Fá ekki að hækka útsvarsprósentuna 22. febrúar 2005 00:01 Sveitarfélögin fá ekki samþykki stjórnvalda til að hækka útsvarsprósentu á íbúa umfram 13,03 prósent. Um það hefur tekjustofnanefnd samið. Nefndin ræðir skiptingu tekna ríkisins og sveitarfélaga og verður niðurstaðan ljós á næstu dögum. Fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra lögðu tilboð ríkisins í hendur tekjustofnanefndar á föstudag með þeim formerkjum að frekari fjármunir væru ekki á lausu hjá ráðuneytunum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ósáttur við tilboðið. Hugmyndir ráðherranna flokkist sem tímabundnar bráðabirgðalausnir þar sem ekki sé tekið á vanda sveitarfélaganna til frambúðar. "Mér finnst þessar viðræður við ríkið hafa verið mikil þrautarganga og skilningur þeirra á stöðu sveitarfélaganna engan veginn með eðlilegum hætti," segir Lúðvík. Skilyrði höfðu verið sett um að sveitarfélögin yrðu ekki rekin með 3,5 milljarða tapi líkt og árið 2003. Sveitarfélögin vildu leyfi stjórnvalda til að hækka þak útsvarsprósentunnar og eiga þannig möguleika á að auka tekjur sínar um 2,5 milljarða. Þau vildu einnig hlutdeild í veltusköttum svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og jafnvel virðisaukaskatti, sem þau hafa ekki haft hingað til. Af því verður ekki samkvæmt heimildum. Ríkið mun hins vegar greiða fasteignagjöld af eignum sínum sem hæst mun nema 600 milljónum árið 2008. Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna fær einnig aukið vægi samkvæmt tilboði ríkisins. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndarinnar, segir töluvert hafa borið á milli kröfugerðar sveitarstjórnarmanna í nefndinni á fyrri stigum og því sem ríkið hafi boðið. Vonbrigði komi því ekki á óvart en séu misjöfn eftir flokkslínum. Lúðvík segir baráttu um aukinn hag sveitarfélaga hljóta að ná út fyrir þær. Rúm 71 prósent sveitarfélaga eða 72 af 101 fullnýta útsvarsprósentu sína, samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira
Sveitarfélögin fá ekki samþykki stjórnvalda til að hækka útsvarsprósentu á íbúa umfram 13,03 prósent. Um það hefur tekjustofnanefnd samið. Nefndin ræðir skiptingu tekna ríkisins og sveitarfélaga og verður niðurstaðan ljós á næstu dögum. Fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra lögðu tilboð ríkisins í hendur tekjustofnanefndar á föstudag með þeim formerkjum að frekari fjármunir væru ekki á lausu hjá ráðuneytunum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ósáttur við tilboðið. Hugmyndir ráðherranna flokkist sem tímabundnar bráðabirgðalausnir þar sem ekki sé tekið á vanda sveitarfélaganna til frambúðar. "Mér finnst þessar viðræður við ríkið hafa verið mikil þrautarganga og skilningur þeirra á stöðu sveitarfélaganna engan veginn með eðlilegum hætti," segir Lúðvík. Skilyrði höfðu verið sett um að sveitarfélögin yrðu ekki rekin með 3,5 milljarða tapi líkt og árið 2003. Sveitarfélögin vildu leyfi stjórnvalda til að hækka þak útsvarsprósentunnar og eiga þannig möguleika á að auka tekjur sínar um 2,5 milljarða. Þau vildu einnig hlutdeild í veltusköttum svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og jafnvel virðisaukaskatti, sem þau hafa ekki haft hingað til. Af því verður ekki samkvæmt heimildum. Ríkið mun hins vegar greiða fasteignagjöld af eignum sínum sem hæst mun nema 600 milljónum árið 2008. Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna fær einnig aukið vægi samkvæmt tilboði ríkisins. Guðjón Bragason, formaður tekjustofnanefndarinnar, segir töluvert hafa borið á milli kröfugerðar sveitarstjórnarmanna í nefndinni á fyrri stigum og því sem ríkið hafi boðið. Vonbrigði komi því ekki á óvart en séu misjöfn eftir flokkslínum. Lúðvík segir baráttu um aukinn hag sveitarfélaga hljóta að ná út fyrir þær. Rúm 71 prósent sveitarfélaga eða 72 af 101 fullnýta útsvarsprósentu sína, samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Sjá meira