Innlent

Harma orð Halldórs

Höfuðborgarsamtökin harma ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á stjórnmálafundi á Akureyri fyrir skömmu. Halldór sagði að flugvöllur yrði að vera í Vatnsmýrinni til frambúðar til að tryggja greiðar samgöngur landsbyggðarbúa við höfuðborgina. "Höfuðborgarsamtökin vekja athygli á því að formlega er Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra allra Íslendinga, einnig þeirra 63%, sem búa á höfuðborgarsvæðinu," segir í tilkynningu frá samtökunum. "Með yfirlýsingu sinni gengur hann þó þvert gegn mikilverðustu hagsmunum höfuðborgarsamfélagsins og víkur þeim til hliðar, að því er virðist fyrir eigin hagsmuni og hagsmuni flokks síns."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×