Fleiri fréttir

Endurnýjun lýðræðis í Rússlandi

George Bush Bandaríkjaforseti krefst þess að Rússar „endurnýi skuldbingu sína við lýðræði“, enda sé það forsenda þess að þjóðin þróist áfram sem Evrópuþjóð. Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt í Brussel í Belgíu í dag en það er fyrsti viðkomustaður hans í fimm daga Evrópureisu sem hófst í morgun.

Hert á öryggismálum kjarnorkuvers

Finnskir kjarnorkusérfræðingar munu halda átta námskeið um öryggismál fyrir starfsmenn Kola-kjarnorkuversins í Norðvestur-Rússlandi. Norðmenn hafa áður lagt sitt af mörkum til tæknivæðingar öryggisbúnaðar og stjórntækja kjarnorkuversins.</font />

Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað

Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Aðalfundurinn var hins vegar úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn.

Lög um málefni aldraðra úrelt

Félag eldri borgara í Reykjavík telur að lög um málefni aldraðra séu byggð á úreltum sjónarmiðum sem ekki eru í tak við nútímaleg viðhorf og eru dragbítur á eðlilega og nauðsynlega framþróun.

Ólafur hættur formennsku í FEB

Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, lét af formennsku í Félagi eldri borgara í Reykjavík á aðalfundi þess um helgina. Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi var kjörin í hans stað en hún var áður varaformaður.

Súðavík kaupir verðbréf

Súðavíkurhreppur hefur lagt 200 milljónir króna í verðbréfasjóði Íslenskra verðbréfa. Á hreppsnefndarfundi í síðustu viku var samþykkt að setja 80 milljónir króna í sjóðsstýringu en áður hafði fyrirtækinu verið falið að ávaxta 120 milljónir í eigu hreppsins.

Flýr undan Fljótsdalslínum

Bóndinn á Eyrarteigi í Skriðdal sér fram á að íbúðarhús hans verði óíbúðarhæft og verðlaust þegar Fljótsdalslínur verða lagðar 148 metrum frá húsinu. Landsnet bauð 1,2 milljónir króna í bætur en því var hafnað. Eignarnám jarðarinnar hefur verið heimilað. </font /></b />

Abbas undirbúi róttækar umbætur

George Bush, forseti Bandaríkjanna, skorar á Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínu, að leggja línurnar að róttækum umbótum í landinu á ráðstefnu sem haldin verður um málefni Palestínu í Lundúnum í næsta mánuði.

Löng bið eftir fáum úrræðum

Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir:"Mamma ég vil bara fá að deyja." Þetta segir varaformaður Barnageðs, félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Hann segir alltof langa bið eftir alltof fáum úrræðum. </font /></b />

Strauk frá Stuðlum og er leitað

Leit stendur yfir að 14 ára dreng sem strauk af meðferðarheimilinu á Stuðlum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins strauk drengurinn síðastliðinn miðvikudag og hefur því verið týndur í tæpa viku, þegar þetta er skrifað.

Ökukennaranám í KHÍ

Kennaraháskóli Íslands mun eftirleiðis annast nám fyrir verðandi ökukennara og endurmenntun fyrir starfandi ökukennara. Skólinn bauð upp á ökukennaranám fyrir nokkrum árum og hefur það nú verið endurskoðað og endurbætt.

Samræmd próf lögð niður

Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi.

Ekki samkeppni í blóðrannsóknum

Samkeppnisráð telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna máls sem reis vegna fyrirhugaðs flutnings rannsókna frá heilsugæslustöðvum til Rannsóknarstofnunar Landspítala - háskólasjúkrahúss

Bannað að nota bændaferðir

Ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól er ekki heimilt að nota orðið „bændaferðir“ í auglýsingum og með öðrum hætti fyrir ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar á þessu ári, samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs sem birt var í dag.

ESB vill alþjóðlega rannsókn

Evrópusambandið fer fram á alþjóðlega rannsókn á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, líkt og stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu áður gert. Hariri lést af völdum bílsprengju í Beirút, höfuðborg Líbanons, í síðustu viku. Sýrlendingar hafa verið sakaðir um ódæðið en hafa hingað til neitað þeim ásökunum.

Bandaríkjamenn vilja viðræður

Eftir blóðuga baráttu við uppreisnarmenn í Írak í tvö ár eru Bandaríkjamenn komnir að þeirri niðurstöðu að viðræður séu vænlegasta leiðin til að binda enda á skálmöldina.

14 ára stúlku leitað

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur. Hún verður fimmtán ára í maí og er til heimilis að Skeljagranda 2 í Reykjavík. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um ferðir hennar eða dvalarstað eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000.

210 milljónir barna þræla

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF telur að 210 milljónir barna víða um heim neyðist til að vinna fyrir sér við skelfilegar aðstæður.

Þjálfar dómara og saksóknara

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum að opna skrifstofu í Bagdad til að hafa umsjón með þjálfun 700 íraskra dómara, saksóknara og fangelsisvarða. Fyrst um sinn fer þjálfunin þó fram í ríkjum Evrópusambandsins eða í einhverju nágrannaríkja Íraks.

Sækist eftir stuðningi Evrópu

Lýðræðisþróun var lykilatriðið í málflutningi George W. Bush í gær, á fyrsta degi ferðalags hans um Evrópu. Hann sækir heim þjóðarleiðtoga og áhrifamenn til að treysta tengsl Evrópu og Bandaríkjanna og sækja stuðning Evrópuríkja við aðgerðir Bandaríkjanna í Írak. Annað meginatriðið í málflutningi forsetans var friður fyrir botni Miðjarðarhafs.

Sótt að vígamönnum í Ramadi

Bandarískar og íraskar hersveitir streymdu inn í Ramadi, settu upp vegatálma, leituðu í bílum og lokuðu nokkrum borgarhlutum af í gær. Aðgerðirnar voru hluti af sókn þeirra gegn íröskum vígamönnum í borginni og nokkrum öðrum borgum og bæjum við Efrat-fljót.

Gamalt vín á nýjum belgjum

Ahmed Qureia forsætisráðherra tryggði sér stuðning tuga þingmanna við breytta ríkisstjórn á stormasömum fundi með þingmönnum Fatah-hreyfingarinnar í fyrrinótt. Óvíst er hins vegar hversu langt það dugir því mikillar andstöðu gætir meðal þingmanna við nýju ríkisstjórnina.

Vara við áhugaleysi

Forystumenn Evrópusambandsins lýstu áhyggjum af lítilli þátttöku í spænsku þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá Evrópusambandsins og vöruðu við því að áhugaleysi almennings kynni að valda vandamálum þegar kæmi að því að afla stuðnings við stjórnarskrána.

Bókhaldsvandi í Sellafield

Ástæðan fyrir því að þrjátíu kíló af plútoníum koma ekki fram við birgðatalningu í Sellafield-kjarnorkuendurvinnslustöðinni er bókhaldslegs eðlis, að því er fram kemur í svari breskra stjórnvalda við fyrirspurn Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra.

Tugþúsundir mótmæltu Sýrlendingum

Tugþúsundir Líbana tóku þátt í mótmælum gegn stjórn landsins og kröfðust þess að hún færi frá völdum. Efnt var til mótmælanna viku eftir að Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra, var ráðinn af dögum.

Viðhorf Þjóðverja hafa ekki breyst

"Ég trúi því ekki að viðhorf Þjóðverja hafi breyst í raun og veru. Hætta kann að stafa af Þjóðverjum vegna þess hversu landakröfur þeirra eru verulegar," sagði Bogdan Michalski, prófessor í lögfræði og fjölmiðlun við Varsjárháskóla, sem undirbýr nýja útgáfu Mein Kampf eftir Adolf Hitler.

Flug úr skorðum vegna þoku

Þoka hefur legið yfir vestanverðu landinu í dag og hefur innanlandsflug af þeim sökum farið úr skorðum. Þokan hefur mest verið við Faxaflóa og Breiðafjörð en einnig náð inn á Vestfirði. Skyggni hefur farið niður í nokkra tugi metra og hefur Reykjavíkurflugvöllur verið meira og minna lokaður frá hádegi og flugvélum beint til Keflavíkur.

Þjófar stálu sundlaug

Fátt er svo fast að þjófar geti ekki stolið því. Að því komst Norðmaðurinn Arild Nicolaysen þegar hann kom að sumarbústað sínum og sá að þjófar höfðu haft sundlaugina á brott.

Dæmdur fyrir fjársvik og innbrot

Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir fjársvik, þjófnað og að taka við þýfi. Maðurinn hafði meðal annars framvísað greiðslukorti fyrirtækis í leyfisleysi og brotist inn í íbúðarhúsnæði og stolið þaðan verðmætum.

Tæpt ár fyrir kjálkabrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 33 ára gamlan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, innbrot og þjófnað. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á konu í íbúð sinni að morgni gamlársdags árið 2003 og misþyrmt henni með þeim afleiðingum að hún kjálkabrotnaði.

Stal buxum, kaffi og frönskum

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær nítján ára Keflvíking í hundrað daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðartilraun. Pilturinn hafði aðfaranótt 26. maí í fyrra farið inn á Flughótel í Keflavík og látið þar greipar sópa.

Skilorð fyrir árás með flösku

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann á 23. aldursári í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að hafa slegið mann með bjórflösku í andlitið og sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að bein í andliti brotnuðu.

Atlansolía með sjö nýjar stöðvar

Atlantsolía ætlar að byggja sjö nýjar bensínstöðvar á þessu ári. Í dag verður tekin skóflustunga að nýrri stöð í Njarðvík en á næstu mánuðum stendur til að byggja stöðvar við Kaplakrika í Hafnarfirði, á Dalvegi í Kópavogi, á Sprengisandi, í Skeifunni og á Höfða.

Hættulegt litarefni í matvælum

Umhverfisstofnun barst viðvörun frá bresku matvælastofnuninni á föstudaginn um matvæli og fóður sem greinst hafa með ólöglegt rautt litarefni sem kallast Sudan-1. Yfir 350 vörutegundir í Bretlandi hafa greinst með litarefnið sem talið er krabbameinsvaldandi.

Framhúsið ekki rifið

Ekki er heimilt að rífa framhúsið við Laugaveg 17, að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. Samkvæmt deiliskipulagi eru hús við Laugaveg 17 meðal þeirra sem heimilt verður að rífa en Dagur segir að sú heimild nái aðeins til bakhúsanna á reitnum, þar sem verslanirnar Plastikk og Oni eru meðal annars.

2500% munur á lyfjaverði

Lítið hefur áunnist á því ári sem liðið er frá því að Ríkisendurskoðun kallaði eftir úrbótum vegna mikils verðmunar á lyfjum hér á landi og í Danmörku. Dæmi eru um allt að 2500 prósenta mun á heildsöluverði lyfja milli landanna, þrátt fyrir að þau komi frá sama framleiðanda: Actavis.

Siv undrast að vera ekki boðið

Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það.

Gleðitár runnu í Palestínu

Gleðitár runnu um gervalla Palestínu í dag þegar fimm hundruð palestínskir fangar sneru aftur til síns heima úr ísraelskum fangelsum. Lausn fanganna er hluti af nýsamþykktu vopnahléi Ísraela og Palestínumanna.

Ágreiningur á bak við vinarþelið

Vinsemd og friður svífur yfir vötnum á ferðalagi Bush Bandaríkjaforseta í Evrópu, enda er tilgangurinn að styrkja tengslin á Atlantshafsásnum eftir erfið misseri. En fréttamaður Stöðvar 2 komst að því að hátíðarbragur og tignarlæti duga ekki til að dreifa athyglinni frá grundvallarágreiningi stórveldisins og stækkandi Evrópusambands.

Hringleið umhverfis Miðnesheiði

Hringleið mun opnast umhverfis Miðnesheiði með nýjum vegi, sem boðinn verður út í vor. Um leið fær almenningur aðgang að fögrum og sögufrægum stöðum í næsta nágrenni Leifsstöðvar á svæði sem í meira en hálfa öld hefur tilheyrt Varnarliðinu. 

Ódýrara að taka lán fyrir skálanum

Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum.

Sjóðirnir liggja frystir í banka

Sjóðir Bandalags jafnaðarmanna liggja frystir í Landsbankanum og svo virðist sem enginn geti gert tilkall til þeirra. Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, segir flokkssystkin sín hafa ásælst sjóðina á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði.

Dylgjur óheimilar

Samkeppnisráð úrskurðaði í gær að Hnit hf., hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að gefa í skyn í bréfi til ýmissa sveitarfélaga að keppinautur noti gamlan og úreltan búnað við loftmyndatöku.

Siv og Una María víki

Siv Friðleifsdóttur og Hansínu Björgvinsdóttur var ekki boðið á stofnfund Brynju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Óskað er eftir undanþágu til að félagið geti sent fulltrúa á flokksþing og farið fram á að Siv og Una víki sæti úr landsstjórn á meðan fjallað er um málið.

Lögregla yfirheyrir tvo vegna ráns

Lögreglan í Reykjavík handtók um miðnætti tvo karlmenn sem grunaðir eru um vopnað lyfjarán í Árbæjarapóteki í gær. Mennirnir, sem báðir hafa komið við sögu lögreglu áður, voru handteknir í heimahúsi og verða yfirheyrðir í dag. Ræningjarnir réðust inn í apótekið um hádegisbil klæddir bláum samfestingum og með hettur á höfði, vopnaðir hnífum. Þeir náðu nokkru af lyfjum.

Sjá næstu 50 fréttir