Fá ekki að hækka útsvarsprósentuna 22. febrúar 2005 00:01 Sveitarfélögin fá ekki samþykki stjórnvalda til að hækka útsvarsprósentu á íbúa umfram 13,03 prósent. Um það hefur tekjustofnanefnd samið. Nefndin ræðir skiptingu tekna ríkisins og sveitarfélaga og verður niðurstaðan ljós á næstu dögum. Fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra lögðu tilboð ríkisins í hendur tekjustofnanefndar á föstudag með þeim formerkjum að frekari fjármunir væru ekki á lausu hjá ráðuneytunum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ósáttur við tilboðið. Hugmyndir ráðherranna flokkist sem tímabundnar bráðabirgðalausnir þar sem ekki sé tekið á vanda sveitarfélaganna til frambúðar. "Mér finnst þessar viðræður við ríkið hafa verið mikil þrautarganga og skilningur þeirra á stöðu sveitarfélaganna engan veginn með eðlilegum hætti," segir Lúðvík. Skilyrði höfðu verið sett um að sveitarfélögin yrðu ekki rekin með 3,5 milljarða tapi líkt og árið 2003. Sveitarfélögin vildu leyfi stjórnvalda til að hækka þak útsvarsprósentunnar og eiga þannig möguleika á að auka tekjur sínar um 2,5 milljarða. Þau vildu einnig hlutdeild í veltusköttum svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og jafnvel virðisaukaskatti, sem þau hafa ekki haft hingað til. Af því verður ekki samkvæmt heimildum. Ríkið mun hins vegar greiða fasteignagjöld af eignum sínum sem hæst mun nema 600 milljónum árið 2008. Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna fær einnig aukið vægi samkvæmt tilboði ríkisins. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndarinnar, segir töluvert hafa borið á milli kröfugerðar sveitarstjórnarmanna í nefndinni á fyrri stigum og því sem ríkið hafi boðið. Vonbrigði komi því ekki á óvart en séu misjöfn eftir flokkslínum. Lúðvík segir baráttu um aukinn hag sveitarfélaga hljóta að ná út fyrir þær. Rúm 71 prósent sveitarfélaga eða 72 af 101 fullnýta útsvarsprósentu sína, samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Sveitarfélögin fá ekki samþykki stjórnvalda til að hækka útsvarsprósentu á íbúa umfram 13,03 prósent. Um það hefur tekjustofnanefnd samið. Nefndin ræðir skiptingu tekna ríkisins og sveitarfélaga og verður niðurstaðan ljós á næstu dögum. Fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra lögðu tilboð ríkisins í hendur tekjustofnanefndar á föstudag með þeim formerkjum að frekari fjármunir væru ekki á lausu hjá ráðuneytunum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ósáttur við tilboðið. Hugmyndir ráðherranna flokkist sem tímabundnar bráðabirgðalausnir þar sem ekki sé tekið á vanda sveitarfélaganna til frambúðar. "Mér finnst þessar viðræður við ríkið hafa verið mikil þrautarganga og skilningur þeirra á stöðu sveitarfélaganna engan veginn með eðlilegum hætti," segir Lúðvík. Skilyrði höfðu verið sett um að sveitarfélögin yrðu ekki rekin með 3,5 milljarða tapi líkt og árið 2003. Sveitarfélögin vildu leyfi stjórnvalda til að hækka þak útsvarsprósentunnar og eiga þannig möguleika á að auka tekjur sínar um 2,5 milljarða. Þau vildu einnig hlutdeild í veltusköttum svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og jafnvel virðisaukaskatti, sem þau hafa ekki haft hingað til. Af því verður ekki samkvæmt heimildum. Ríkið mun hins vegar greiða fasteignagjöld af eignum sínum sem hæst mun nema 600 milljónum árið 2008. Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna fær einnig aukið vægi samkvæmt tilboði ríkisins. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndarinnar, segir töluvert hafa borið á milli kröfugerðar sveitarstjórnarmanna í nefndinni á fyrri stigum og því sem ríkið hafi boðið. Vonbrigði komi því ekki á óvart en séu misjöfn eftir flokkslínum. Lúðvík segir baráttu um aukinn hag sveitarfélaga hljóta að ná út fyrir þær. Rúm 71 prósent sveitarfélaga eða 72 af 101 fullnýta útsvarsprósentu sína, samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira