Fá ekki að hækka útsvarsprósentuna 22. febrúar 2005 00:01 Sveitarfélögin fá ekki samþykki stjórnvalda til að hækka útsvarsprósentu á íbúa umfram 13,03 prósent. Um það hefur tekjustofnanefnd samið. Nefndin ræðir skiptingu tekna ríkisins og sveitarfélaga og verður niðurstaðan ljós á næstu dögum. Fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra lögðu tilboð ríkisins í hendur tekjustofnanefndar á föstudag með þeim formerkjum að frekari fjármunir væru ekki á lausu hjá ráðuneytunum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ósáttur við tilboðið. Hugmyndir ráðherranna flokkist sem tímabundnar bráðabirgðalausnir þar sem ekki sé tekið á vanda sveitarfélaganna til frambúðar. "Mér finnst þessar viðræður við ríkið hafa verið mikil þrautarganga og skilningur þeirra á stöðu sveitarfélaganna engan veginn með eðlilegum hætti," segir Lúðvík. Skilyrði höfðu verið sett um að sveitarfélögin yrðu ekki rekin með 3,5 milljarða tapi líkt og árið 2003. Sveitarfélögin vildu leyfi stjórnvalda til að hækka þak útsvarsprósentunnar og eiga þannig möguleika á að auka tekjur sínar um 2,5 milljarða. Þau vildu einnig hlutdeild í veltusköttum svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og jafnvel virðisaukaskatti, sem þau hafa ekki haft hingað til. Af því verður ekki samkvæmt heimildum. Ríkið mun hins vegar greiða fasteignagjöld af eignum sínum sem hæst mun nema 600 milljónum árið 2008. Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna fær einnig aukið vægi samkvæmt tilboði ríkisins. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndarinnar, segir töluvert hafa borið á milli kröfugerðar sveitarstjórnarmanna í nefndinni á fyrri stigum og því sem ríkið hafi boðið. Vonbrigði komi því ekki á óvart en séu misjöfn eftir flokkslínum. Lúðvík segir baráttu um aukinn hag sveitarfélaga hljóta að ná út fyrir þær. Rúm 71 prósent sveitarfélaga eða 72 af 101 fullnýta útsvarsprósentu sína, samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttir Innlent Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira
Sveitarfélögin fá ekki samþykki stjórnvalda til að hækka útsvarsprósentu á íbúa umfram 13,03 prósent. Um það hefur tekjustofnanefnd samið. Nefndin ræðir skiptingu tekna ríkisins og sveitarfélaga og verður niðurstaðan ljós á næstu dögum. Fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra lögðu tilboð ríkisins í hendur tekjustofnanefndar á föstudag með þeim formerkjum að frekari fjármunir væru ekki á lausu hjá ráðuneytunum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ósáttur við tilboðið. Hugmyndir ráðherranna flokkist sem tímabundnar bráðabirgðalausnir þar sem ekki sé tekið á vanda sveitarfélaganna til frambúðar. "Mér finnst þessar viðræður við ríkið hafa verið mikil þrautarganga og skilningur þeirra á stöðu sveitarfélaganna engan veginn með eðlilegum hætti," segir Lúðvík. Skilyrði höfðu verið sett um að sveitarfélögin yrðu ekki rekin með 3,5 milljarða tapi líkt og árið 2003. Sveitarfélögin vildu leyfi stjórnvalda til að hækka þak útsvarsprósentunnar og eiga þannig möguleika á að auka tekjur sínar um 2,5 milljarða. Þau vildu einnig hlutdeild í veltusköttum svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og jafnvel virðisaukaskatti, sem þau hafa ekki haft hingað til. Af því verður ekki samkvæmt heimildum. Ríkið mun hins vegar greiða fasteignagjöld af eignum sínum sem hæst mun nema 600 milljónum árið 2008. Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna fær einnig aukið vægi samkvæmt tilboði ríkisins. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndarinnar, segir töluvert hafa borið á milli kröfugerðar sveitarstjórnarmanna í nefndinni á fyrri stigum og því sem ríkið hafi boðið. Vonbrigði komi því ekki á óvart en séu misjöfn eftir flokkslínum. Lúðvík segir baráttu um aukinn hag sveitarfélaga hljóta að ná út fyrir þær. Rúm 71 prósent sveitarfélaga eða 72 af 101 fullnýta útsvarsprósentu sína, samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira