fjölmenn mótmæli gegn stefnu stjórnvalda um útflutning á gasi.

Heita stuðningi við þjálfun Íraka

Leiðtogar allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hétu stuðningi ríkja sinna við þjálfunaráætlun bandalagsins sem miðar að því að gera íraska herforingja reiðubúna til að stýra hersveitum og taka við stjórn baráttunnar gegn vígamönnum. Þau ríki sem hafa verið andvíg áætluninni munu hins vegar takmarka þátttöku sína við aðgerðir utan Íraks.

Hótaði að myrða bæjarstjóra

Maður, sem var ósáttur við að fá ekki að byggja á landi sínu, ógnaði bæjarstjóranum í króatíska hafnarbænum Rijeka með hríðskotariffli og handsprengjum á bæjarstjórnarskrifstofum bæjarins.

Sjíar völdu al-Jaafari

Ibrahim al-Jaafari, varaforseti Íraks, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra landsins. Hann var í gær útnefndur forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins eftir að helsti keppinautur hans, Ahmed Chalabi, dró sig í hlé.

Tugir grófust undir ruslahaug

Í það minnsta 41 lést þegar ruslahaugur hrundi yfir fátækrahverfi nærri bænum Bandung á Vestur Java í Indónesíu. Um það bil sjötíu til viðbótar er saknað og óttast að þeir hafi látist.

Dregur saman með stóru flokkunum

Munurinn á fylgi Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins er innan skekkjumarka samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í The Guardian. Samkvæmt henni styðja 37 prósent Verkamannaflokkinn og 34 prósent Íhaldsflokkinn.

Löggur uppteknar við brottflutning

Stærstur hluti ísraelska lögregluliðsins verður upptekinn næsta sumar við að halda uppi lögum og reglu í tengslum við brotthvarf landnema frá landtökubyggðum Ísraela á Gaza-svæðinu.

Qureia gerður afturreka

Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hét því í gær að leggja nýjan ráðherralista fyrir palestínska þingið. Þetta gerði hann eftir að ljóst varð að andstaða þingmanna við lítt breytta ríkisstjórn hans var svo mikil að vafi lék á því að hún yrði samþykkt á þinginu.

Getum lítið fylgst með

Sæmundur Hafsteinsson, forstöðumaður Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, segir að fólki sé aldrei beint í ósamþykktar íbúðir en ekki sé fylgst sérstaklega með því hvort skjólstæðingar búi í ósamþykktu húsnæði eða ekki.

Lyf send heim í tvo áratugi

"Heimsendingarþjónusta apóteka hefur tíðkast síðan 1982, þetta byrjaði í Laugavegsapóteki sem er núna Lyfja við Laugaveg," segir Þorbergur Egilsson, rekstarstjóri Lyfju, um fréttir af Lyfjaveri, fyrsta apóteki sem sérhæfir sig í heimsendingarþjónustu.

Lóðum þinglýst til varnar braski

Borgarráð ákveður á næstunni hvort 30 lóðum við Lambasel verður úthlutað með því að draga úr hatti eða hvort haldið verði útboð eins og í Norðlingaholti. Lóðunum verður síðan þinglýst til að koma í veg fyrir brask.</font /></b /></font />

Símakostnaður hefur þrefaldast

Útgjöld heimilanna vegna póst- og símakostnaðar hækkuðu um 70 prósent á innan við áratug eftir farsímavæðingu landsins. Um 255 þúsund GSM-símanúmer eru í notkun í dag. </font /></b />

Slapp naumlega undan hnullungi

Hann er ekki feigur, hann Snorri Vignisson gröfumaður sem er að vinna við að rífa niður síðustu minjarnar um gömlu bæjarútgerðina í Hafnarfirði. Nú í kvöld var hafist handa við að rífa niður framhlið aðalbyggingarinnar og í hamaganginum datt stór hnullungur á gröfu Snorra þannig að gler splundraðist.

Actavis: Segjast ekki okra

Lyfjafyrirtækið Actavis okrar ekki á íslenskum viðskiptavinum, þrátt fyrir að tölur úr lyfjaskrám sýni að Íslendingar borga meira en 2500% meira en Danir fyrir sama hjartalyf. Þetta segir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins.

Hver á að eiga orkulindirnar?

Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra.

Stríðsöxin grafin á NATO-fundinum

Evrópuþjóðir og Bandaríkin grófu stríðsöxina á táknrænan hátt í dag þegar samstaða náðist meðal leiðtoga Atlantshafsbandalagsins um að NATO-ríkin tækju að sér að þjálfa öryggissveitir í Írak. Framlag Íslands felst í tólf milljóna króna stuðningi.

Ekki selt til að einkavæða

Fulltrúar Vinstri grænna í R-listanum vilja ekki að Landvirkjun verði einkavædd. Áskilja sér rétt til að greiða atkvæði gegn sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Borgarstjóri vill aðskilja sölu borgarinnar og einkavæðingu ríkisins. </font /></b />

Metaðsókn að Kvennaathvarfinu

Á þriðja hundrað kvenna leitaði á náðir Kvennaathvarfsins á síðasta ári og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Í langflestum tilfellum eru það makar sem beita ofbeldinu en dæmi eru um að mæður þurfi að flýja ofbeldi af hendi sona sinna.

Selja hreingerningamenn á Netinu

„Mjög basískur sérstakur hreingerningamaður fyrir allur harður, fínn-æðóttur og ör-holóttur yfirborð.“ Íslenskan er snúið tungumál og ekki fyrir hvern sem er að snara erfiðum texta yfir á hið ástkæra, ylhýra.

Rafmagnsreikningur hækkar um 54%

Rafmagnsreikningur smáfyrirtækis í Kópavogi hækkaði um 54 prósent um áramótin þegar afsláttartaxti var felldur niður. Óvíst er að fyrirtækið lifi af hækkunina.

Fá ekki að hækka útsvarsprósentuna

Umræður um skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga eru á lokastigi. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er ósáttur við niðurstöðuna og segir fjármála- og félagsmálaráðherra sýna stöðu sveitarfélaganna skilningsleysi. Sveitarfélög fá ekki hlutdeild í veltusköttum.

Logandi átök um Landsvirkjun

Þingmenn, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, lýstu í gær yfir andstöðu sinni við sameiningu Landsvirkjunar, Orkubúsins og Rarik. Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir viðskiptaráðherra fyrir að ræða ekki mögulega einkavæðingu innan þingflokks Framsóknarflokksins. Málið hefur verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokks.

Elur á leti nemenda

Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. 

Fyrsta sjúkrastofnun á Íslandi?

Vísbendingar um fyrstu sjúkrastofnun á Íslandi hafa fundist á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Tuttugu beinagrindur sem þar voru grafnar upp reyndust vera af fólki sem bjó við fötlun eða veikindi.

Sáum ekki þessa þróun fyrir

"Það var ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála þegar við lögðum hugmyndir okkar fyrst fram," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Hann viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum að kosningaloforð framsóknarmanna um 90 prósenta íbúðalán hafi verið upphafið að þeirri holskeflu hækkana á fasteignaverði sem verið hefur undanfarin misseri.

500 palestínskum föngum sleppt

Fimmhundruð palestínskum föngum sem verið hafa í haldi í Ísrael verður sleppt klukkan átta að íslenskum tíma í dag. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir þetta gert til þess að koma enn frekari skriði á friðarferlið sem tekið hefur mikinn kipp undanfarið.

Báturinn gjöreyðilagðist í eldinum

Slökkvistarfi um borð í fiskiskipinu Val GK í Sandgerðishöfn lauk ekki fyrr en klukkan hálf þrjú í nótt. Talið er að báturinn sé gjörónýtur og að tjónið nemi tugum milljóna króna.

Hundrað saknað eftir aurskriður

Að minnsta kosti níu manns hafa látist og meira en hundrað er saknað eftir aurskriður í Indónesíu í morgun. Fjöldi húsa grófst í jörðu niður undan skriðunum og er óttast að flestir þeirra sem saknað er hafi grafist undir skriðurnar.

Stjórnin féll í Portúgal

Stjórnarandstaðan í Portúgal bar í gær sigur úr býtum í þingkosningum í landinu. Flokkur sósíalista undir stjórn Jose Socrates fékk hreinan meirihluta í fyrsta skipti í sögu landsins. Hinn hægrisinnaði Pedro Santana Lopes hefur því hrökklast úr starfi forsætisráðherra eftir að hafa aðeins gegnt því í rúmlega hálft ár.

Enginn handtekinn vegna ránsins

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna ránsins í Árbæjarapóteki í fyrradag eftir að tveimur mönnum var sleppt í gær að loknum yfirheyrslum. Grunur beindist fljótt að þeim en þeir virðast hafa öruggar fjarvistarsannanir.

8 handteknir vegna fíkniefnamála

Átta manns voru handteknir á Akureyri um helgina vegna fíkniefnamála og enn eitt fíkniefnamálið hefur verið í rannsókn síðan í nótt. Mennirnir átta voru teknir í tvennu lagi og fundust fíkniefni og tól til neyslu þeirra í báðum tilvikum.

Leynilegar viðræður í Írak

Embættismenn bandarísku leyniþjónstunnar eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn úr röðum súnníta um það hvernig binda megi endi á vargöldina í Írak. Frá þessu greindi tímaritið <em>Time</em> í gær.

Þungatakmarkanir á þjóðvegum

Þungatakmarkanir taka gildi á þjóðvegum á Vesturlandi um hádegi í dag þar sem frost er farið úr jörðu og hætt er við aurbleytu. Annars er greiðfært um flesta þjóðvegi landsins og vegir víðast að verða auðir en þó er hálka á Mývatnsöræfum og á Öxi.

Gíslum sleppt í Írak

Tveimur blaðamönnum frá Indónesíu, sem var rænt í Írak fyrir helgi, hefur verið sleppt. Þetta var staðfest í morgun. Myndbandsupptaka var sýnd á sjónvarpsstöð í Indónesíu þar sem sjá mátti fréttamennina og skæruliða sem sagði að þeim yrði sleppt.

116 lík hafa fundist

Fimm lík til viðbótar hafa fundist um borð í ferju sem sökk í Bangladess á laugardaginn. Seint í gærkvöldi fundust þrjátíu lík og alls hafa þá 116 lík fundist. Áttatíu manna er enn saknað og er óttast að flestir ef ekki allir þeirra hafi látið lífið.

Fangelsi og 30 milljóna sekt

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. 

Kristilegir demókratar sigruðu

Öllum að óvörum og þvert á niðurstöður kannana unnu þýskir, kristilegir demókratar sigur í Schleswig-Holstein í gær en þar fóru fram sambandslandskosningar. Þrátt fyrir sigurinn halda Heide Simonis forsætisráðherra og stjórn hennar velli þar sem samanlagt fylgi jafnaðarmanna og græningja nægir til þess.

Loðnuflotinn snúinn við

Loðnuflotinn sem kominn var vestur undir Vestmannaeyjar er snúinn við og farinn aftur austur að Ingólfshöfða. Þar er eitt og eitt skip að fá einhvern afla en önnur minna. Að sögn sjómanna hefur enginn kraftur verið í veiðunum í nokkra daga og bráðliggur nú á að fá nýja torfu, ef takast á að veiða kvótann á þessari vertíð.

Krefjast afsagnar Fischers

Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um afdrifaríkt klúður í utanríkisráðuneytinu. 

Sjá næstu 50 fréttir